Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 6
6 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR ELDGOS Veginum í Þórsmörk var lokað í gærkvöldi eftir að ný gos- sprunga opnaðist á gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi í gær. Metið verð- ur í dag hvort fólki verður hleypt að gosinu aftur. Sjónarvottur lýsti því hvernig fólk hefði verið í aðeins 30 til 40 metra fjarlægð frá sprungunni þegar hún opnaðist. „Fólk sem var svona nálægt var í stórhættu,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Þetta er góð áminning fyrir alla, að halda sig í meiri fjarlægð frá eldstöðinni.“ Víðir segir að byggð nærri Mýr- dalsjökli sé ekki talin í hættu vegna nýju gossprungunnar. Hún sé ekki undir jökli og því gildi svipað um hana og fyrri sprunguna, hún valdi ekki flóðum. Breytingar á eldgosinu á Fimm- vörðuhálsi gætu sett í uppnám áform mikils fjölda fólks sem ætl- aði að freista þess að berja gosið augum um páskahelgina. Víðir segir að staðan verði metin snemma í dag. Komi í ljós að nýja sprungan hafi lítið breyst yfir nótt- ina séu góðar líkur á því að fólki verði hleypt að gosinu á ný. Hann hvetur fólk sem hyggst skoða gosið til að leggja ekki af stað fyrr en ljóst sé að opið verði fyrir umferð að gosstöðinni. Nýi gígurinn virðist fullt eins kröftugur og fyrri gígurinn, sem bendir eindregið til þess að kvik- an sem þar brýst upp á yfirborðið sé úr sömu kvikuæð, segir Magn- ús Tumi Guðmundsson, prófess- or í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir allt benda til þess að kvikuæðin hafi klofnað á litlu dýpi, enda hafi skjálftamælar Veður- stofu Íslands ekki sýnt neina breyt- ingu þegar sprungan opnaðist. „Það er engin ástæða til að ætla að gosið haldi áfram að fara í vest- ur, en það eru engin merki um að þetta sé að minnka,“ segir Magn- ús Tumi. Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega, opni lögreglan veginn í Þórsmörk aftur. „Það er alltaf hættulegt að vera við gosstöðvar, fólk þarf að hafa allan vara á sér,“ segir Magnús Tumi. „Margir hafa farið allt of óvar- lega þarna, þetta er eins og að keyra öfugum megin yfir blind- hæð í myrkri, oftast sleppur þú en ekki alltaf.“ Hraungos líkt og gosið á Fimm- vörðuhálsi eru þó yfirleitt stöðugri, og því hættuminni en önnur gos. Magnús Tumi segir að þeir sem slasist vegna slíks goss eigi yfir- leitt mesta sök á því sjálfir. brjann@frettabladid.is Ný gossprunga á Fimmvörðuhálsi 999 kr/pk. Tilboð gildir meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur HUMAR 1 kg SKELBROT m ar kh on nu n. is Skuldar þín fjölskylda bílalán eða íbúðarlán í erlendri mynt? JÁ 45,3% NEI 54,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Talar þú í farsíma undir stýri án þess að nota handfrjálsan búnað? Segðu þína skoðun á visir.is SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, gaf út reglu- gerð í gær um fyrirkomulag makrílveiða. Rauði þráðurinn er krafan um að hámarks verðmæti náist úr þeim 130 þúsund tonnum sem leyfilegt er að veiða. Til þess verður ný reglugerð gefin út síðar sem mun kveða á um vinnsluskyldu á tilteknu hlutfalli makríl- aflans. Úthlutun aflans verður með þeim hætti að 112 þúsund tonnum verður úthlutað til þeirra útgerða sem hafa aflað sér veiðireynslu á undanförnum árum. Önnur skip, og er þar farið eftir skipastærð, geta sótt um leyfi til veiðanna og verða til úthlutunar fimmtán þúsund tonn til þeirra. Auk þess verður þrjú þúsund tonnum ráðstafað til skipa sem fyr- irhuga veiðar á línu og handfæri, í net eða gildrur, samkvæmt leyfi Fiskistofu. Tekið er fram í reglugerðinni að fram- sal aflaheimildanna er óheimilt og ekki er verið að úthluta varanlegum heimildum til fleiri ára. Eins að reglugerðin gefi ekki mynd af framtíðarfyrirkomulagi veiðanna enda sé ekki fyrir hendi samkomulag við önnur strandríki um fyrirkomulag veiðanna. Í reglugerðinni er tekið fram að eðlilegt sé að veita fleirum aðgang að veiðunum en hafi stundað þær síðastliðin ár. Hins vegar verði mögulegt að endurúthluta vannýttum heimildum svo unnt verði að veiða það heildarmagn sem heimilað er. - shá Meirihluta kvótans ráðstafað til skipa sem hafa aflað sér veiðireynslu: Ný skip fá hlutdeild í makríl ■ 112 þúsund lestum verður ráðstafað til skipa sem stunduðu makrílveiðar í flottroll eða nót á árunum 2007, 2008 og 2009 og skal skipt hlut- fallslega miðað við heildarafla skipanna á árinu 2007, 2008 og til og með 11. júlí 2009. ■ Þrjú þúsund lestum skal ráðstafað til skipa sem fyrirhuga veiðar á línu eða handfæri, í net eða gildrur samkvæmt leyfi Fiskistofu. ■ Fimmtán þúsund lestum skal ráðstafað til skipa, sem hvorki falla undir flokk 1 eða 2 en sótt hafa um leyfi til makrílveiða eigi síðar en 30. apríl. Ráðstöfun aflamagns samkvæmt þess- um lið verður tengd skipastærð. Magn í lestum mun ráðast af fjölda umsókna, en ekkert skip fær þó meira en þúsund lestir. Ráðstöfun 130.000 tonna makrílkvóta Hrunagil Hvannárgil Ný sprunga Eldri sprunga Gönguleið KJARAMÁL Viðræður unglækna og forsvarsmanna Landspítalans runnu út í sandinn í gærkvöldi og ekkert benti til annars en að ríf- lega sextíu læknar myndu leggja niður störf á miðnætti. Læknarnir eru óánægðir með nýtt vaktakerfi sem taka átti gildi í dag og telja að með því sé þeim gert að vinna mun fleiri stundir í mánuði en áður. Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum fullyrti í fjöl- miðlum í gær að búið væri að tryggja öryggi sjúklinga ef til verkfalls kæmi. Reynt var að koma til móts við læknana á samningafundi í gærkvöldi með því að leggja til stofnun nefndar sem myndi skoða breytingarnar eftir að þær væru komin á. Á það var ekki fallist. -sh Viðræður fóru út um þúfur: Enn ósamið við unglækna í gær STJÓRNSTÖÐ Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, stýrði aðgerðum frá Stjórnstöð almannavarna í Skógarhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ferðamenn mega ekki lengur fara að gosinu Fólk sem var nærri gossprungunni sem opnaðist á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi var í stórhættu segir deildarstjóri almannavarna. Byggð stafar ekki hætta af nýju sprungunni. Margir hafa farið óvarlega nærri gosinu segir jarðfræðingur. NÝ GOSSPRUNGA Krafturinn í nýju gossprungunni var svipaður og í gígnum sem fyrir var, sem bendir til þess að kvikan sem þar brýst upp sé úr sömu kvikuæð, segir jarðfræðingur. Nýju sprunguna má sjá hægra megin við fjallið sem myndast hefur í gosinu á Fimmvörðuhálsi undanfarna tíu daga. MYND/GÍSLI GÍSLASON Á kortinu má sjá hvar ný sprunga hefur opnast norðvestan við eldri sprungu. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.