Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 40
28 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Dr. Gunna ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvað geri ég? Ég er dóp-þefandi hundur. Rusty Smallwilly Endurskoðandi frá Leeds Marco Van Root Tannlæknir frá Rotterdam Pierre Sacrebleau Sauðfjárbóndi frá Grenoble Tormod Lökling Útgefandi í Egmont Eftir menntaskól- ann ætla ég út í kvikmyndabrans- ann. Kannski ég fari í kvikmyndaskóla í stað menntaskóla. Ég vissi ekki að þú væri svona áhugasamur um kvikmyndir. Alls ekki. Ég hef bara engan áhuga á að lenda í leiðinlegu starfi. Aaah! Nýjar sögur frá Roger! Pondus kynnir: Óþekktir FJÖLDA- MORÐINGJAR og smá um það sem þeir fást við dags daglega Mig langar að slást. Mig líka! Í alvöru? Núna? Jahá! Sömu reglur og venjulega? Hljómar vel. Getið þið aldrei komið ykkur saman um neitt?? Ég fór þangað sem höfuðstöðvar SS og Gestapo voru einu sinni í Berlín. Nú er þar útisýning á ljósmyndum og gögn- um sem draga upp mynd af helförinni og allri ógeðsvitleysunni. Svæðið var jafnað við jörðu, en það má enn sjá glitta í ein- hverja kjallara. Það er sterk upplifun að koma þarna. Maður þykist enn finna fyrir illskunni og geðveikinni sem spratt fram á þessum slóðum. Ég hef oft séð myndir af líkhaugum frá útrýmingarbúðum og fólki sem dinglar í trjám í almenningsgörðum, en það hefur aldrei haft sömu áhrif og á þessum stað. ÞAÐ sem er kannski mest sjokkerandi við nasistana er að þeir voru af sömu dýrateg- und og ég og þú. Þarna innundir dólgslega töff leðurfrökkunum með hauskúpunum á bryddingunum voru bara karlgarmar með táneglur sem þurfti að klippa. Maður hefur vitað af þessum atburðum síðan maður man eftir sér og lengi vel var það hulið skilningi manns hvernig heil þjóð gat látið æsa sig upp í þessa sturlun sem stjórnartíð Adolfs Hitl- er var. Maður fattaði þetta ekki fyrr en eftir hrunið á Íslandi. Þá svona skildi maður að minnsta kosti aðeins betur hvernig heil þjóð gat látið teyma sig út í að lifa í blekkingu. Þetta segi ég þrátt fyrir að ég viti mæta- vel að það þykir ekki umræðu til tekna að draga nasistana inn í hana. ÞVÍ þótt upplagið sé svipað er náttúrlega stjarnfræðilegur stigsmunur á því hvernig sturlun þessara þjóða var. Það fer ekki um mann kalt vatn milli skinns og hörunds í höfuðstöðvum Arion banka. Í báðum tilfellum varð þó til einkennisklæddur úrvalshópur æðri mannvera. Hér mátti enginn segja styggðaryrði um Armani- klædd mikilmenni þegar þau fengu það sama fyrir að byrja í vinnunni og venju- legur lúði var ævina að skrapa saman fyrir. Ekki að maður væri tekinn í yfir- heyrslu í stjórnarráðinu ef maður ræki upp kvak, heldur var litið á það þannig að maður væri bara svona helvíti öfundsjúk- ur hælbítur. Þú skilur þetta ekki. Slappaðu nú bara af, vertu með og keyptu þér eitt- hvað á myntkörfuláni. EFTIR hrunið tóku svokallaðar „rústakon- ur“ til við að endurreisa sundursprengda Berlín. Hér tóku konur til við að prjóna. Vondu nasistarnir fengu langflestir mak- leg málagjöld. Fæstir sýndu iðrun í Nürn- berg-réttarhöldunum, sem hófust tæplega tveimur mánuðum eftir að stríðinu lauk. Hér er dálítið á huldu hverjir eru vondu karlarnir – ef það eru þá einhverjir vondu karlarnir. Það er enn verið að bíða eftir skýrslunni. Þegar þjóðir sturlast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.