Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 18
18 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Eignaleigufyrirtæki taka ekki vel í hugmyndir félagsmálaráðherra um að færa erlend bílalán yfir í íslenskar krónur og lækka þar með eftirstöðvar þeirra um á að giska þriðj- ung að meðaltali. Einungis er rætt um niðurfærslu þess sem eftir stendur af lánunum, engar umræður um afturvirkar leiðrétting- ar hafa farið fram, sam- kvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Ingvi Örn Kristinsson, ráðgjafi félagsmálaráðherra, segir við Fréttablaðið að vonir standi til að samningar takist fljótlega og að öll fjögur fyrirtækin bjóði viðskipta- vinum að færa eftirstöðvar bíla- lána í íslenskar krónur með 15 pró- senta álagi frá og með 1. maí. Slíkt mundi hafa í för með sér um 50 milljarða niðurfærslu eða um þriðjung af þeim um 150 millj- örðum sem fyrirtækin fjögur eiga útistandandi í um það bil 49.000 samningum. Það er ekki á forstjórum stærstu fyrirtækjanna á markaðnum að heyra að þeir deili bjartsýninni með Ingva Erni. Ómögulegt að flytja lánin Forstjóri Lýsingar segir alveg skýrt að það fyrirtæki geti ekki staðið undir því að flytja þessi lán yfir í krónur. „Við eigum ekki möguleika á því vegna þeirra reglna sem okkur eru settar. Okkur ber skylda til að halda gjaldeyris- jöfnuð og hafa eiginfjárhlutfall í lagi,“ segir Halldór Jörgensson. Hann finnur að stjórnsýslu félags- málaráðherra sem hefur þrýst á fyrirtækin um að fara þessa leið. „Við höfum aldrei séð nákvæmlega útfærðar tillögur félagsmálaráð- herra,“ segir hann, kveðst aðeins hafa í fórum sínum tvö tölvubréf þar sem ráðuneytið leggur að Lýs- ingu að flytja bílalán yfir í íslensk- ar krónur. Fjórir aðilar eru á markaðnum með erlend bílalán til einstakl- inga; SP, Íslandsbanki, Lýsing og Avant. Lánin eru hluti af almennri starfsemi Íslandsbanka. SP er dótturfyrirtæki Landsbankans. Avant er í eigu skilanefndar Glitn- is, sem vinnur að því að afla fjár upp í þrotabú hins fallna banka. Lýsing er dótturfyrirtæki Existu og hefur ekki aðgang að innlendu lánsfé en hefur endurlánað gjald- eyri til bílakaupa sem fenginn er að láni frá Deutsche Bank. Það sem Lýsing innheimtir af lánum fer til að greiða skuldirnar við Deutsche Bank. Eins og kunnugt er hafa Íslands- banki og Landsbanki verið endur- fjármagnaðir innanlands eftir hrunið. Gengið hefur verið út frá að við þá endurskipulagningu hafi verið skilið eftir svigrúm til að mæta afskriftum og útlánatapi. Lýsing og Avant eru hins vegar talin í annarri stöðu. Í tilviki Lýs- ingar yrðu afskriftir til þess að eiginfjárhlutfallið færi undir lög- boðið lágmark, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins, og fyrir- tækið mundi ekki lengur uppfylla skilyrði fyrir óbreyttri starfsemi sem fjármálafyrirtæki. Gjaldþrot blasa við. Hugmyndir ráðherra óljósar Alls eru um 15.500 bílasamning- ar í gildi hjá SP, eða um þriðjung- ur af heildarfjöldanum á markaði. Kjartan G. Gunnarsson, forstjóri SP, segir að fyrstu hugmyndir félagsmálaráðherra um að færa lán niður í 110 prósent af mark- aðsverði hafi verið óraunhæfar og hefðu skilað mestum ávinningi fyrir þá sem tóku hæsta lánshlut- fall vegna dýrra lúxusbíla. Hann segist hins vegar alveg tilbúinn til að vinna út frá nýjustu hugmynd ráðherrans um að færa lánin yfir í krónur með 15 prósent álagi á vísitölu. Hugmyndin sé hins vegar óljós og engin áþreifan- leg tillaga frá ráðherranum liggi fyrir. Fram undan sé mjög tíma- frek vinna í málinu og algjörlega óraunhæft sé að miða við að breyt- ingin geti tekið gildi í maí. Kjartan segir að frá hruni hafi SP lagt sig fram við að leysa greiðsluvandræði einstaklinga með ýmsum úrræðum. „Við vilj- um koma lánunum niður í það horf að fólk geti borgað af þeim og bíla- sala fari í gang aftur,“ segir hann. Viðskiptavinir geti þegar fengið að flytja lán yfir í krónur og lækka höfuðstólinn með því um 22 pró- sent að meðaltali. Það sé því rangt hjá ráðherranum að fyrirtækin hafi ekkert gert. Eins og kunnugt er hefur Hæsti- réttur til meðferðar mál um lög- mæti þess að veita almenningi bíla- lán sem tengd eru gengi erlendra gjaldmiðla. Óvíst er hvenær dómar falla. Verði þessi yfirfærsla í krón- ur að veruleika mundi hún ekki ýta þessum dómsmálum út af borðinu. Fallist Hæstiréttur á ítrustu kröf- ur lántakenda er því hugsanlegt að endurreikna þurfi stöðu bílalánanna enn á ný að gengnum dómi, hver sem verða örlög hugmyndarinnar um að færa bílalánin yfir í krónur með 15 prósent álagi á vísitölu. Lýsing yrði gjaldþrota BÍLALÁN Staða fyrirtækja á bílalánamarkaði er mjög mismunandi. Sum vilja ræða nánar hugmynd félagsmálaráðherra um yfirfærslu, önnur segja að slík yfirfærsla reki þau í þrot. Það á til dæmis við um Lýsingu sem ekki hefur aðgang að innlendu lánsfé. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTASKÝRING: Bílalán færð yfir í íslenskar krónur PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is Fundur utanríkisráðherra fimm af aðildarríkjum Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Kanada í byrjun vikunnar, hefur enn á ný vakið athygli á mik- ilvægi norðurskautsins, sem mun aukast eftir því sem andrúmsloft jarðar hlýnar og ísinn bráðnar. ■ Hve stórt er Norður-Íshafið? Norður-Íshafið er minnst heimshafanna fimm, en ekkert ótvírætt samkomu- lag er um hvar mörk þess liggja. Einfaldasta skilgreiningin er kannski sú að miða við norðurheimskautsbauginn á 66°32‘ norðlægrar breiddar. Samkvæmt þeirri skilgreiningu nær hann suður að norðurströnd Íslands. Aðrar skil- greiningar miða við hitastig, og er þá oftast miðað við að meðalhiti hlýjasta mánaðar ársins fari ekki upp fyrir 10 gráður. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er Ísland einnig á jaðri þessa hafsvæðis. ■ Er ísinn að hverfa? Þrátt fyrir hlýnun jarðar bendir ekkert til þess að Norður-Íshafið verði nokkurn tímann fært almennum skipaferðum að vetri til. Sumarbráðnun hefur hins vegar aukist verulega síðustu árin. Ísinn allur er þynnri en hann var og skipa- ferðir eru nú þegar mögulegar á sumrin. Haldi svo fram sem horfir verður Norður-Íshafið íslaust að mestu að sumri til eftir þrjá til fimm áratugi. ■ Hvaða siglingaleiðir opnast? Í meginatriðum verða þrjár siglingaleiðir yfir Norður-Íshaf mögulegar innan fárra áratuga. Norðausturleiðin meðfram norðurströnd Rússlands hefur opnast á sumrin undanfarin ár og verður opin æ lengur yfir sumartímann, en er erfið fyrir stór skip vegna grynninga á leiðinni. Norðvesturleiðin meðfram norðurströnd Kanada hefur einnig verið að opnast, en hún verður ávallt erfið vegna íshröngls á mjóum sundum milli eyja. Leiðin þvert yfir pólinn verður styst og á endanum kannski auðveldust yfirferðar á sérútbúnum risaskipum, sem nú þegar eru á teikniborðinu. FBL-GREINING: Norður-Íshafið Breytingar í norðri Um 49.000 aðilar eru nú með bílalán. Um 90 prósent þeirra taka breyt- ingum í samræmi við gengi erlendra gjaldmiðla. 70-80 prósent þessara lána voru tekin á árunum 2006 og 2007 þegar gengi krónunnar var hvað sterkast. Frá árslokum hefur gengisvísitalan hækkað um 90 prósent. Í dag er verðmæti þessara lána samtals um 150 þúsund milljónir króna, eða 150 milljarðar. Fjögur fyrirtæki hafa veitt bílalán í erlendri mynt. ■ SP er dótturfyrirtæki Landsbankans (NBI). ■ Hjá Íslandsbanka eru bílalán hluti af almennri starfsemi bankans. ■ Avant er eign skilanefndar Glitnis. ■ Lýsing er í eigu Exista. Eignir þess hafa verið veðsettar Deutsche Bank. Félagsmálaráðherra hefur undanfarnar vikur þrýst á þessi fyrirtæki að afskrifa hluta af bílalánum almennings, sem eru í mörgum tilvikum mun hærri en endursöluverð bílsins sem settur var að veði til tryggingar láninu. Upphaflega var rætt um að færa lánin niður þannig að það sem væri umfram 110% af markaðsverði félli niður. Gagnrýnt var að sú aðferð mundi fyrst og fremst nýtast eigendum dýrra bíla. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra frá því, að hann vonaðist til að ná samning- um við fyrirtækin um að færa bílalán yfir í krónur. Lánin yrðu verðtryggð en bæru síðan 15 prósent álag. Álagið dregur úr tjóni fyrirtækjanna og mætir vaxtamun en algengt er að bílalán í erlendri mynt hafi borið 2-3 prósent vexti en vextir lána í íslenskum krónum eru mun hærri, eins og kunnugt er. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er miðað við 7,95 prósent vexti verðtryggðra bílalána eftir yfirfærslu í krónur. Skulda 150.000.000.000 krónur í bílalán OPIÐ skírdag, laugardag og annan í páskum frá kl. 11-17 ís og annað góðgæti fyrir börnin annan í páskum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.