Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 22
 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR OPIÐ ALLA PÁSKANA! alltaf í leiðinni! UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnumál Á fundi um framgang stöðug-leikasáttmálans, sem haldinn var sl. þriðjudag, voru fulltrúar allra aðila að samningnum mætt- ir, nema frá Samtökum atvinnu- lífsins. Þar var skarð fyrir skildi, því fulltrúar SA eru allajafna bæði viðræðu- og tillögugóðir. Viðstaddir skoruðu á SA að koma aftur að borðinu og halda áfram mikil- vægu samstarfi á vettvangi stöðugleikasáttmálans. Sáttmálinn var gerður sl. sumar með það að markmiði að stuðla að endurreisn efnahagslífs- ins. Hann er í 14 liðum sem ýmist snúa að beinum aðgerðum eða fela í sér viljayfirlýsingu um ráðstaf- anir, sem eru á valdi annarra en stjórnvalda. Þegar farið er yfir þættina, svo sem kjarasamninga, ríkis- fjármál, aðgerðir í þágu lántakenda og skuldsettra heimila, endurreisn bankanna, málefni sveitarfé- laga, lífeyrissjóða og stéttarfélaga, hljóta allir að viðurkenna að staðið hefur verið við sáttmálann í meginatriðum. Það sem út af stendur er annaðhvort ekki á valdi stjórnvalda eða afleiðingar af töfum sem orðið hafa á því að ljúka Icesave-málinu og á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þar má nefna m.a. aðgang að erlendu lánsfé, lækkun stýrivaxta umfram þá helm- ingslækkun sem orðin er og afléttingu gjaldeyris- hafta. Auðvitað er hægt að gráta hið liðna eða leggj- ast í ásakanir um það hverjum tafir og hindranir í vegi framkvæmda og athafna eru að kenna. Það skilar okkur hins vegar ekkert áleiðis. Við erum í afar þröngri stöðu meðan Ísland er í fjárhagslegri einangrun frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Úr henni verðum við að spila eins og hægt er innan marka raunsæis og getu þjóðarbúsins. Það sæmir ekki að leggjast í hugarvíl þegar vorar og lóan er komin. Meira skorið en skattað Í sérstakri auglýsingu frá SA er því haldið fram að skattar á heimili og fyrirtæki hafi aukist umfram það sem gengið var út frá við gerð stöðugleikasátt- málans, og skattaleg umgjörð fyrirtækja sé óhag- stæðari en áður. Ekki var um það deilt að mikil- vægasta verkefni stjórnvalda væri að ná tökum á ríkisfjármálum til þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar eftir bankafall og gjaldeyr- ishrun. Sátt var um að í þeim átökum yrði hlutfall aukinna skatta 45% en niðurskurður á útgjöldum ríkisins 55%. Samkvæmt tölum úr fjárlögum 2010 og fjáraukalögum 2009 bættu aðgerðir í ríkisfjár- málum frumafkomu ríkissjóðs um 4,7% af VLF. Þar af koma 1,8% af hækkun skatta og 2,9% af lækkun ríkisútgjalda og skiptist því á tekjuhlið og gjalda- hlið í hlutföllunum tæplega 40% tekjumegin á móti rúmlega 60% útgjaldamegin. Af þessum tölum má ráða að fullyrðing SA fær með engu móti staðist. Því má bæta við að ríkulegt samráð var haft við aðila sáttmálans um útfærslu nýrra skatta, ekki síst SA og ASÍ. Vegna þess voru skattar færðir af stóriðju og útgerðarfyrirtækjum yfir á almennt atvinnulíf í formi hækkaðs trygging- argjalds. Ég hef áður lýst áhyggjum vegna íþyngj- andi áhrifa tryggingargjalds á lítil fyrirtæki og tel að eitt brýnasta verkefnið sé að létta þær álögur þegar úr tekur að rætast fyrir ríkissjóði. Íslensk fyrirtæki bera ekki hærri skatta en almennt gerist í þeim löndum sem næst okkur eru. Og nýleg lög um hvata til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunar- fyrirtækjum og frumvarp um rammalög vegna fjár- festinga á Íslandi eru dæmi um aðgerðir til þess að hvetja til fjárfestinga. Aðgerðir í atvinnumálum Þannig væri hægt að fara yfir alla þætti stöðug- leikasáttmálans og sýna fram á að reynt hefur verið að vinna eftir fremstu getu að framgangi hans í einu og öllu í mjög góðu samstarfi og með tíðum fundahöldum aðila sáttmálans. Stjórnvöld eru að sjálfsögðu sammála SA um að öllu skipti að berjast gegn atvinnuleysi í landinu. Ég hef góðar vonir um að atvinnuástand glæð- ist með vorinu þar sem mikill gangur er í ferða- mennsku og tækniiðnaði svo og í sjávarútvegi og áliðnaði. Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að auka afla- heimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka. Stórátak fram undan Á næstu vikum mun ríkisstjórnin kynna margvís- legar aðgerðir í atvinnumálum sem snúa m.a. að vegagerð og samgöngumálum, atvinnumálum náms- manna, byggingarframkvæmdum á vegum opin- berra aðila, viðhaldsframkvæmdum og öðru sem tengist háannatímanum í sumar og fram á haust. Sérstök áhersla verður lögð á uppbyggingu hjúkrun- arrýma og ríkisstjórnin hefur heimilað undirbúning að byggingu nýs fangelsis sem lengi hefur staðið til. Byggingariðnaðurinn er sérstakt vandamál sem ríkisstjórnin hefur fengist við t.d. með því að ýta undir viðhaldsframkvæmdir um land allt með afnámi virðisaukaskatts. Það kemur einnig til greina að veita þeim einstaklingum og fyrirtækj- um skattafslátt sem leggja í slíkar framkvæmdir. Á vegum stjórnvalda og í samvinnu við sveitarfélög- in er verið að vinna að áætlun um stórfelldar flýti- framkvæmdir í viðhaldsmálum sem verður mjög umfangsmikil og mannaflafrek. Framkvæmdir í orkugeiranum geta haft mikil áhrif á ástandið í atvinnumálunum á næstu misser- um. Það er mikill misskilningur að ríkisstjórnin sé þar helsti þröskuldurinn. Aðgangur orkufyrirtækja að fjármagni, fjárhagsgeta þeirra og vilji iðjufyrir- tækja til að gera bindandi orkusamninga er það sem er afgerandi þegar litið er til næstu missera. Ríkis- stjórnin stendur þar ekki í veginum á nokkurn hátt en fylgist vel með og er reiðubúin að leggja hönd á plóginn ef með þarf. Höfundur er forsætisráðherra. Sannleikurinn um sáttmálann JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Á vegum stjórnvalda og í samvinnu við sveitar- félögin er verið að vinna að áætlun um stór- felldar flýtiframkvæmdir í viðhaldsmálum sem verður mjög umfangsmikil og mannaflafrek. Af hverju þessi hjarðmennska? UMRÆÐAN Svavar Gestsson skrifar um Icesave Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi.“ Þannig kemst einn þingmanna Icesave- meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu. Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þús- und sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnun- inni hér á undan. Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar grein- ar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismað- ur, Kristinn H Gunnars- son fyrrv. alþingismað- ur og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesa- ve-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þre- menningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir – ekki rétt? – í lýðræð- isríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir. Það hefur einmitt verið ein- kenni umræðunnar um Icesa- ve að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoð- unin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorláksson- ar. Við vorum og erum úthrópað- ir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjör- stað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefn- um í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman. Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að grein- inni sem vitnað var til í upp- hafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum.“ Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðn- ing við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitn- að til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auð- vitað ekki. En það er rétt; atvinnuleysi er böl. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. SVAVAR GESTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.