Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 30

Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 30
 1. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● tómstundir Kemur út þriðjudaginn 13. apríl Sérblað um dekk Auglýsendur vinsamlegast hafið samband Hlynur Þór • hlynurs@365.is • Sími 512 5439 Nýtt námskeið, sem ber yfirskriftina Ættfræði- grúsk, hefst hjá Mími símenntun í byrjun apríl. Þar mun sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir kenna aðferðir til að finna heimildir sem er hægt að nota til að skrifa ævibrot fólks úr fortíðinni. Farið verður yfir hvar hægt er að nálgast ætt- fræðiupplýsingar, hvernig er hægt að finna upp- lýsingar um látna einstaklinga í kirkjubókum og manntölum og hvaða upplýsingar finnast í slík- um heimildum. Þá verða kynnt gögn sem geta gefið upplýsingar um efnahag og aðrar aðstæð- ur einstaklinga í fortíðinni auk þess sem farið verður í hvaða heimildir er hægt að sækja á net- inu. Eins verða gefnar leiðbeiningar um munn- legar heimildir og hvernig sé best að vinna úr upplýsingum. Námskeiðið er sex stunda og stendur frá 7. til 15. apríl. - ve Ættfræðigrúsk hjá Mími Fyrsta manntalið á Íslandi var tekið árið 1703. Eyrún fer meðal annars yfir það hvernig hægt er að finna upplýsingar um látna ein- staklinga í kirkjubókum og manntölum. ● STOLT SIGLIR FLEYIÐ MITT Sigling- ar eru indælt sport í tómstundum og ýmsir sem kenna kúnstina við að sigla. Siglingafélag Reykja- víkur, Brokey, heldur reglulega námskeið í sigl- ingum fyrir börn og fullorðna. Félagsbáturinn Sigurvon er notaður á fullorðinsnámskeiðum sem fara fram á Ingólfsgarði og á sundunum. Sjá nánar á www.brokey.is Skátaandinn er hressandi afl sem ýmsir kynnast á ung- dómsárum með flokkastarfi, útilegum, varðeldum og söng. Orðtakið: „Eitt sinn skáti, ávallt skáti“, á við marga. Meðal þeirra er Guðmundur Þór Pét- ursson verkfræðingur. „Skátastarfið er auðvitað mest fyrir börn og unglinga þótt einstaka vit leysingar eins ég séu að grautast í því líka,“ segir Guðmundur Þór glaðlega. Hann var nýlega kjörinn félagsforingi skátafélagsins Skjöld- unga sem starfar í Vogahverfinu í Reykjavík og hefur verið viðriðinn það svo lengi sem hann man. „For- eldrar mínir voru báðir í skátunum og ég var kominn á skátamót sem ungbarn. Svo gengur hann í erfðir þessi góðkynja sjúkdómur og verð- ur að lífsstíl.“ Skátastarfið felst í mannrækt í víðum skilningi þess orðs og Guðmundur Þór viður- kennir að ávallt sé þörf á fullorðnum einstakl- ingum sem tilbúnir séu til að gefa af tíma sínum, halda utan um starfið og miðla hinum yngri. Hann upplifði að fara á alheimsmót skáta í Ástr- alíu 17 ára gamall en fyrri hluta Gilwell-námskeiðs sem er hápunktur foringjaþjálfun- ar, tók hann á Úlfljótsvatni í ágúst í fyrra. „Það var gaman að vinna fram á nótt með höfuðljós við að súrra saman trönur í mannvirki og keppa við hina flokkana,“ segir hann og kveðst hafa nýlokið síðari hluta námskeiðsins. Guðmundur Þór er í vinnunni en hátt í 50 Skjöld- ungar í árlegri páska- útilegu á Úlfljótsvatni þegar viðtalið við hann fer fram. Flestir þeirra eru á aldrinum 10-16 ára en nokkrir eldri, að hans sögn. „Þessir krakkar eru með hug- myndaflugið í lagi,“ segir hann hlæjandi. „Þeir ætla að hafa jólaþema með tann- læknaívafi og nætur- leikurinn á að fjalla um brjálaðan tannlækni. Þá fara þeir út um mið- nætti að leita að einhverjum fjár- sjóði.“ Ekki segir hann þó gott að giska á hver fjársjóðurinn sé. „Í síð- ustu útilegu var hægt að finna fullt af peningabunkum en einn hópur- inn fann tóma flösku, annar vatns- flösku og sá þriðji flösku með mold. Þar reyndist fjársjóðurinn kominn, loft, vatn og jörð.“ Þegar hringt er í skátamiðstöð- ina á Úlfljótsvatni svarar Magnús Daníel Karlsson útilegustjóri en bak við hann heyrast skátasöngv- ar sungnir við raust. „Það er verið að vinna hér í verkefnum, æfa nýja söngva, læra leiki og hnúta. Reynd- ar eru söngvarnir gamlir en þeir hafa legið í hálfgerðum dvala og nú er verið að rifja þá upp,“ lýsir hann. Magnús Daníel segir mat- reiðslukeppni fram undan, einn- ig stóra kvöldvöku og varðeld ef veður leyfi. - gun Fjársjóður er í ýmsu formi „Hann gengur í erfðir þessir góðkynja sjúkdómur og verður að lífsstíl,“ segir Guðmundur Þór um skátahugsjónina. Hér er hann með hundinn Breka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í turninum er frábært að æfa klifur og sig. Hér er fáninn afhentur en á hverjum morgni er athöfn þegar hann er dreginn að húni því skátar læra allt um þjóðfánann. ● UNDUR Í IÐRUM JARÐAR Hellaskoðun gefur nýja sýn á íslenska náttúru og er skemmtilegt tómstundasport. Hægt er að kaupa leiðsögn um hella hjá sérhæfðum ferðaþjónustum, en einnig er hægt að skoða sjálfur. Mikilvægt er að undir- búa hellaskoðun vel og vera með réttan útbúnað, ef ske kynni að eitthvað færi úr- skeiðis og hellirinn ekki í al- faraleið. Ferðaáætlun þarf því alltaf að skilja eftir hjá að- standendum, sem og eitt- hvað með áberandi lit uppi á yfirborðinu, sem flýtir fyrir ef leita þarf að fólki. Sjá nán- ari leiðbeiningar um útbún- að og varúðarráðstafanir á heimasíðu Landsbjargar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.