Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 44
32 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Nýjasta plata Benna Hemm Hemm heitir Retaliate, er fimm laga og er að koma út. Benni hefur verið að spila á Bretlandseyjum, en er nú á Íslandi. Spilar í kvöld í Ket- ilhúsinu á Akureyri og verður svo með tónleika í Norræna hús- inu á laugardaginn. Mjög mis- munandi er hverjir spila með Benna á tónleikum. „Ég var með tvo Skota með mér sem spiluðu á lúðra, en hérna á Íslandi spila ég með Róberti Reynissyni á Akur- eyri og hljómsveit Hjörleifs Jóns- sonar hitar upp. Í Reykjavík spila Róbert og Óli Björn með mér og Óli Björn hitar upp með sitt stöff sem er mjög magnað,“ segir Benni. „Eftir Íslandsdvölina fer ég á Evr- óputúr og þá er enn annað lið að spila mér, blásararnir Ingi Garð- ar og Eiríkur sem hafa spilað með mér heillengi.“ Retaliate þýðir réttlát hefnd og þetta er fyrsta platan sem Benni syngur alla á ensku. Hann hefur búið í Skotlandi í 18 mánuði en býst við að flytja til Íslands áður en sonur hans byrjar í grunnskóla. Hinn 3. júní verður Benni gestur Listahátíðar í Reykjavík og kemur fram með skoska þjóðlagasöngv- aranum Alasdair Roberts og 25 manna blásturssveit í Óperunni. „Alasdair gefur út hjá Drag City og hefur spilað með Will Old- ham og fullt af liði. Hann ætlar að syngja með mér í þessu pró- grammi sem ég er búinn að gera fyrir Listahátíð. Ég sá hann á tón- leikum og höfum verið að hittast og spila saman. Það er mikið stuð.“ - drg Heimildarmyndin Sagan af Anvil var frumsýnd á síðasta ári og það spurðist fljótt út að hún væri frábær. Hér á Íslandi var myndin sýnd á vegum Græna ljóssins í desember og kom svo á DVD fyrir nokkrum vikum. Myndin segir frá kanadískri metalsveit, Anvil, sem náði nokkr- um vinsældum á níunda áratugnum og fór meðal annars á tóneikaferð um Japan með Whitesnake, Scorpions og Bon Jovi, en hvarf svo úr sviðs- ljósinu. Myndin byrjar á svipmyndum frá gömlu góðu dögunum, en svo er klippt inn í nútímann og hljómsveitarmeðlimir sóttir heim í Toronto. Söngvaranum og gítarleikaranum Steve „Lips“ Kudlow er til dæmis fylgt í vinnuna, en hann vaknar eldsnemma til að keyra út skólamáltíðir fyrir Choice Childrens Catering. Í myndinni er svo fylgst með tilraunum sveit- arinnar til að slá í gegn á nýjan leik, en hún fer meðal annars á tónleika- ferð um Evrópu sem austur-evrópskur aðdáandi skipuleggur, meira af áhuga en getu. Saga Anvil er fyrst og fremst saga æskuvinanna Lips og Robb Rein- er trommuleikara, en þeir byrjuðu að spila saman á unglingsárunum og hétu því að starfa saman um ókomna tíð. Inn í þessa hrífandi vináttu- sögu er fléttað viðtölum við eiginkonur og fjölskyldumeðlimi, en þrátt fyrir mikinn mótbyr neita þeir félagar alveg að gefa rokkdrauminn upp á bátinn. Myndin er í anda heimildarmynda eins og The King of Kong eða hinnar íslensku Varði fer á vertíð og er hreint út sagt yndisleg. Eftirminnilegt er þegar yfir sig æstur og hamingju- samur Japani mætir á tónleika í Svíþjóð til að hlusta á „kanadísku metal-hálfguðina“ eins og hann kallar þá. Annað stórkostlegt atriði er þegar Lips segir frá því hvernig sögutími um Spænska rannsókn- arréttinn varð honum innblástur að laginu „Thumb Hang“. Myndin minnir oft á Spinal Tap, nema hér eru hljómsveitarmeðlimirnir til í alvörunni. Það er á hreinu að svona metal-gaurar eru einhver besti efni- viður sem hægt er að ímynda sér fyrir tónlistar- Af kanadískum hálfguðum ROBB OG LIPS Menn hika ekki við að kalla Story of Anvil „bestu rokkmynd sögunnar“. > Plata vikunnar Seabear - We Built a Fire ★★★★ „Eðalsveitin Seabear klikkar ekki. We Built A Fire er enn þá betri en síðasta plata.“ TJ > Í SPILARANUM Beach House - Teen Dream Plants and Animals - La La Land Spoon - Transference Dr. Dog - Shame, Shame Shearwater - The Golden Archipelago BEACH HOUSE SHEARWATER Benni í heimsókn á Íslandi BENNI HEMM HEMM Spilar á Akureyri í kvöld, í Reykjavík á laugardaginn. Ellie Goulding er eitt heit- asta nafnið í poppinu um þessar mundir. Dr. Gunni hlustaði á plötuna sem minnir á Emilíönu Torrini á köflum. Söngkonan og lagahöfundurinn Ellie Goulding er rísandi nafn í enska poppheiminum. Uppgang- inn má skrifa á að hún var í efsta sæti á árlegum lista sem heitir BBC Sound of 2010. Gagnrýnend- ur og fólk í poppbransanum velur á þennan lista það tónlistarfólk sem þeir telja að muni slá í gegn á nýbyrjuðu ári. Það hefur verið mark takandi á þessum lista síð- ustu árin. Byrjað var að birta hann árið 2003 og þá var 50 Cent efstur á honum. Síðan tók við fólk eins og Mika og Little Boots og hljómsveitin Keane. Ellie vann einnig „Critics choice“-verðlaun- in á síðustu Brit-hátíð. Hætti í skóla fyrir poppið Ellie er fædd í Hereford á Eng- landi 30. desember 1986 og er því 23 ára. Hún lærði á gítar sem unglingur og var farin að semja þjóðlagaskotna tónlist fimmtán ára gömul. Hún fór í framhalds- skóla í Kent og kynntist Finlay Dow-Smith, sem kallar sig Stars- mith, og hóf að vinna í tónlist með honum. Hann kynnti hana fyrir rafknúnu poppi og þau Ellie tóku til við að sameina þjóðlagatón- listina og rafknúið hljóðgervla- spilað vinsældapopp. Ellie hætti í skóla til að einbeita sér að poppinu þegar samningar náðust við Poly- dor-útgáfuna. Skömmu síðar fór maskínan í gang. Miklar væntingar Fyrsta platan heitir Lights og kom út í byrjun árs. Við fyrstu hlustun virðist sem fólkið með puttann á púlsinum hafi eitthvað hlaupið á sig í ár því um ósköp hefðbundið popp er að ræða. Nokkur ágæt lög er að finna á plötunni en eins og margir gagnrýnendur hafa rétti- lega bent á er lítið byltingakennt og stórfenglegt við þessa frum- raun. Einn gagnrýnandinn sagði að Lady Gaga hefði fleiri ferskar og athyglisverðar hugmyndir í vinstra brjóstinu en Ellie á allri plötunni. Hún er ágæt söngkona, minnir á Emilíönu Torrini á köfl- um, og er ágætur textahöfundur. Eðlilega eru gerðar miklar vænt- ingar til söngkonunnar og hún fær því kannski harðari dóma en ella. Sjálf segist Ellie hafa hlustað á Spice Girls sem barn en það hafi ekki verið fyrr en hún heyrði í Björk að hún vissi hvað hana lang- aði að gera þegar hún yrði stór. Með þessa vitneskju lýkst upp fyrir manni hljóðheimur tónlist- arkonunnar, því það má segja án mikilli ýkja að Ellie hljómi á plöt- unni eins og hún sé stödd einhvers staðar mitt á milli Spice Girls og Bjarkar. Blanda af Björk og Spice Girls ELLIE GOULDING Rísandi númer í poppinu. „Við spilum nú minna af blús en nafnið á hljómsveitinni gefur í skyn,“ segir Helgi Stefánsson, gítar- og banjóleikari í hljóm- sveitinni Blues Willis. „Tónlistin okkar er kántrískotin og fer um víðan völl, alveg frá örugustu ballöðum í brjálað hillbillístuð.“ Blues Willis er sex manna hafnfirsk hljómsveit. „Fjórir af okkur voru í hljóm- sveitinni Hooker Swing ef það segir ein- hverjum eitthvað,“ segir Helgi. „Við gerð- um nú ekki mikið en vorum spilaðir smá á X-inu.“ Blues Willis hefur gefið út fjögurra laga stuttskífu, sem verður kynnt á tónleikum á Næsta bar í Ingólfsstræti í kvöld. Tónleikar hefjast stundvíslega klukkan 21 og trúba- dúrinn einstaki, Insol frá Kópavogi, ætlar að bræða eyru og hjörtu áheyrenda með upphitun sinni. - drg Blues Willis spilar BLUES WILLIS Kántrískotnir. Stangarhylur 7, Reykjavík Skeiðarás 3, Garðabær Lager eða verkstæðishúsnæði , 504 fm sem hentar vel fyrir ýms- an iðnað eða verkstæði. Mjög gott útisvæði er við húsið. Bæjarlind 14-16, Kópavogi Skrifstofuhúsnæði á 3ju hæð (efstu). Húsnæðið er með glugga á 4 vegu, glæsilegt útsýni. Í sama húsnæði á annarri hæð eru til leigu ca 10 fm og ca 50 fm skrifstofuher- bergi. Sameiginleg kaffiaðstaða og snyrting. Mjög gott 396 fm verslunar / skrifstofuhúsnæði á jarðhæð (áður endurhæfingarstöðin Styrkur). Húsnæðið skiptist í móttöku, skrif- stofur, sal og fl. Á gólfum er perket og dúkur. Í kjallara eru 265 fm með innkeyrsludyrum, Góð lofthæð (ca: 3,70). Gott aðgengi. TIL LE IGU TIL LE IGU TIL LE IGU Leifur Aðalsteinsson lögg. fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.