Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.04.2010, Qupperneq 20
20 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Öldin sem leið kvaddi líkt og hún heilsaði: með blóðugu stríði á Balkanskaga. Fyrsta stríðið brauzt út 1912, þegar Búlgarar, Grikkir og Serbar reyndu að brjótast undan yfirráð- um Tyrkja og Serbar reyndu að tryggja sér aðgang að Adríahafi, en Serbía var og er landlukt. Árið eftir hófst annað stríð, og þar börðust einnig Makedónar og Svartfellingar auk fyrr nefndra þjóða. Byssuskotið í Sarajevó Árið þar á eftir, 1914, kveikti eitt byssuskot í Sarajevó, höfuð- borg Bosníu, styrjaldarbál um alla álfuna. Fyrri heimsstyrjöld- in 1914-1918 kostaði 19 milljón- ir mannslífa. Stríðinu lauk með friðarsamningum, sem lögðu þungar kvaðir á Þjóðverja og grunninn að nýrri heimsstyrjöld 1939-1945, og hún kostaði 50-60 milljónir mannslífa. Eftir hrun Sovétríkjanna 1991 leystist Júgó- slavía upp í frumeindir sínar, sex sjálfstæð ríki (Bosníu, Króa- tíu, Makedóníu, Serbíu, Slóveníu og Svartfjallaland), eins og hún hafði gert í síðari heimsstyrjöld- inni. Til þess voru háð ekki færri en fimm borgarastríð á Balk- anskaganum 1991-2001. Ófrið- urinn leiddi af sér mannfall og voðaverk. Tvær og hálf milljón- ir manns misstu heimili sín, og 300.000 manns týndu lífi. Þessar hörmungar áttu sér stað fyrir aðeins 10-20 árum í Evrópu, örstutt frá landamærum ESB. En nú ríkir friður á svæð- inu. Nokkrir helztu sökudólgarn- ir hafa verið dregnir til ábyrgðar frammi fyrir alþjóðlega stríðs- glæpadómstólnum í Haag. Lönd- in á Balkanskaga eru ekki lengur púðurtunna eins og á fyrri tíð. Svo er einkum fyrir að þakka frjálsum viðskiptum að undirlagi ESB og von Balkanþjóðanna um að komast inn í ESB sem fyrst líkt og Grikkland, Búlgaría og Rúmenía. Sænski hagfræðingur- inn Per Magnus Wijkman, fyrr- um aðalhagfræðingur Fríverzl- unarsamtaka Evrópu (EFTA), lýsir þróuninni vel í nýrri bók, Frihandel för fred (2009). Frí- verzlun er þaulreynt tæki til að stilla til friðar meðal gamalla óvinaþjóða og lyfta lífskjörum almennings. Friðarbandalag Evrópusambandið var sett á laggirnar í áföngum eftir síðari heimsstyrjöldina til að tryggja frið í álfunni. Þetta tókst, en þó ekki á Balkanskaga fyrr en eftir 2000. Fjölgun sambandsríkj- anna tekur tíma. Slóvenía er eina landið, sem var áður hluti Júgó- slavíu og er nú í ESB. Slóven- ía gekk þangað inn 2004. Næst kemur röðin að Króatíu, trúlega 2012. Eitt af öðru munu löndin á Balkanskaga trúlega fá inn- göngu í ESB. Þannig verður hægt að ljúka ætlunarverki stofnenda ESB, en það var að tryggja var- anlegan frið í Evrópu allri. Tyrkland og EES Þá hljóta böndin að berast að Tyrklandi. Þar búa rösklega sjö- tíu milljónir manna og bíða þess, að ESB veiti þeim inngöngu. ESB hikar í málinu meðal ann- ars vegna mannréttindabrota í Tyrklandi, en fleira hangir á spýtunni. Tyrkland er í reynd- inni tvö lönd. Annað er Evrópu- land á gömlum meiði, eitt af stofnríkjum NATO, en hitt er Asíuland með sterkar taugar til Arabalandanna í Austurlöndum nær. Efasemdir um, að Tyrk- land eigi heima í ESB, snúa eink- um að austurhluta landsins, þar sem minna fer fyrir evrópskum menningarhefðum en í Istan- búl og nærsveitum í vestanverðu landinu. Frökkum, Þjóðverjum og öðrum er umhugað um að koma til móts við Tyrki án þess þó að veita þeim að svo stöddu færi á að semja um aðild að ESB. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort til greina komi að bjóða Tyrkj- um aðild að EFTA og EES-samn- ingnum, þar eð hann felur í sér aukaaðild að ESB án áskriftar að sameiginlegri landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu ESB og án áskriftar að evrunni. EES-samn- ingnum var einmitt ætlað að vera þjálfunarbúðir og biðstofa handa löndum, sem þurftu tíma til að ákveða, hvort þau vildu gerast fullgildir aðilar að ESB. Í Tyrk- landsmálinu þarf ESB umþóttun- artíma. Með tilboði um aðild að EES væri Tyrkjum veitt færi á að tengjast Evrópu nánari bönd- um, sem gætu orðið til að efla frið og styrkja umbótasinna í Tyrklandi og veikja afturhalds- öflin, sem horfa frekar til Araba- ríkjanna en Evrópu. Öll gömlu EFTA-löndin önnur en Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss hafa kosið að ganga í ESB. EES- samningurinn myndi gegna upprunalegu hlutverki sínu enn betur en hann gerir nú, væri hann notaður sem umgerð utan um nánari tengsl milli Tyrklands og Evrópu. Friður á Balkanskaga Í DAG | Fríverslun og friður ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Saga dymbilviku og páska hittir í mark. Hún hittir í mark vegna þess að hún fjallar um stöðu okkar í lífinu og afstöðuna til samfélags- ins. Hún dregur upp myndir af því að stundum töpum við og stundum sigrum við. Hún segir sögu samfélags sem er vonlaust og óöruggt en fær hugrekki og trú til að breyta heiminum. Fyrri myndin tengist skírdegi og föstudeginum langa. Við sjáum hvernig boðskapur Jesú og sú von og trú sem hann kveikti í hjörtum mannanna lýtur í lægra haldi fyrir valdinu. Hvernig mannúð og kærleikur víkur fyrir hagsmunagæslu og valdbeit- ingu. Þau sem voru samankomin við síðustu kvöld- máltíðina, mynduðu skjálfandi, óöruggt samfélag, sem þurfti að sjá á bak vonum sinna um betri heim. Þau áttu samfélag hugrekkis og sannfæringar, en þurftu að færa stórar fórnir. Föstudagurinn langi stend- ur fyrir átök mannúðar og laga. Jesús helgaði líf sitt þjónustunni við aðra og gekk á undan í því að breyta samfélaginu til mannúð- ar. Hann gekk gegn viðteknum gildum og lögum hagsmunanna. Sú ganga endaði á krossi. Barátt- an fyrir mannúð kostar hugrekki og sannfæringu og hún krefst alls. Krossinn er hvatning okkar til að leggja okkar af mörkum til þess að gera heiminn betri. Krossinn er áminning um að hið góða er hvorki ókeypis né létt. Við hlið myndarinnar af vonlausu samfélagi skír- dags og föstudagsins langa er myndin af páskunum. Egg og ungar, blóm og laufgaðar greinar eru lífs- tákn. Páskarnir eru tákn um trúna og hugrekkið, tákn um málstað Jesú sem rís upp í lífi þeirra sem trúa á hann. Upprisan gefur kraft til að trúa, vona og elska og til að feta í fótspor Jesú. Upprisan gefur fyrirheit um að ef við sýnum við sama hugrekki og hann breytum við samfélaginu. Höfundar eru prestar. Vonlaust samfélag? ÁRNI SVANUR DANÍELSSON KRISTÍN ÞÓRUNN TÓMASDÓTTIR J óhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að ríkisstjórnin myndi ráðast í erfiða uppstokkun í ríkisrekstrin- um. Jóhanna sagðist telja raunhæft að fækka ríkisstofnunum um 30-40% á næstu tveimur til þremur árum. Það felur í sér að stofnunum fækki um 60-80. Á næsta ári er stefnt að því að bæta rekstur ríkissjóðs um 50 milljarða króna. Meirihlutinn af þeirri upphæð verður að skila sér með lækkun útgjalda. Samtök ríkisstarfsmanna bregðast við með því að fara fram á að við sameiningu stofnana og hagræðingu verði störf ríkisstarfs- manna tryggð. Það er því miður tóm óskhyggja, haldi menn að hægt sé að hagræða í ríkisrekstrinum án þess að fækka fólki. Til þess er launakostnaður alltof hátt hlutfall af útgjöldum ríkisins. Staðreyndin er sú að á undanförnum áratugum hefur starfsemi hins opinbera á Íslandi blásið út. Áratuginn 1998-2007 hækkuðu útgjöld ríkisins á hvern landsmann um 32% á föstu verðlagi – næst- um því þriðjung. Það kom ekki niður á afkomu ríkissjóðs vegna þess að um leið hækkuðu tekjur ríkisins á mann um meira en 46%. Á sama tíma fjölgaði opinberum starfsmönnum miklu hraðar en starfsfólki á almennum vinnumarkaði. Þannig standa hlutfallslega færri skattgreiðendur á almenna markaðnum undir fjölguninni í ríkisgeiranum. Sú þróun endar með ósköpum, sé ekkert að gert. Það er kaldhæðnislegt að þessi gríðarlega útgjaldaaukning og fjölgun ríkisstarfsmanna átti sér stað á áratug sem oft er kenndur við frjálshyggju. Gríðarlegur vöxtur landsframleiðslu og tekju- aukning ríkisins skapaði ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokki og síðar Samfylkingu þægilegt starfsumhverfi, þar sem sjaldan þurfti að segja nei við kröfum um aukin útgjöld og fátt var því til fyrirstöðu að setja nýjar ríkisstofnanir á fót. Nú stendur fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin frammi fyrir því að þurfa að ráðast í svakalegri niðurskurð en áður hefur þekkzt. Tölurnar um vöxt ríkisútgjalda í góðærinu sýna þó fram á að svigrúmið til útgjaldalækkunar er mikið. Eða var grunnþjónusta hins opinbera í kaldakoli fyrir tíu árum? Má ekkert vinda ofan af þeirri aukningu útgjalda, fjölgun stofnana og starfsmanna sem átti sér stað í bullandi góðærinu? Með sameiningu ráðuneyta, fækkun ráðherra og sameiningu stofnana, sem í dag starfa undir mismunandi ráðuneytum, má slá tvær flugur í einu höggi. Spara útgjöld og gera stjórnsýsluna skilvirkari. Hugmyndir um sameiningu iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyta í eitt ráðuneyti eru þannig afar skyn- samlegar. Auk sparnaðarins þýða þær vonandi að stefna verður í vaxandi mæli mörkuð út frá þörfum atvinnulífsins í heild fyrir hagstæð, almenn starfsskilyrði í stað þess að einblínt sé á sérhags- muni einstakra atvinnugreina. Þetta verkefni, eins og svo mörg önnur, mun reyna mjög á rík- isstjórnina. En ætli hún sér að starfa áfram má hún ekki hvika frá markmiðunum um lækkun ríkisútgjalda. Lántökur til að fjár- magna hallann á ríkissjóði kosta skattgreiðendur tugi milljarða í vaxtagreiðslur á hverju ári. Ef menn ætla ekki að færa vandann til næstu kynslóða verður að taka á honum nú. Það er óskhyggja að halda að ríkisstarfsmönn- um muni ekki fækka á næstu árum: Vinstristjórn sker ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR H-lista í vor Heiðarleika í stað spillingar Halda fl ugvellinum og orkulindunum Hafna óréttlæti fjórfl okksins Borgarmálafélag F-lista Við viljum Fávitunum fjölgar Fábjánakenning Þráins Bertelsson- ar fékk byr undir báða vængi á vef Jónasar Kristjánssonar í gær og flaug fávitaþýðið úr fimm prósentum upp í að minnsta kosti fjörutíu. „Hvar í heiminum haldið þið að girða þurfi hraunstraum, svo að fólk hlaupi ekki út í hann? Það er auðvitað hjá þjóð, sem að mestu er skipuð fávitum. […] Þetta er eina þjóð heimsins, sem gat framkallað algert hrun ríkis og þjóðar. Það gerði hún með 40 prósenta stuðningi við græðgi, spill- ingu, bankamútur og Davíð. Þessa þjóð kalla ég algera fávita.“ Býður einhver betur? Óþrjótandi auðlind Sjálfbærni er lykilorð á fyrsta áratug 21. aldar. Það veit Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem hefur nútímavætt lunderni sitt og komið sér upp sjálf- bærri þolinmæði; í öðru hverju viðtali er þolinmæði Gylfa og verkalýðs- hreyfingarinnar á þrotum. En einhvern veginn dugar hún alltaf áfram. Óvænt ályktun Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, skrifar pistil á heimasíðu sína um ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á flokksstjórnarfundi Samfylkingar um liðna helgi. Björn segist túlka ræðuna á þann veg að ríkisstjórn- in sé komin að fótum fram og ætti að segja af sér. Kannski það. En hvað gæti Jóhanna Sigurðardóttir svo sem sagt til að Björn Bjarnason kæmist að annarri niðurstöðu en þeirri að ríkisstjórnin sé komin að fótum fram og eigi að segja af sér? bergsteinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.