Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 26

Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 26
26 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is SUSAN BOYLE ER 49 ÁRA Í DAG. „Ég hef alltaf verið mús- íkölsk. Ég öskraði þegar ég var smábarn, söng í hárbursta sem krakki og í sturtunni.“ Skoska söngkonan Susan Magdalena Boyd sló í gegn í breska raunveruleikaþættin- um Britain Got Talent þegar hún söng lagið „I dreamed a dream“ úr söngleiknum um Vesalingana. MERKISATBURÐIR 1855 Einokunarverslun Dana var aflögð á Íslandi. 1873 Hilmar Finsen varð fyrsti landshöfðingi Íslands. 1891 Wrigley-fyrirtækið var stofnað í Chicago. 1896 Álafoss hóf ullarvinnslu. 1924 Adolf Hitler var dæmd- ur í fimm ára fangelsi fyrir valdaránstilraun í München. 1936 Alþýðutryggingalög gengu í gildi á Íslandi. 1984 Söngvarinn Marvin Gaye var skotinn til bana af föður sínum. 2001 Slobodan Miloševic, fyrr- verandi forseti Júgóslavíu, gaf sig fram við sérsveit- ir lögreglu. Tölvufyrirtækið Apple var stofnað af Steve Jobs, Steve Wozniak og Ronald Wayne þennan dag árið 1976. Apple er bandarískt raf- tækjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Cupertino í Kaliforníu. Apple þróar, framleiðir og selur meðal annars borðtölvur, fartölvur, marg- miðlunarspilara og síma. Steve Wozniak handsmíðaði Apple I-tölvurnar í stofunni hjá foreldrum Steve Jobs. Tölvurnar voru kynntar almenningi í Home- brew Computer Club sem var áhugamannafélag um tölvur sem starfaði í Kísildal. Alls voru smíð- aðar 200 Apple I-vélar sem innihéldu móður- borð (með örgjörva, vinnsluminni og skjákorti). Þær komu á markað árið 1984. Fyrirtækið hét Apple Computer Inc. fyrstu 30 árin. Hinn 9. janúar 2007 var orðinu „computer“ hins vegar sleppt úr nafninu til þess að endurspegla breyttar áherslur þar sem fyrirtækið einblíndi ekki lengur á einkatölvuna heldur einnig annars konar tækjabúnað og sölu á afþreyingarefni. Meðal annarra þekktra vörumerkja Apple má nefna margmiðlunarspilarann iPod sem kom fyrst á markað 2001, farsímann iPhone sem kom á markað í júní 2007 og nýjasta viðbótin er iPad Apple var sett á hlutabréfamarkað hinn 3. janúar árið 1977. ÞETTA GERÐIST: 1. APRÍL 1976 Apple-fyrirtækinu komið á fót 40 ára afmæli Fertugur er í dag Hrólfur Hjaltason sagnhafi Víðimel 36. Boðið verður upp á koníak og kleinur milli kl. 17 og 20 á Fimmvörðuhálsi. Allir velkomnir, allar g jafi r afþakkaðar nema í peningum. Afhendist í Icesave sjóð Íslands eða beint til alþjóða Gjaldeyrissjóðsins. 70 ára afmæli Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson Er 70 ára í dag, 1. apríl ´10. Hann er fæddur og uppalinn á Hauganesi v/Eyjafjörð, en lengst af búið í Kópavogi. Hann er mikill félagsmálamaður og nýtur þess, svo og einn af þessum lífslistamönnum sem fl est geta ef reyna. Hann er vélvirkjameistari, vél- fræðingur, starfaði sem vélstjóri, framkv. stj., forstjóri og hótelstjóri. Smíðaði sinn eigin jeppa, sem hann er búinn að eiga í 54 ár. Svo og skúlptúra, haldið 10 olíumálverkasýningar sjálfur eða með öðrum. Einn af stofnendum Fél. Frístundamálara. Samið texta og á nú 10 tónverk við eigin texta. Einn af stofnendum Rótarýklúbbsins Þinghóll. Er í skipulagsnefnd Kópavogs, svo stiklað sé á nokkrum atriðum. Í tilefni þessara tímamóta býður hann ætting jum og vinum að eiga dagstund með sér í Glersalnum Salavegi 2, Kóp. í dag, 1. apríl, milli kl. 16.00 og 19.00. Ekkert gabb núna. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Benedikt Þorvaldsson húsasmiður, frá Hólmavík, Hrafnistu, Reykjavík, lést þriðjudaginn 30. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Guðbrandur Benediktsson Guðlaug Þorkelsdóttir Þorvaldur Helgi Benediktsson Sigurlaug Gísladóttir Birgir Benediktsson Sigrún Sigurðardóttir Sigrún Benediktsdóttir Steinþór Benediktsson Hildur Guðbjörnsdóttir og afabörn. Steingríms Þórðarsonar frá Ljósalandi í Vopnafirði og Höllu Eiríksdóttur frá Eskifirði. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug vegna andláts foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, Eiríkur Sigríður Steingrímsson, Sigurjónsdóttir Þórður Guðbjörg Steingrímsson, Eysteinsdóttir Elsa Albína Hans Guttormur Steingrímsdóttir, Þormar og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðlaugar Sigurjónsdóttur Hrafnistu Reykjavík, áður Ásvegi 16. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar A-3, fyrir góða umönnun. Ólöf Einarsdóttir Bogi Þórðarson Sigurlaug Einarsdóttir Erna Einarsdóttir Bergþór Einarsson Einar Örn Einarsson Hulda Sólborg Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og tengdasonur, Jón Ingvi Sveinsson Skarðshlíð 17, Akureyri, lést að heimili sínu þann 26. mars. Útför hans fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Akureyri þann 6. apríl kl. 14. Jarþrúður Sveinsdóttir Pétur Á. Jónsson Guðrún Kristjánsdóttir Margrét S. Jónsdóttir Arnar Þorbjörnsson Sveinn Kr. Jónsson Aðalgeir A. Jónsson Inga S. Arnardóttir barnabörn, langafadrengur Aðalheiður Björgvinsdóttir. Bróðir okkar, fósturbróðir og mágur, Ingimar Oddsson frá Presthúsum í Garði, lést á heimili sínu í Linköping í Svíþjóð 15. mars. Sóley Oddsdóttir Eyjólfur Gíslason Helga Tryggvadóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Elskulegur sonur okkar, faðir, tengda- faðir, afi, sambýlismaður og bróðir Gylfi Gunnarsson rafeindavirkjameistari, lést mánudaginn 29. mars. Útförin verður auglýst síðar. Elsa Árnadóttir Magnús Ragnarsson Haukur Gylfason Margrét M. Olsen Bríet Alda Hauksdóttir Olsen Guðrún Sigurðardóttir Valgerður Gunnarsdóttir Guðjón G. Magnússon Auður S. Magnúsdóttir Kristinn Sigurðsson Ragna J. Magnúsdóttir Jón Bjarni Geirsson. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa hafið samstarf um að bjóða upp á MA-nám í menningarfræði. Í menningarfræði er helstu kenning- um samtímans á sviði hug- og félags- vísinda stillt saman í tilraun til að byggja upp sjálfstæða og gagnrýna hugsun um samfélag og menningu. Nemendur útskrifast með sameigin- lega gráðu frá báðum skólum. Að sögn Ástráðar Eysteinssonar, forseta fræða- sviðs Háskóla Íslands, er þetta eitt viðamesta samstarf sem skólinn hefur tekið upp við einkarekinn háskóla. „Menningarfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands sem aukagrein til BA-prófs. Það hefur staðið til lengi að bjóða upp á þverfaglegt framhalds- nám fyrir nemendur úr ýmsum grein- um, aðallega félags- og hugvísindum. Menningarfræði býður upp á mikla fjölbreytni og nemendur geta nýtt sér ólíkar tengingar og bakgrunn.“ Fjárhagslegar aðstæður réðu því hins vegar að framhaldsnám í menn- ingarfræðum frestaðist og að leitað var til Bifrastar eftir samstarfi. „Þar er boðið upp á MA-nám í menningar- stjórnun, sem er auðvitað skylt svið, og þar er líka Jón Ólafsson prófessor, fyrrum kennari við Háskóla Íslands og mikill áhugamaður um þessi mál. Það var í samráði við hann sem við lögðum upp í þetta ferðalag.“ Ástráður segir ekki auðvelt að splæsa saman prófgráðum tveggja háskóla, sérílagi þegar annar er ríkis- rekinn en hinn einkarekinn. „Það tók langan tíma að finna rétta farveginn. En ég held að það hafi verið fyrirhafn- arinnar virði. Án þessa samstarfs hefði hvorugur skólinn varla geta boðið upp á þetta nám. Þótt skólarnir séu í sam- keppni er líka mikilvægt að þeir sam- nýti kraftana þar sem við á.“ Nokkur vaxtarbroddur hefur verið í menningartengdu framhaldsnámi með hagnýtar áherslur. Ástráður segir það endurspegla meiri ásókn. „Fleiri ljúka meistaranámi án þess að stefna endi- lega á doktorspróf eða vísinda- eða fræðistarfi. Fyrir vikið hafa praktísk- ar áherslur aukist í MA-náminu í bland við fræðilegar áherslur. Þetta nám er enn einn liðurinn í því.“ bergsteinn@frettabladid.is HÁSKÓLI ÍSLANDS OG BIFRÖST: LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA Í NÝRRI NÁMSGREIN Býður upp á mikla fjölbreytni ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON Segir lengi hafa staðið til að bjóða upp á nám í menn- ingafræði á framhaldsstigi en fjárhagslegar ástæður staðið í vegi fyrir því. Samstarf skól- anna hafi gert kleift að bjóða upp á námið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.