Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 01.04.2010, Qupperneq 32
 1. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● tómstundir Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Bjarni Þór • bjarni thor@365.is • sími 512 5471 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 512 5439 Sigríður Dagný • sigridurdagny@365.is • sími 512 5462 Kemur út fimmtudaginn 8. apríl Heilsa Sérblað Fréttablaðsins Sylvía Ólafsdóttir laganemi lætur ekkert hindra sig í að sinna áhugamálum og öðrum hugðarefnum. „Ég einfaldlega slökkti á sjón- varpinu og lífið tók u-beygju. Fór að gera eitthvað uppbyggilegt á kvöldin og vaknaði aftur til lífs- ins,“ segir Sylvía sem senn lýkur námi við Háskólann við Bifröst. „Þessi viðsnúningur hófst árið 2003 þegar ég var einstæð með þrjú ung börn og stóð mig að því að kunna sjónvarpsdagskrána utan að. Þá blöskraði mér hversu aumu lífi ég lifði eftir langan vinnudag, því eftir að hafa sinnt börnum og komið þeim í svefn tók við heila- laust gláp á sjónvarpsseríur þar til svefninn tók völd,“ segir Sylvía sem ákvað að skrá sig í það sem hún kallar hobbífög í fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. „Þar tók ég bara fög sem ég hafði áhuga á og lærði ítölsku, spænsku, forritun, rekstrarhag- fræði, listir og menningu og alls kyns fög sem mér þóttu áhuga- verð,“ segir Sylvía sem nokkrum árum síðar stóð sjálfa sig að því að vera búin að ljúka yfir 200 eining- um á framhaldsskólastigi. „Þá hætti ég í vinnunni og fór í fullt nám í lögfræði á Bifröst, en í Borgarfirði er umhverfið svo stórkostlegt að enn fleiri áhugamál bættust við, eins og útivist, fjall- göngur og golf, enda stutt á fjöll og golfvöllinn sem er í þriggja mín- útna göngufæri að heiman,“ segir Sylvía sem einnig er gallharður Liverpool-aðdáandi og meðlim- ur í Liverpool-klúbbnum á Íslandi ásamt þremur sonum sínum sem eru 8, 14 og 15 ára. „Það er yfirleitt þannig að ég fæ áhuga á einhverju og þeir hríf- ast með, en við gerum allt meira og minna saman. Ég fór í skipti- nám á vegum Bifrastar til Ítalíu, tók drengina með mér og kom á óvart hversu ofboðslega auðvelt það var. Þeir sóttu grunnskóla þar ytra í fjóra mánuði og við ferðuð- umst óteljandi borgarferðir um alla Evrópu til að skoða kirkjur og söfn,“ segir Sylvía sem nýtt gat ít- ölskunámið frá Verkmenntaskólan- um á Ítalíu og gefið sonum sínum kost á að læra tungumálið með dvöl í landinu fagra. Sjálf heldur hún ítölskunni við með því að lesa bækur, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist þeirrar þjóðar, en þess má geta að hún hefur einnig gott vald á þýsku, spænsku, ítölsku, ensku og dönsku, og er ágætlega talandi á rússnesku og frönsku. Sylvía, sem lýkur tveimur meist- aragráðum við Háskólann á Bif- röst um áramót, er búin að skipu- leggja sumarfríið í þaula en þau mæðgin ætla að fara hringinn og skoða landið sitt í ár. „Strákarnir eru bestu ferðafélagarnir því þeir draga ekki ákvarðanir mínar í efa heldur ræð ég hvert við förum og hvað við ætlum að sjá,“ segir hún hlæjandi. „Við ferðumst mikið inn- anlands og utan og nú sé ég á námi þeirra hvað það allt hefur komið þeim til góða og hvað þeir standa sig vel í landafræði, sögu og tungu- málum. Þá erum við fastagestir á bókasafninu í Borgarnesi, liggj- um saman í stofunni á kvöldin með bækurnar okkar eða spilum Trivi- al Pursuit þar sem mestur tími fer í að spjalla um spurningarnar og viða að okkur frekari fróðleik.“ Sylvíu vex ekkert í augum og finnst gott að hafa alið strákana sína upp í að allt sé mögulegt. Hún segir ómögulegt að lesa skólabæk- ur allan sólarhringinn. „Lög eru vissulega torlesin en það venst furðulega vel og maður er fljótur að komast inn í þau. Einmitt þess vegna er gott að hafa áhugamál til að kúpla sig frá lærdómnum og koma ferskur inn aftur.“ Hún segir marga á golfvellinum brosa þegar hún mæti með synina þrjá, en þeir hafa smitast af golfbakteríunni eins og móðir þeirra. „Golf lætur mann ekki í friði; svo skemmtilegt er það. Það er líka sport sem fjölskyldan getur stund- að saman ævina á enda,“ segir Sylvía sem einnig hefur brennandi áhuga á bílum, matargerð og hann- yrðum, svo fátt sé nefnt. „Yngsti strákurinn var veikur um daginn og þá kenndi ég honum að prjóna. Hann prjónaði heilan trefil í veikindunum; rauðan sem hann kallar nú Liverpool-trefilinn. Þá lærði maður ótal margt í mat- argerð á Ítalíu og nú er svo komið að strákarnir sjá stundum um mat- inn, dýrindis pastarétti sem þeir galdra fram eftir að hafa smitast af matargerðaráhuga mínum,“ segir Sylvía sem kvíðir því að yf- irgefa Bifröst að námstíma lokn- um. „Ég á eftir að sakna þess mikið að vera hér og ekki síst strákarnir sem eru í æðislegum sveitaskóla á Varmalandi. Í sveitinni slær annar taktur og tími er nægur til sam- vista, lærdóms og áhugamála.“ - þlg Blöskraði sjónvarpsglápið Sylvía Ólafsdóttir er kona með mörg áhugamál, en það voru einmitt áhugamálin sem urðu til þess að líf hennar tók u-beygju til betri vegar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi starfrækir þrjár deildir, knattspyrnu- deild, handknattleiksdeild og fimleikadeild og í þeim öllum er lögð áhersla á öflugt starf fyrir börn og unglinga, ekki síður en meistaraflokkana. Í fimleikadeildinni eru til dæmis að jafnaði rúmlega 320 iðkend- ur enda þykja fimleikar góður undirbún- ingur fyrir aðrar íþróttir. Þar eru áhalda- fimleikar fyrir stelpur jafnt sem stráka frá þriggja ára aldri, einnig hópfimleik- ar fyrir stúlkur og fimleikar sem afreks- íþrótt. - gun Fim og frjálsleg börn Handboltinn freistar ungra manna á Seltjarnarnesinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.