Fréttablaðið - 01.04.2010, Side 27

Fréttablaðið - 01.04.2010, Side 27
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Stóra kjólamálið kom vitaskuld illa við okkur og þar sem Ríkisút- varpið er í eigu allra landsmanna tökum við ábendingum þar um fagnandi og komum til móts við óskir um það sem betur má fara. Til þess treystum við engum betur en Lindu sem nú mun vaka haukfrán- um augum yfir öllu sem verið gæti fagurfræðilega vafasamt í búninga- framsetningu Sjónvarpsins,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um ráðningu Lindu í starfið, sem ekki var auglýst. Íslensku þjóðinni er í fersku minni óvænt framlag Lindu í þjóð- félagsumræðuna þegar hún sagði sjónvarpskonurnar Evu Maríu Jóns- dóttur og Ragnhildi Steinunni Jóns- dóttur hafa verið í ljótustu kjólum sem sést hefðu í sjónvarpi og Sjón- varpinu bæri skylda til að sýna það fremsta og besta sem gerðist í íslenskri fatahönnun. Linda hefur orðið: „Mér hefur lengi blöskrað útgangur sjónvarps- fólks í flestri þáttagerð Sjónvarps- ins enda alls ekki nógu gott. Sem þjóðarfjölmiðill er áríðandi að vitna meira í íslenska náttúru og íslensk gildi; ekki síst þegar þjóðin á jafn bágt og um þessar mundir,“ segir Linda sem sýnir afrakstur fyrstu búningagerðar sinnar fyrir Sjón- varpið í húsakynnum Listaháskól- ans við Skipholt í dag, skírdag, þar sem hún segist einnig munu taka tilmælum fagnandi, enda búning- arnir almannaeign. Eitt af fyrstu verkefnum Lindu er betri útfærsla á búningum Stundar- innar okkar, en það er að ósk sjón- varpsstjóra sem kallar á aukið áhorf karla á barnaefni Sjónvarpsins. „Í tímans rás höfum við hjá Sjón- varpinu reynt að stuðla að aukn- um samverustundum feðra með börnum sínum með því að hafa góðan kvenkost á skjánum, en sam- kvæmt skoðanakönnunum hefur músin Björgvina Fransína ekki skilað því sem skyldi. Því er eitt af fyrstu verkum Lindu að útfæra léttari klæðnað fyrir kvenpersónu í þessum tilgangi, og verður frum- sýnt í Stundinni okkar á páskadag,“ segir Páll spenntur yfir nýrri ásýnd sjónvarpsfólks undir öruggri hand- leiðslu Lindu. „Ef vel til tekst finnst mér engin spurning að Linda taki yfir hönn- un kjóla fyrir meiri háttar viðburði á sjónvarpsskjánum, eins og Júró- visjón, spurningakeppnir og jafn- vel kosningasjónvarp, þar sem líka hefur verið kvartað undan smekk- leysi í fatavali sjónvarpsfólks sem og viðmælenda. Sjálfur væri ég alveg sáttur við að Linda setti svip sinn á sem flesta í sjónvarpi allra landsmanna, jafnvel sjálfan mig,“ segir Páll sem þekktur er fyrir ein- faldan smekk. Undir þetta tekur Linda: „Draum- urinn er auðvitað Júróvisjónkjóll- inn, sem er aðalnúmerið á þeim mikla menningarviðburði sem Sjón- varpið setur allan sinn pening í. Ég vil endurvekja og ná aftur þeirri einlægni sem Júróvisjón hefur tapað.“ thordis@frettabladid.is Sátt í stóra kjólamálinu Linda Björk Árnadóttir, aðjúnkt í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, hefur verið ráðin listrænn ráðunautur í búningadeild Ríkissjónvarpsins. Útvarpsstjóri segir kröfum sjónvarpseigenda mætt. Linda situr hér við teikningu á nýjum búningi fyrir Stundina okkar á páskadag. Hún segir klæðnaðinn hafa sterka tilvísun í íslenska náttúru, með stuðlabergi yfir axlir. Kanínuhugmyndin kviknaði svo á göngu um Öskjuhlíð þegar hún sá að náttúran á sér nýjar birtingarmyndir í nærumhverfinu þegar fjörlegar kanínur stukku á milli steina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÓRINN HYMNODIA kemur fram á miðnætur- tónleikum í Akureyrarkirkju að kvöldi föstudagsins langa. Kvenraddir Hymnodiu eru í aðalhlutverki í þessari dagskrá. Meðal annars verður flutt verkið Stabat Mater eftir Pergol- esi og verk með sama nafni eftir Marc-Antoine Charpentier. Kirkjan verður myrkvuð að mestu. Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Takmarkað magn af IQ-Care heilsudýnum og Proflex stillanlegum rúmum á sértilboði frá framleiðanda Proflex 2x80x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 339.900 - verð áður kr. 429.000 Proflex 2x90x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 349.900 - verð áður 459.000 Listh Fermingartilboð sjá www.svefn.is www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.