Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 10
10 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Ummæli þriggja saksókn- ara í Fréttablaðinu um síðustu helgi þess efnis að suma verjendur skorti háttvísi í dómsal eru gegnumsneitt ómakleg. Þetta segja þeir Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hæstaréttarlögmenn. „Það eru auðvitað svartir sauð- ir í þessari stétt eins og öðrum. En almennt séð eru mjög góð og kurt- eisleg samskipti milli verjenda og saksóknara,“ segir Sveinn Andri, sem minnir á að einungis tvisvar hafi dómari beitt verjanda réttar- farssektum í dómsal. Hvorugur segist taka þessi ummæli til sín, enda eigi þeir báðir gott samstarf við ákæruvaldið. „Auðvitað kann það að vera að verjendur og sækjendur greini á um hvort ákveðnar spurningar til sakborninga eða vitna eigi við eða ekki,“ segir Vilhjálmur. „En ég tel að verjendur séu almennt ekki að beina spurningum til vitna nema þeir telji að þær séu nauðsynleg- ar fyrir málsvörn skjólstæðinga sinna. Menn eru ekki að því til þess að skaprauna saksóknurum. Það sama á við kærur til Hæstaréttar. Verjendur kæra úrskurði til Hæsta- réttar af því að þess er þörf eða að kröfu skjólstæðings þeirra. Það er ekki gert í því skyni að skaprauna saksóknurum eða til þess að valda vinnuálagi hjá dómstólum.“ Sveinn Andri segir ekki mega gleyma því að erlendum brota- mönnum, einkum frá Austur-Evr- ópu, fari fjölgandi hér. Í heima- landinu ríki annar „kúltúr“ en hér, sem byggi á tortryggni gegn yfir- völdum. Í þá sé innprentað að sýna ekkert samstarf og nota allar kæru- leiðir sem færar séu. Verjandi þurfi að framkvæma þær óskir. Endur- teknar kærur gæsluvarðhaldsúr- skurða telji þeir bera vott um að þeir séu saklausir. Lögmennirnir eru sammála um að dómarar haldi góðum aga í dómsal. Sveinn Andri nefnir nýlegt dæmi þar sem hópur Pólverja var ákærður og tvö vitni vildu ekki tjá sig. Í því tilviki hefði dómari sekt- að hvort vitni um 300 þúsund krón- ur. Þá séu dómarar harðir á að láta handtaka vitni sem ekki mæti. „Hins vegar finnst mér ákæru- valdið í sumum tilvikum tefja með- ferð mála með því að leiða fram vitni sem engu máli skipta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Sveinn Andri segj- ast vera andvígir forvirkum rann- sóknarheimildum lögreglu. Lög- regla og ákæruvald dragi yfirleitt í lengstu lög að afhenda sakborning- um og verjendum gögn máls, sem geri alla vinnu hinna síðarnefndu torveldari. Lögregla beiti núver- andi heimildum gagnvart hverjum sem er í dag og misfari með þær eins og dæmin sanna. Það valdi tor- tryggni lögmanna gagnvart aukn- um heimildum. Borgaraleg réttindi og öryggi fólks hljóti alltaf að vera í fyrirrúmi. Spurðir hvort forvirkar rann- sóknarheimildir sem tæki til að handsama höfuðpaura í brotamál- um breyti engu um afstöðu þeirra segir Sveinn Andri að víðtækari notkun heimildar í lögum til að semja við brotamenn um vitna- vernd og verulegar niðurfellingar refsingar myndu reynast betur í þeim efnum. Vilhjálmur kveðst ótt- ast að lögregla færi að beita aukn- um heimildum sem meginreglu og misnota þær með þeim hætti. jss@frettabladid.is HÆSTARÉTTARLÖGMENN Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eru andvígir forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Öryggi fólks og borgaraleg réttindi hljóti alltaf að vera í fyrirrúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ummæli saksóknara ómakleg Ummæli þriggja saksóknara um skort á háttvísi sumra verjenda í dómsal eru gegnumsneitt ómakleg. Þetta segja þeir Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmenn. HOLLAND, AP Ólíklegt er að lokið verði við samkomulag sem bind- ur þjóðir heims til að draga úr útblæstri gróð- urhúsaloftteg- unda fyrr en í árslok 2011. Þetta hefur fréttastofa AP eftir háttsett- um embættis- manni Samein- uðu þjóðanna (SÞ) á sviði loft- lagsmála. Gangi þetta eftir verður orðin tveggja ára töf á fyrirhuguðu samkomulagi þjóðanna. Haft er eftir Yvo de Boer, framkvæmdastjóra loftlagsskrif- stofu SÞ, að byggja þurfi upp á ný traust á viðræðum þjóða á meðal, eftir vonbrigðin með nið- urstöðuna á umhverfisþinginu sem haldið var í Kaupmanna- höfn í desember. Niðurstaðan þar var óljóst orðað samkomu- lag um meginstefnu og loforð um fjármagn til fátækra þjóða sem kunna að fara illa út úr loftlags- breytingum. - óká YVO DE BOER Samkomulag tefst um tvö ár: Varla samið fyr- ir lok árs 2011 EFNAHAGSMÁL Viðskiptajöfnuður var hagstæður um 20,6 milljarða króna fyrstu tvo mánuði ársins, 10,2 millj- örðum hagstæðari en sömu mánuði síðasta ár. Mikill samdráttur varð í innflutn- ingi en heildarverðmæti útfluttrar vöru stóð nánast í stað. Vörur voru fluttar inn fyrir 62,5 milljarða, sem er 10,1 milljarði króna minna en í sömu mánuðum í fyrra. Hlutfallslega er samdrátturinn 13,9 prósent. Samdrátturinn nær til nánast allra tegunda innflutnings en var hlutfallslega mestur í innflutn- ingi flutningatækja og eldsneytis. Íslendingar fluttu út vörur í jan- úar og febrúar fyrir 83,2 milljarða. Á föstu gengi jókst útflutningsverð- mæti um 0,1 prósent milli ára. Verð- mæti útfluttra sjávarafurða dróst saman um 6,6 prósent en sjávaraf- urðir voru 35,4 prósent af verðmæti alls útflutnings þessara tveggja mánaða. Útflutningur iðnaðarvöru var 60 prósent útflutningsins og þriðjungi verðmætari en í janúar og febrúar 2009. Þar munar mestu um aukinn útflutning á áli, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. - pg Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 20 milljarða fyrstu tvo mánuði ársins: Munar um aukinn útflutning á áli ÚTFLUTNINGUR Aukinn útflutningur á áli vegur upp minni útflutning sjávarafurða fyrstu tvo mánuði þessa árs. LONDON, AP Bretar héldu að vorið væri komið eftir einn kaldasta vetur í manna minnum þegar óveður skall á í gærmorgun. Það olli víðtæku rafmagnsleysi og setti allar samgöngur úr skorðum í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Allt að 50 sentimetra snjó- skaflar hlóðust upp vegna skaf- rennings. Alls 50.000 heimili á Norður-Írlandi og um 20.000 í Skotlandi urðu rafmagnslaus. Víða var ekki hægt að vinna að viðgerðum vegna veðursins. -pg Héldu að vorið væri komið: Háir skaflar og rafmagnslaust GANGANDI PULSUVAGN Þessi pulsu- sali í Berlín þarf yfirleitt að hvíla sig á tveggja tíma fresti, því „pulsuvagninn“ sem hann ber vegur meira en 20 kíló. NORDICPHOTOS/AFP 50 ilmandi matseðlar. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is WASHINGTON, AP Þrír eru látnir og sex særðir, þar af einn lífs- hættulega, eftir að byssumaður skaut á hóp af ungu fólki út um bílrúðu í suðausturhluta Wash- ingtonborgar á þriðjudagskvöld. Lögregla veitti bíl byssu- mannsins eftirför um borgina og náði fljótlega að stöðva hann. Þrír menn voru í bílnum og voru þeir allir handteknir auk þess sem lögreglan lagði hald á skotvopn. Fjórir lögreglumenn slösuð- ust við eftirförina. -pg Þrír látnir og sex særðir: Skaut á hóp út um bílrúðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.