Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 01.04.2010, Qupperneq 28
„Ég hlakka heldur betur til pásk- anna þó minnugur þess að gleð- in kostaði líf Guðs sonar. Maður skynjar umskiptin svo sterkt á páskadagsmorgun, eftir að hafa gengið í gegnum texta Biblíunn- ar um síðustu kvöldmáltíðina og píslarsöguna, því þá kemur upp- risuboðskapurinn og hrein unun að finna gleði taka völd á ný við það stórkostlega undur,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjars- son, sóknarprestur í Lindakirkju, þar sem heillandi dagskrá verður í hávegum höfð yfir páskadagana. Séra Guðmundur Karl segir mik- ilvægt að taka sér tíma á föstu- daginn langa til að hugsa um þann atburð þegar Jesús tók á sig syndir heimsins og dó fyrir þær á kross- inum. „Ég minnist þess að vera í pöss- un á föstudaginn langa hjá ömmu. Hún var nú ekki annáluð kirkju- kona en henni var mikilvægt að ég gerði nákvæmlega ekkert þann daginn. Jújú, allt í lagi, ég mátti svosem fara út, en ekki til þess að leika mér. Önnur minning er um mikla prjónakonu sem tók ekki upp prjónaskapinn fyrr en þrjú síðdeg- is, en sagði þá: „Jæja, þá ættu þessi ósköp að vera yfirstaðin“ og hóf að prjóna á ný, en þá hafði Kristur gefið upp öndina. Þessum alvarleika föstudagsins langa höfum við nú tapað, en flestir eru enn meðvitaðir um mesta sorg- ardag sögunnar og fallegt að sjá almenna hluttekningu sem felst í að flagga í hálfa stöng til minn- ingar um dauða Krists,“ segir séra Guðmundur Karl sem nú heldur páska öðru sinni í Lindakirkju, en kirkjustarfið var í mun þrengri húsakosti á meðan kirkjan var í byggingu. „Nú getum við tekið mót fleirum í máltíð Drottins á skírdag, en þá setjast kirkjugestir við langborð í stað hefðbundinnar altarisgöngu og líkami Krists gengur hringinn manna á milli. Í stað oblátu hef ég venjulegan brauðhleif, en við notum líka stundum norskar lefsur, sem eru prýðilegt altarisbrauð, og einnig flatkökur eins og gert var á kristnihátíðinni á Þingvöllum. Með tímanum vonast ég til að við getum bakað okkar eigið altarisbrauð í kirkjunni,“ segir séra Guðmund- ur Karl sem temur sér hóf í páska- eggjaáti, en leggur heimilisfólkinu lið við þeirra páskaegg. „Ég tek matarvenjur páskanna ekki hátíðlegar svo að ég fasta ekki né borða fisk á föstudaginn langa. Ég er heldur aldrei með stórsteik- ur þann daginn, meðvitaður um að Kristur fékk hvorki vott né þurrt á krossinum, utan þess að varir hans voru vættar með ediki,“ segir séra Guðmundur Karl sem bíður í ofvæni eftir morgunmessu páska- dags sem hefst klukkan 8. „Mér finnst ástæða til að fagna því sem gerðist í dagrenningu að morgni. Við létum berast að það yrði morgunverður eftir messu á páskum í fyrra og viti menn; kirkjugestir komu færandi hendi með nýbakaðar brauðbollur, hnall- þórur og reykta laxinn úr kistunni. Það fór ekki á milli mála að hátíð ríkti í húsi Guðs og mikil gleði að taka daginn snemma í kirkjunni,“ segir séra Guðmundur Karl sem ætlar að halda kyrru fyrir í faðmi fjölskyldunnar um páskana. „Punkturinn yfir i-ið verður gospelkvöldvaka annan í páskum en þá má búast við þéttsetnum kirkjubekkjum. Við búum svo vel að eiga tvær frábærar söngkonur við kirkjudyrnar; Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur blússöngkonu og Regínu Ósk Óskarsdóttur sem frá fyrstu tíð hefur sýnt kirkjunni mikinn velvilja. Þær ætla að syngja ásamt fleirum undir stjórn Óskars Einarssonar tónlistarstjóra okkar, sem margir þekkja úr Fíladelfíu, og skapar galdra og eyrnakonfekt úr öllum tónlistarviðburðum sem hann kemur nálægt.“ thordis@frettabladid.is Gleðin kostaði líf Krists Um páska sveiflast vitund manna milli sorgar og gleði vegna atburða sem aldrei gleymast um Jesúm Krist, þjáningu hans, dauða og upprisu. Séra Guðmundur Karl Brynjarsson man tímana tvenna á páskum. Guðmundur Karl Brynjarsson er sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, en þar verður mikið um dýrðir í dymbilvikunni og um páskana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞÓRBERGSSETUR á Hala í Suðursveit verður opið alla páskana frá 9 til 20 til þriðjudagsins 6. mars. Opið er inn á sýningar og hægt að fá leiðsögn um þær ef óskað er. Fagnaðargjörningur verður í turni Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag er nýtt tónverk verður frumflutt. Verk fyrir kirkjuklukkur og lúðra hljómar í turni Hallgrímskirkju í dag eftir þá Viktor Orra Árna- son og Hjört Ingva Jóhannesson úr hljómsveitinni Hjaltalín og Guðmund Stein Gunnarsson og Inga Garðar Erlendsson úr Samtökum listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, S.L.Á.T.U.R. „Þetta verður magnað,“ segir Viktor Orri og rekur hugmynd að gjörningnum til Melkorku Ólafsdóttur, flautuleikara og umsjónarmanns listavöku ungs fólks. Hann segir höfundana fjóra semja verkið í félagi en þurfa ekki að skrifa út hverja einustu nótu því flytjendurnir séu flin- kir. „Við getum alveg treyst þeim til að leika eitt- hvað af fingrum fram,“ segir hann og á þar við Ellu Völu Ármannsdóttur sem leikur á horn, Grím Helgason sem blæs í klarinett, Ara Hróðmarsson básúnuleikara og Vilhjálm Sigurðsson á trompet. Hjörtur Ingvi spilar á kirkjuklukkurnar og það hlýtur að vera erfitt að æfa sig á þær, án þess að allt komist í uppnám á holtinu. Hann gerir þó ekk- ert úr því vandamáli. „Ég spila á klukkurnar í gegnum lítið hljómborð sem er neðst í kirkjunni. Það nær yfir tvær áttundir og gefur marga mögu- leika. Venjulega fer það í gang sjálfkrafa þegar til er ætlast en svo er líka hægt að spila beint á það og það ætla ég að gera. Þannig að þetta verð- ur ekkert afrek. Það er bara í útlöndum og litlum, íslenskum sveitakirkjum sem hringjarinn togar í spotta og það eru heilmikil vísindi bak við svoleið- is spilamennsku.“ En á fólk að standa úti þegar það hlustar? „Nei, þá mundu klukkurnar yfirgnæfa allt. Því er plan- ið að hafa hljóðfæraleikarana efst í stigaganginum og áheyrendur þar fyrir neðan. Þá ætti að koma gott jafnvægi í flutninginn.“ - gun Leikið á klukkur og lúðra Viktor Orri hlakkar til að taka þátt í hinum listræna fagnaðar- gjörningi klukkan þrjú í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HB FASTEIGNIR Kjarrivaxnar útsýnislóðir í Hvalfirði Til sölu eða leigu stórar, fall- egar lóðir með frábæru útsýni yfir Hval örð. Lóðirnar eru í skjólgóðri, kjarrivaxinni hlíð sem snýr mót suðri í landi Kalastaða, 55 km frá Reykjavík. Tilbúnar l a endingar. Fjölbrey afþreying í nágren-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.