Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 16
16 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Ástandið á Haítí BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is „Það var átakanleg sjón að sjá börnin, og auðvitað fær maður hnút í magann við að hugsa til baka,“ segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðar- innar Ægis. Björgvin kom heim í vikunni eftir vikuferð til Haítí, þar sem hann setti upp fimm tjöld sem hönnuð voru í Seglagerðinni. Tjöldin munu hýsa 50 börn sem ýmist eru munaðarlaus eða hafa ekki fundið fjölskyldur sínar í kjöl- far jarðskjálftans sem reið yfir 12. janúar síðastliðinn. Börnin búa í búðum á vegum húmanista. „Ég er harður á því að það þarf fleiri tjöld á Haítí,“ segir Björg- vin. Hann segir að hreinsunarstarf virðist víða varla hafið. Hann hafi til dæmis séð rústir barnaskóla þar sem vitað sé að um 250 börn liggi grafin og ekki sé byrjað að hreyfa við. Þau hús sem enn standi verði seint talin örugg, og því sé heppi- legast, á meðan þetta skelfingar- ástand varir, að búa í tjöldum. Björgvin segir að þrátt fyrir hörmungarnar hafi fólkið sem hann hafi hitt verið glaðlegt, hreint og snyrtilegt. Neyðin er þó mikil í þessu fátæka landi, enda mikill hluti húsa óíbúðarhæfur, og stutt í fellibyljatímabilið. Tjöldin frá Seglagerðinni Ægi eru hönnuð sérstaklega fyrir erf- iðar aðstæður og eiga að geta staðist hvers konar óveður, segir Björgvin. Fimm tjöld hrökkva þó skammt, því þúsundir tjalda þyrfti til að koma öllum íbúum sem misst hafa heimili sín í skjól. Tjöldin voru hönnuð og saumuð í Seglagerðinni Ægi að beiðni Félags húmanista, og greiddi Velferðar- sjóður barna kostnaðinn. Rétt þótti Munaðarlaus börn á Haítí fengu ný tjöld Fimmtíu munaðarlaus börn á Haítí hafa fengið skjól í íslenskum tjöldum. Ör- uggara en að búa í hálfhrundu húsi, segir framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. Hann segist hafa fengið hnút í magann við að sjá munaðarlausu börnin. ■ Jarðskjálfti upp á 7,0 á Richter skók Haítí 12. janúar 2010. ■ Upptök skjálftans voru skammt frá höfuðborginni Port-au-Prince. ■ Tölur um mannfall eru á reiki, en yfir 230 þúsund eru sögð hafa týnt lífinu í skjálftanum. ■ Byggingar í höfuðborginni og nágrenni eru flestar illa farnar eða hrundu til grunna í skjálftanum. Jarðskjálftinn SKJÓL Tjöldin fimm sem sett voru upp á Haítí munu hýsa fimmtíu munaðarlaus börn. Talið er öruggara að hafast við í tjöldum í ljósi þess hversu illa hús á svæðinu fóru í jarðskjálftanum. MYND/BJÖRGVIN BARÐDAL Í RÚST Flest hús í höfuðborg Haítí og nágrenni eru illa farin eða hrunin til grunna eftir jarðskjálftann. Víða hefur lítið verið gert til að hreinsa til. Þau hús sem enn standa uppi eru fæst talin örugg. að fá fagmann til að setja upp tjöld- in, og ákvað Björgvin að slá til og fór við annan mann í sérstaka upp- setningarferð. Til að koma tjöldunum fimm til Haítí þurfti fyrst að senda þau til Dóminíska lýðveldisins, nágranna- ríkis Haítí. Þangað flugu svo Íslendingarnir tveir og sóttu tjöld- in. Til að forðast hnökra við toll- afgreiðslu fengu þeir tollvörð frá Dóminíska lýðveldinu til að fara með sér yfir landamærin. „Þegar við fórum í gegnum höf- uðborgina voru 70 til 80 prósent af húsunum hrunin,“ segir Björgvin. „Hreinsunarstarf gengur hægt, og maður fyllist vonleysi við að sjá hvernig ástandið er.“Miðasala í Hallgrímskirkju og á midi.is kirkjulistahatid.is Skírdagur 1. apríl Listasmiðja barna í samvinnu við Mynd lista skólann í Reykjavík. Uppselt. Hljóðfæraleikarar: Kjartan Valdemars son, Haukur Gröndal, Gunnar Hrafns son, Erik Qvic og Pétur Val garð Péturs son. Stjórnandi: Tómas Guðni Eggerts son. Kynnir: Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Schola cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Prestur: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Föstudagurinn langi 2. apríl Flytjendur eru nem endur af höfuð borgar svæðinu, sem hafa unnið til verð launa í Stóru upp lestrar- keppninni í 7. bekk undan farin fjögur ár. Umsjón: Baldur Sigurðs son, Svanhildur Óskarsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Þorleifur Hauksson og Þórður Helgason. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Schola cantorum og Caput hópurinn. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Jóhann Smári Sævarsson, Benedikt Ingólfsson, Hafsteinn Þórólfsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Guðmundur Vignir Karlsson og Örn Arnarson. Aðgangseyrir 3.500 / 2.500 7. bekkjarnemendur af höfuðborgarsvæðinu. kl. 13.30 Hallgrímskirkja kirkjan, turninn og kennileitið kl. 17.00 Söngvahátíð barna Kórtónleikar 100 barna ásamt hljóðfæraleikurum kl. 20.00 Getsemanestund afskrýðing altaris við tónlist Gesualdo kl.13.00-15.30 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar heildarflutningur fyrri hluti kl. 17.00 Hallgrímspassía eftir Sigurð Sævarsson kl.19.00-21.30 Passíusálmar heildarflutningur síðari hluti Kirkjulistahátíð í algleymingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.