Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 8
8 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR 1. Hver hlaut Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs? 2. Fyrir hvað er Billy Branch þekktastur? 3. Hvað hefur tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit verið haldin oft? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 DÓMSMÁL Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisrækt- un og undirbúning vatnsræktunar sem gæti numið allt að 600 kannabisplönt- um á bænum Karls- stöðum í Djúpavogs- hreppi. Þar fundust sextán plöntur. Sá fjórmenninganna sem tók jörðina á leigu og hafði forgöngu um og fjármagnaði umfangsmikl- ar framkvæmdir við hina stóru kannabisverksmiðju var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Einn hinna þriggja, sem sáu meðal annars um smíðar og fleiri framkvæmd- ir, var dæmdur í fimm mánaða fangelsi en hinir tveir í fjögurra mánaða fangelsi. Allir dómarnir voru óskil- orðsbundnir. Mennirnir gáfu mismunandi skýr- ingar á athöfnum sínum á Karlsstöðum. Höfuð- paurinn kvaðst í fyrstu hafa ætlað að rækta tómata, en breytti því síðan í kannabisplöntur. Síðar kvaðst hann hafa verið hættur við kanna- bisræktunina vegna samvisku- bits. Loks sagðist hann fyrir dómi hafa ætlað að fara í ferðaþjónustu á jörðinni. Dómurinn áleit það sannað, ekki síst þar sem settar höfðu verið upp tvær öflugar dísilrafstöðvar á bænum til að leyna mikilli orku- notkun, að mennirnir hefðu ætlað út í stórfellda ræktun. - jss KANNABISRÆKTUN Sett hafði verið upp svokölluð vatnsræktun á bænum. Fjórir dæmdir í kannabismáli í Djúpavogshreppi: Tómatar urðu kannabis KÓPAVOGUR Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópa- vogi, tekur þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Tuttugu og tveggja manna framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi var samþykktur á fulltrúafundi flokksins í fyrra- dag. Listi sjálfstæðismanna klár: Gunnar tekur þriðja sætið GUNNAR BIRGISSON Listi sjálfstæðis- manna í Kópavogi er klár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RÚSSLAND, AP Tsjetsjenskir íslam- istar segjast bera ábyrgð á tveimur sprengjuárásum í Moskvu á mánu- dag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá grunaða frá byrjun. Í gær voru gerðar tvær árásir í viðbót, að þessu sinni í suðurhluta Rússlands. Eins og á mánudaginn voru þar konur að verki, ekkjur manna sem höfðu fallið fyrir hendi rússneskra hermanna í Tsjetsjen- íu í norðanverðum Kákasushéruð- unum. Doku Umarov, leiðtogi herskárra múslima í Tsjetsjeníu og nærliggj- andi héruðum Rússlands, sendi frá sér myndband í gær þar sem hann sagði sprengjuárásirnar í Moskvu vera hefndaraðgerð fyrir dráp rússneskra hermanna á óbreytt- um borgurum í Tsjetsjeníu. Hann hótaði frekari sprengju- árásum í Rússlandi á næstunni. Árásirnar í gær, sem urðu í Dagestanhéraði, kostuðu tólf manns lífið, en níu þeirra voru lögreglumenn. Meira en tuttugu manns að auki voru særðir. Árásirnar á tveimur neðanjarð- arlestarstöðvum í Moskvu á mánu- dag höfðu kostað nærri fjörutíu manns lífið. Þetta voru fyrstu hryðjuverk- in í Moskvu í sex ár og vöktu ugg í brjósti Rússa, sem höfðu átt því að venjast að árásir af þessu tagi væru einkum í suðurhluta lands- ins. Lögreglan í Moskvu hefur haft mikinn viðbúnað síðan á mánudag. Settir hafa verið upp vegatálmar á þjóðvegum til borgarinnar og þús- undir lögreglumanna hafa verið á vakt á neðanjarðarlestarstöðum borgarinnar. Meira en níu hundruð manns lét- ust í átökum í norðanverðum Kák- asushéruðum á síðasta ári. Dauðs- föllum hefur fjölgað, því árið 2008 kostuðu átökin tæplega 600 manns lífið. Dmitrí Medvedev Rússlands- forseti segir að hryðjuverkamenn hafi breiðst út um rússnesku Kák- asushéruðin eins og krabbamein. Bæði hann og Vladimír Pútín for- sætisráðherra hafa heitið því að berjast gegn hryðjuverkamönn- um af alefli. gudsteinn@frettabladid.is Fleiri spreng- ingum hótað Tsjetsjenskir hryðjuverkamenn segjast bera ábyrgð á árásunum á lestarstöðvar í Moskvu á mánudag. Tvær árásir í viðbót kostuðu tólf manns lífið í gær. DMITRÍ MEDVEDEV Forseti Rússlands segir að hryðjuverkamenn fái ekki að komast upp með að breiða út ótta og skelfingu í Rússlandi. NORDICPHOTOS/AFP BLÓMAHAF Í LESTARGÖNGUM Fjölmargir Rússar hafa minnst hinna látnu með því að leggja blóm á staðina þar sem árásirnar voru framdar. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA, AP Yfirmenn Wangjialing-kolanám- unnar í Shanxi-héraði í Kína flýttu sér um of þegar starfsemi hófst í námunni og sinntu ekki öryggismálum nægilega vel. Því fór sem fór að vatn flæddi niður í námuna um síðustu helgi með þeim afleið- ingum að 153 námuverkamenn eru enn innikróaðir og ef til vill ekki á lífi lengur. Ekkert hefur heyrst frá mönnunum, en um þúsund björgunarmenn vinna á vökt- um við að ná nægilega miklu vatni úr nám- unni til þess að hægt verði að komast að þeim. Ættingjar og ástvinir mannanna hafa streymt að víðs vegar frá Kína og krefj- ast þess að björgunaraðgerðum verði hrað- að. Flóðið varð þegar námumenn rufu leið inn í gömul námugöng sem voru full af vatni, að því er fram kemur á vefsíðu vinnueftirlitsins í Kína. „Vatnsleka hafði oft orðið vart í neðan- jarðargöngunum,“ segir í tilkynningu á vefsíðunni, „en framkvæmdastjórar nám- unnar fylgdu ekki öryggisleiðbeiningum þegar tilkynnt var um leka.“ Námuslysið gæti reynst það mannskæð- asta í Kína síðan 2007 þegar 174 námu- verkamenn létu lífið þegar vatn flæddi inn í kolanámu í Shandong-héraði. - gb Námaverkamenn lokuðust inni vegna þess að öryggiskröfum var ekki sinnt: Ekki vitað um afdrif 153 námaverkamanna NÁMUVERKAMENN Á leið frá námunni í Shanxi-héraði þar sem björgunarfólk reynir að komast að innikróuðum félögum þeirra. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.