Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 8

Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 8
8 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR 1. Hver hlaut Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs? 2. Fyrir hvað er Billy Branch þekktastur? 3. Hvað hefur tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit verið haldin oft? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 DÓMSMÁL Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisrækt- un og undirbúning vatnsræktunar sem gæti numið allt að 600 kannabisplönt- um á bænum Karls- stöðum í Djúpavogs- hreppi. Þar fundust sextán plöntur. Sá fjórmenninganna sem tók jörðina á leigu og hafði forgöngu um og fjármagnaði umfangsmikl- ar framkvæmdir við hina stóru kannabisverksmiðju var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Einn hinna þriggja, sem sáu meðal annars um smíðar og fleiri framkvæmd- ir, var dæmdur í fimm mánaða fangelsi en hinir tveir í fjögurra mánaða fangelsi. Allir dómarnir voru óskil- orðsbundnir. Mennirnir gáfu mismunandi skýr- ingar á athöfnum sínum á Karlsstöðum. Höfuð- paurinn kvaðst í fyrstu hafa ætlað að rækta tómata, en breytti því síðan í kannabisplöntur. Síðar kvaðst hann hafa verið hættur við kanna- bisræktunina vegna samvisku- bits. Loks sagðist hann fyrir dómi hafa ætlað að fara í ferðaþjónustu á jörðinni. Dómurinn áleit það sannað, ekki síst þar sem settar höfðu verið upp tvær öflugar dísilrafstöðvar á bænum til að leyna mikilli orku- notkun, að mennirnir hefðu ætlað út í stórfellda ræktun. - jss KANNABISRÆKTUN Sett hafði verið upp svokölluð vatnsræktun á bænum. Fjórir dæmdir í kannabismáli í Djúpavogshreppi: Tómatar urðu kannabis KÓPAVOGUR Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópa- vogi, tekur þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Tuttugu og tveggja manna framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi var samþykktur á fulltrúafundi flokksins í fyrra- dag. Listi sjálfstæðismanna klár: Gunnar tekur þriðja sætið GUNNAR BIRGISSON Listi sjálfstæðis- manna í Kópavogi er klár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RÚSSLAND, AP Tsjetsjenskir íslam- istar segjast bera ábyrgð á tveimur sprengjuárásum í Moskvu á mánu- dag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá grunaða frá byrjun. Í gær voru gerðar tvær árásir í viðbót, að þessu sinni í suðurhluta Rússlands. Eins og á mánudaginn voru þar konur að verki, ekkjur manna sem höfðu fallið fyrir hendi rússneskra hermanna í Tsjetsjen- íu í norðanverðum Kákasushéruð- unum. Doku Umarov, leiðtogi herskárra múslima í Tsjetsjeníu og nærliggj- andi héruðum Rússlands, sendi frá sér myndband í gær þar sem hann sagði sprengjuárásirnar í Moskvu vera hefndaraðgerð fyrir dráp rússneskra hermanna á óbreytt- um borgurum í Tsjetsjeníu. Hann hótaði frekari sprengju- árásum í Rússlandi á næstunni. Árásirnar í gær, sem urðu í Dagestanhéraði, kostuðu tólf manns lífið, en níu þeirra voru lögreglumenn. Meira en tuttugu manns að auki voru særðir. Árásirnar á tveimur neðanjarð- arlestarstöðvum í Moskvu á mánu- dag höfðu kostað nærri fjörutíu manns lífið. Þetta voru fyrstu hryðjuverk- in í Moskvu í sex ár og vöktu ugg í brjósti Rússa, sem höfðu átt því að venjast að árásir af þessu tagi væru einkum í suðurhluta lands- ins. Lögreglan í Moskvu hefur haft mikinn viðbúnað síðan á mánudag. Settir hafa verið upp vegatálmar á þjóðvegum til borgarinnar og þús- undir lögreglumanna hafa verið á vakt á neðanjarðarlestarstöðum borgarinnar. Meira en níu hundruð manns lét- ust í átökum í norðanverðum Kák- asushéruðum á síðasta ári. Dauðs- föllum hefur fjölgað, því árið 2008 kostuðu átökin tæplega 600 manns lífið. Dmitrí Medvedev Rússlands- forseti segir að hryðjuverkamenn hafi breiðst út um rússnesku Kák- asushéruðin eins og krabbamein. Bæði hann og Vladimír Pútín for- sætisráðherra hafa heitið því að berjast gegn hryðjuverkamönn- um af alefli. gudsteinn@frettabladid.is Fleiri spreng- ingum hótað Tsjetsjenskir hryðjuverkamenn segjast bera ábyrgð á árásunum á lestarstöðvar í Moskvu á mánudag. Tvær árásir í viðbót kostuðu tólf manns lífið í gær. DMITRÍ MEDVEDEV Forseti Rússlands segir að hryðjuverkamenn fái ekki að komast upp með að breiða út ótta og skelfingu í Rússlandi. NORDICPHOTOS/AFP BLÓMAHAF Í LESTARGÖNGUM Fjölmargir Rússar hafa minnst hinna látnu með því að leggja blóm á staðina þar sem árásirnar voru framdar. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA, AP Yfirmenn Wangjialing-kolanám- unnar í Shanxi-héraði í Kína flýttu sér um of þegar starfsemi hófst í námunni og sinntu ekki öryggismálum nægilega vel. Því fór sem fór að vatn flæddi niður í námuna um síðustu helgi með þeim afleið- ingum að 153 námuverkamenn eru enn innikróaðir og ef til vill ekki á lífi lengur. Ekkert hefur heyrst frá mönnunum, en um þúsund björgunarmenn vinna á vökt- um við að ná nægilega miklu vatni úr nám- unni til þess að hægt verði að komast að þeim. Ættingjar og ástvinir mannanna hafa streymt að víðs vegar frá Kína og krefj- ast þess að björgunaraðgerðum verði hrað- að. Flóðið varð þegar námumenn rufu leið inn í gömul námugöng sem voru full af vatni, að því er fram kemur á vefsíðu vinnueftirlitsins í Kína. „Vatnsleka hafði oft orðið vart í neðan- jarðargöngunum,“ segir í tilkynningu á vefsíðunni, „en framkvæmdastjórar nám- unnar fylgdu ekki öryggisleiðbeiningum þegar tilkynnt var um leka.“ Námuslysið gæti reynst það mannskæð- asta í Kína síðan 2007 þegar 174 námu- verkamenn létu lífið þegar vatn flæddi inn í kolanámu í Shandong-héraði. - gb Námaverkamenn lokuðust inni vegna þess að öryggiskröfum var ekki sinnt: Ekki vitað um afdrif 153 námaverkamanna NÁMUVERKAMENN Á leið frá námunni í Shanxi-héraði þar sem björgunarfólk reynir að komast að innikróuðum félögum þeirra. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.