Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 42
30 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Leikhús ★★★
Eilíf óhamingja
eftir Andra Snæ Magnason og
Þorleif Örn Arnarson
Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarson.
Leikmynd: Drífa Freyju-Ármanns-
dóttir. Búningar: Judith Amalía
Jóhannsdóttir. Lýsing: Kjartan
Þórisson. Dramatúrg: Símon Birg-
isson. Samstarfsverkefni Lifandi
leikhúss og Borgarleikhússins.
Tvennt vekur strax athygli við
Óhamingjuna eilífu. Hún er sögð
bein tilraun til að kanna samtíð
sína og hugarfar. Og svo er hún
höfundarverk ungs, fyrirgefið,
leikstjóra á besta aldri sem er
þegar tekinn að marka sér gott
orð á einum þróaðasta og kröfu-
frekasta leikhúsmarkaði heims í
Þýskalandi. Þá er aðkoma Andra
Snæs líka athyglisverð: við vitum
lítið hvert hann er að fara klyfjað-
ur erlendum viðurkenningum fyrir
Draumalandsævintýrið.
Verkinu velja þeir form á auðu
sviði þar sem fjórir millistéttar-
menn sitja fyrir svörum í einhvers
konar meðferðarprógrammi undir
stjórn atferlisfræðings. Vakandi
augu upptökutækja vakir yfir þeim
og þau virðast sjálfviljug gengin
í tilraun sem leitar sannleika um
það sem „gerðist“ og í okkar huga
er það skýrt: bönnuð lykilorð vekja
með þeim kvalir eins og hleypt sé
á straumi falli þau í orðræðunni,
þau verða í réttlætingum sínum og
skýringum að skjótast hjá þeim á
leið til „sannleikans“.
Yfirheyrslan eins og meðferð-
arprógrammið er tekin að verða
algeng í smíðum af þessu tagi.
Hvers vegna formið er svo ásæk-
ið höfundum vekur nokkra spurn-
ingu. Viðfangsefnið er sett undir
valdboðið, verður að svara. Það
er sök þegar frá upphafi, varnar-
ræður og afsakanir verða meg-
inuppistaðan. Og um leið skapast
viss fjarlægð áhorfenda og hinna
„seku“. Við erum sett í kviðdóm í
huganum.
Önnur leið væri að setjast í
þeirra raðir, gerningsmannanna:
Nótt í Kaupþingi, Fixið í FL etc.
Enron-málið hentar þannig sökum
þess að það er vandlega rannsak-
að. Af efnisatriðum úr Milestone-
yfirheyrslum er ljóst að þar verð-
ur mikið efni fyrir leikritahöfund:
þrjú systkini, hinn laglegi for-
stjóri og annar skuggastjóri. Það
eru fleiri leiðir færar inn í þessa
snúnu fléttu, hrunið. Því er á það
bent að þetta form hefur ákveðna
hneigð innbyggða.
Stjórnandann Matthildi leikur
Sólveig Arnarsdóttir af miklum
bravúr; loksins sér maður þann
víða skala sem hún ræður yfir á
sviði, nákvæma stjórn á fasi sem
hún stýrir örugglega í styrk, full-
komna raddbeitingu í hljóm og
stöðu, hvernig hún skákar sér til
milli svæða í fjór- eða fimmskipt-
um persónuleika. Matthildur er
hrunin hið innra þrátt fyrir vald-
stöðuna sem hún gegnir. Hún legg-
ur áherslu á að hið stóra speglist í
hinu smáa, hið opinbera í því sem
er prívat, sum sé í einkahögum
okkar er hrunið fólgið – við berum
ábyrgð öll, hvert með sínum hætti
á okkar innra hruni sem skýrir hið
stærra.
Sjálf er hún klofin vegna mis-
beitingar sem birtist okkur
snemma og verður um leið ein-
hverskonar lykill að meginþætti
dramans í verkinu: hver persóna
hefur á einkasviði sínu brotið og
allt er það tengt kynlífi. Svo langt
nær klámvæðingin og skilyrðir
bestu menn, rétt eins og þeir átti
sig ekki á að í kynlífsofbeldi er
falin ein sælubirting valdsefjun-
ar rétt eins og valdsefjun og -beit-
ing úr skjóli aðstöðu peninga og
eigna. Þannig renna grunnskýr-
ingar á persónulegri sök niður í
klofið á höfundunum. Fórnarlömb
hins kynferðislega valds verða svo
mörg og misjöfn og þá kölluðu höf-
undar og meðsekur dramatúrgur
fram margar gamlar klisjur nat-
úralismans: vanrækt barn, kona
sem hórast á valdastól, hinn hlé-
drægi og trausti misyndismaður.
Einkum ágerðist þetta er nær dró
lyktum.
Viðföngin fjögur eru misstór:
Atli Rafn sýnir í túlkun kerf-
iskallsins og lögfræðingsins þann
sem enn er í fullkominni afneitun
á sök og talar eins og helstu for-
kólfar hins frjálsa markaðar gera
enn. Honum er gefinn, ekki síst
fyrir færni sakir, langur sólóp-
assus í sýningunni sem er hroll-
vekjandi í flutningi og sannar enn
eina ferðina hvílíkur færleikur
Atli er orðinn á sviði. Bæði Sara
og Orri standa sig prýðilega, part-
ur Guðjóns er minnstur, en í heild
má segja að fimmmenningarnir
standi þétt um þann uppbrotsstíl
sem Þorleifur setur leiknum.
Örfá orð um svið: Þorleifur kýs
að setja leikinn á svið á oddinum á
litla sviði, nýtir þessa tungu nokk-
uð á miðsvæði en þó aðallega botn
hennar. Fyrir bragðið er sjónar-
sviptir í hliðunum, og enn er kallað
á að hugað verði að því að takast á
við Litla sviðið sem hring, en menn
hætti þessu semi-rammasýningum
þar inni.
Þótt erindið þrjóti sumpart í
þessu verki, ætlun höfunda að
„við“ finnum okkar „sök“ í stað
þess að kenna öðrum um, þá er
sviðsetningin og verkið mikillar
athygli verð. Þar er gerð tilraun
til að takast á við stóru myndina,
greina bresti hennar og bakgrunn,
hvaða efni eru þar á ferðinni. Þeir
sem vilja fylgjast með lifandi leik-
húsi ættu því að koma sér á sjóið;
innlit bara til þess eins að sjá
fimmstjörnu performans hjá Atla
og Sólveigu réttlæta heimsóknina.
Páll Baldvin Baldvinsson
Niðurstaða: Merkileg og spennandi
tilraun sem mun ótvírætt kalla fram
afstöðu hjá hverjum áhorfanda.
Getum við beðið um meira?
Íslands óhamingju verður allt …
EILÍF ÓHAMINGJA Sólveig Arnarsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum. MYND/GUÐMUNDUR RÚNAR KRISTJÁNSSON
„Þau æfðu flutninginn á fimmtu-
dagskvöldið var og þetta leit mjög
vel út,“ segir Hjálmar Jónsson,
prestur við Dómkirkjuna í Reykja-
vík. Í stað hefðbundinnar predik-
unar í messu á föstudaginn langa
munu Þórður Helgason, dósent við
Kennaraháskóla Íslands, og Svanhild-
ur Kaaber lesa þýðingu Þórðar
á sonnettusveig eftir Lisbeth
Smedegaard Andersen sem
nefnist Nú stillir alla storma
hafa og landa. Lisbeth þessi
er danskur prestur og rit-
höfundur. „Þessi sonnettu-
sveigur lýsir píslargöngu
Krists og er samin af
alveg sérstöku listfengi,“ segir
Hjálmar en höfundurinn hefur
hlotið mikið lof og viðurkenn-
ingar fyrir sonnettusveiginn í
heimalandi sínu. Messan á föstu-
daginn langa í Dómkirkjunni
hefst klukkan 11.
- fgg
Ljóðalestur í stað predikunar
HJÁLMAR JÓNSSON
býður upp á ljóða-
lestur á föstudaginn
langa.
Laugarneskirkja kl. 23
Brot úr Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar og fleiri sálmar eftir
hann verða fluttir í Laugarneskirkju
í kvöld kl. 23. Flytjendur eru Kirst-
ín Erna Blöndal söngkona, Gunn-
ar Gunnarsson organisti og Matthí-
as Hemstock sem leikur á slagverk.
Sálmalögin eru bæði gömul og ný.
> Ekki missa af …
Hinn margverðlaunaði banda-
ríski kvikmyndagerðarmaður
Jim Finn verður í forgrunni á
kvikmyndakvöldi Kínóklúbbs-
ins í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20.
Sýndar verða myndirnar The
Juche Idea (62 mín, 2008),
Great Man and Cinema (3:49,
2009) og Dick Cheney in a
Cold, Dark Cell (2:30, 2009).
Aðgangur er ókeypis.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Nemesis - kilja
Jo Nesbø
Hafmeyjan - kilja
Camilla Läckberg
Meiri hamingja
Tal Ben-Shahar
Stóra myndorðabókin
Ýmsir höfundar
Góða nótt, yndið mitt - kilja
Dorothy Koomson
Póstkortamorðin - kilja
Liza Marklund/J. Patterson
Litli prinsinn
Antoine de Saint-Exupéry
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
24.03.10 - 30.03.10
Veröld sem var - kilja
Stefan Zweig
Risasyrpa - Í grænum sjó
kilja - Walt Disney
Svörtuloft - kilja
Arnaldur Indriðason