Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2010, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 01.04.2010, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Undur vísindanna kallast röð fjög- urra námskeiða um vísindi sem eru sérstaklega skemmtileg að því leyt- inu að þau henta allri fjölskyldunni. Fyrsta námskeiðið hefst laugardag- inn 10. apríl en þar verða geimfar- ar sérstaklega til umfjöllunar, allt frá því hvernig þeir fara á klósett- ið, hvað þeir borða og hvernig þeir sofa og upp í það hvað geimferðir hafa kennt okkur um himingeim- inn og hvaða geimskip hafa ferðast hvað lengst út í geiminn. Endurmenntun, Orkuveitan og Vísindavefurinn standa að nám- skeiðinu og í námskeiðslýsingu er sagt að námskeiðið henti sérstaklega krökkum á aldr- inum 8-12 ára og aðstand- endum þeirra en eru opin öllum áhugasömum um vísindi. Auk mannaðra geim- ferða verður starfsemi ómannaðra geimfara einnig skoðuð og í nám- skeiðslýsingu er sagt að farið verði í „ökuferð- ir um Mars, flogið um- hverfis Satúrnus með Cassini-geimfarinu og ferðast fram hjá halastjörnum í sólkerfinu, svo dæmi séu tekin. Umsjónarmað- ur námskeiðsins er Sævar Helgi Bragason, for- maður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og umsjónar- maður fræðsluvefsins stjornuskodun.is. Nám- skeiðið er haldið í hús- næði Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 og hefst klukkan 11 og stendur til klukkan 13. Verð á mann er 950 krónur. - jma Geimferðir sniðnar fyrir alla fjölskylduna Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvað menn borða í geimnum og hvernig þeir athafna sig. Starfsemi mannaðra sem og ómannaðra geimfara verður skoðuð undir leiðsögn Sævars Helga Bragasonar, formanns Stjörnu- skoðunarfélags Seltjarnarness. Það er lítill snjór í kortunum og því eru margir farnir að munda hjól- in. Íslenski fjallahjólaklúbburinn býður upp á skemmtilegan félags- skap og aðhald í tengslum við hjól- reiðarnar. Klúbburinn samanstend- ur af breiðum hópi fólks sem hefur hjólreiðamenningu að áhugamáli, vill auka veg reiðhjólsins sem sam- göngutækis og vinnur að bættri að- stöðu hjólreiðafólks til að komast leiðar sinnar. Klúbburinn hefur staðið fyrir léttum hjólaferðum um höfuð- borgarsvæðið á þriðjudagskvöld- um um margra ára skeið. Þær eru farnar frá maí og fram í septemb- er en auk þess stendur klúbburinn fyrir lengri ferðalögum og ýmsum öðrum viðburðum, en á vefsíðu fé- lagsins, www.fjallahjolaklubbur- inn.is, má skoða dagskrána allt árið um kring. Þar er einnig bent á vefinn www.bikemap.net sem einfaldar hjólreiðafólki að skipu- leggja ferðalagið, finna hjólaleið- ir og reikna út vegalengdir. Vefurinn byggir á Google maps og er einfaldur í notkun. Þar er hægt að fylgja fyrirfram útbún- um leiðum annarra eða teikna sínar eigin leiðir inn á kort. Þeim er síðan hægt að deila með öðrum til dæmis á Facebook og tilgreina með nákvæmum hætti kílómetra- fjölda, bratta og erfiðleikastig leið- arinnar. Íslenski fjallahjólaklúbburinn er síðan með opið hús á fimmtudög- um klukkan 20 í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 en þar gefst kostur á að kynnast öðru fólki með svipuð áhugamál, verða sér úti um upplýs- ingar um athyglisverðar hjólaleið- ir, tæknileg málefni eða annað sem tengist hjólreiðum. - ve Klúbbur sem veitir aðhald og félagsskap Á slóðinni www.bikemap.net er hægt að útbúa eigin hjólaleiðir og reikna út nákvæma lengd þeirra. Annar í Páskum 5. apríl Páskadagur 4. apríl Laugardagur 3. apríl Föstud. langi 2. apríl Skírdagur 1. apríl ÁRBÆJARLAUG BREIÐHOLTSLAUG GRAFARVOGSLAUG KLÉBERGSLAUG LAUGARDALSLAUG SUNDHÖLLIN VESTURBÆJARLAUG kl. 10-18 kl. 10-18 kl. 08-21 kl. 10-18 kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 08-20 Lokað kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 08-20.30 Lokað kl. 10-18 Lokað Lokað kl. 11-15 Lokað kl. 11-17 kl. 08-22 kl. 10-18 kl. 08-22 kl. 10-18 kl. 08-22 kl. 10-18 Lokað kl. 8-19 Lokað kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 08-20 Lokað kl. 10-18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.