Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 46
34 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Kvikmyndanördar velta ýmsu fyrir sér. Á vefsíðu breska blaðsins Sun er rætt um misheppnað val á leik- urum. Leikkonan Denise Richards kemst þar á blað fyrir hlutverk sitt sem Dr. Christmas Jones í Bond- myndinni The World Is Not Enough. Lesandi blaðsins vill meina að hún hafi ekki verið trúverðug sem kjarnorkueðlisfræðingur og eru eflaust margir hjartanlega sam- mála honum. „Ég veit hvernig Bond- myndir geta verið en samt hef ég aldrei séð vel vaxinn kjarnorkueðl- isfræðing hlaupa um í níðþröngum fötum,“ skrifaði hann. Annar lesandi er undrandi á ráðn- ingu Vals Kilmer í hlutverk leður- blökumannsins í Batman Forever. „Hvað er málið? Náunginn er allt- of lítill. Ég heyrði að hann hefði þurft að standa á palli í atriðunum með Nicole Kidman. Það er eitthvað rangt við það.“ Einn lesandi blaðsins er ósáttur við Tobey Maguire sem köngulóar- manninn Pétur Parker. „Hann var alltof mikil veimiltíta sem Pétur Parker. Áður en hann fékk ofur- kraftana var Pétur Parker algjör nörd. En eftir að Maguire byrjaði að skjóta köngulóarvefnum út um allt gekk hann um með aumingjasvip eins og hvolpur sem hafði verið sparkað í.“ Aðrir sem fá skömm í hattinn eru Uma Thur- man sem þótti ekki hafa kyn- þokkann sem þurfti til í The Avengers og belgíska buff- ið Jean-Claude Van Damme, einfaldlega vegna allra myndanna sem hann lék í. „Hvort sem hann lék löggu á tímaflakki eða öryggis- vörð á hokkíleik hljóm- aði hann alltaf eins og ferðamaður sem var nýkominn til lands- ins frá Belgíu,“ skrifaði óánægður lesandi. Misheppnaðar ráðningar KJARNORKUEÐLISFRÆÐING- UR? Þykir ekki hafa passað í hlutverk kjarnorkueðlis- fræðings í The World Is Not Enough. TOBEY MAG- UIRE Of mikil veimiltíta í hlutverki Kóngulóar- mannsins. > LEIKUR BRIMBRETTAHETJU Sean Penn er í samningaviðræð- um um að leika brimbrettahetj- una og ævintýramanninn Jay Moriarty í kvikmynd um ævi hans. Curtis Hansson, sem leikstýrði L.A. Confidential, verður leikstjóri myndarinnar, sem nefnist einfaldlega Jay Moriarty. Í nýrri bók eftir fyrrverandi blaðamann kvikmyndabiblíunnar Variety um fram- leiðslufyrirtæki Stevens Spielberg, DreamWork, er því haldið fram að leik- stjórinn sé haldinn hálfgerðu ofsóknar- brjálæði. Óttast hann mjög að upplýs- ingar um nýjar myndir sínar rati til keppinauta sinna. Enginn fær að sjá þegar Spielberg skoðar efni úr myndum sem hann er með í undirbúningi og öll skjöl sem eru send út af skrifstofu hans eru dulkóðuð. Einnig er þannig um hnúta búið á skrif- stofu hans að ómögulegt er að heyra sím- töl leikstjórans því sérhannaður skjöld- ur úr plexigleri gnæfir yfir skrifborðinu. „Þegar Spielberg er ekki á skrifstofunni eru myndavélar sem taka upp allt sem ger- ist þar og hann getur séð það heima hjá sér,“ segir í bókinni. Sömuleiðis kemur þar fram að leikstjórinn er vel búinn undir náttúruhamfarir. Lætur hann allt starfsfólk sitt fá neyðarbúnað sem það getur notað ef jarðskjálfti eða álíka ham- farir ganga yfir tökustaðinn. Fulltrúi Spielbergs vísar þessu öllu saman á bug:„Þessar lýsingar eru svo fjarri raunveruleikanum að ég ætla ekki að tjá mig frekar um þær,“ sagði hann. Haldinn ofsóknarbrjálæði STEVEN SPIELBERG Leikstjórinn er haldinn ofsóknarbrjálæði samkvæmt nýrri bók. Auk gamanmyndarinnar Hot Tub Time Machine eru þrjár nýjar myndir komnar í bíó hérlendis. Í tveimur þeirra er ástin í aðal- hlutverki. Jim Carrey og Ewan McGregor leika í gamanmynd- inni I Love You Phillip Morris. Í henni kemur Russell (Carrey) út úr skápnum og endar í fang- elsi þar sem hann kynnist Phillip Morris (McGregor). Reynir Rus- sell með ýmsum svikum og prett- um að frelsa ástmann sinn úr prís- undinni. Frá höfundi Notebook kemur hin hugljúfa og grípandi Dear John í leikstjórn hins sænska Lasse Hallström. Hermaðurinn John (Channing Tatum) kynn- ist Savannah (Amanda Seyfried) í fríi í heimabæ sínum og óvænt vaknar ástin milli þeirra. Myndin sló í gegn í Bandaríkjunum og náði óvænt toppsætinu af Avatar. Teiknimyndin Að temja drekann sinn gerist í ævintýraheimi þar sem þrekvaxnir víkingar og drek- ar búa. Við fylgjum víkingastrákn- um Hiccup sem passar ekki t inn í heim ættbálkanna og þeirra löngu hefðar að berjast við dreka. Ástin í aðalhlutverki ELSKENDUR Jim Carrey og Ewan McGregor leika elskendur í gamanmynd- inni I Love You Phillip Morris. Gamanmyndin Hot Tub Time Machine, sem er nýkomin í bíó, er ein af þessum myndum sem hafa komið þægilega á óvart hjá kvikmyndaáhugamönnum. Margir telja hana arftaka The Hangover sem sló eftir- minnilega í gegn í fyrra. Söguþráður Hot Tub Time Mach- ine hljómar í fljótu bragði eins og íslenska Síma-auglýsingin sem hefur tröllriðið fjölmiðlum að und- anförnu. Myndin fjallar um fjóra vini sem fara saman í sumarbú- stað, fá sér neðan í því og skella sér í heita pottinn. Í stað þess að láta sér nægja að spjalla um hina fornu Snorralaug ganga Holly- wood-vinirnir skrefinu lengra og ferðast hreinlega aftur í tím- ann. Ekki þó aftur til víkingaald- ar heldur til ársins 1986. Pottur- inn er nefnilega þeim eiginleikum gæddur að hann er dulbúin tíma- vél. Myndin varð sú þriðja vinsæl- asta í Norður-Ameríku eftir frum- sýningarhelgina og ljóst að hún hefur fallið vel í kramið hjá kvik- myndahúsagestum. Hinn vandaði leikari John Cusack fer fyrir leik- arahópnum, sem virðist ná álíka vel saman og aðalleikararnir í The Hangover, annarri gamanmynd sem fjallaði einnig um vinahóp sem lendir í ýmsum ævintýrum. Fyrir utan þá staðreynd að fjór- ir karlleikarar eru í aðalhlutverk- um í báðum myndunum eiga þær það sameiginlegt að hafa notið óvæntra vinsælda, þó svo að Hot Tub Time Machine eigi enn langt í land með að ná inn sömu tekjum og The Hangover. Sú mynd hefur aflað tæplega 470 milljóna dollara og kemur síður en svo á óvart að framhald hennar er í undirbún- ingi sem sömu aðalleikurum. Ef við berum myndirnar tvær saman, þá fær The Hangover 7,9 af 10 mögulegum á kvikmyndasíð- unni Imdb.com en Hot Tub Time Machine er með 7,5 í einkunn. Og á síðunni Metacritic sem tekur saman gagnrýni úr ýmsum fjöl- miðlum fær The Hangover 73 í einkunn af 100 mögulegum en Hot Tub er með 65. Hin síðarnefnda þarf því að herða sig verulega ætli hún að ná forvera sínum í vinsældum. Fjórir vinir í heitum potti Í HEITA POTTINUM Vinirnir fjórir slappa af í heita pottinum áður en þeir eru sendir 24 ár aftur í tímann. Miðasala í Hallgrímskirkju og á midi.is Laugardagur fyrir páska, 3. apríl Verk fyrir kirkjuklukkur og lúðra eftir Viktor Orra og Hjört Ingva úr Hjaltalín, og Guðmund Stein og Inga Garðar úr S.L.Á.T.U.R. Kammertónleikar með hljóðfæraleikurum úr Kammersveitunum Ísafold og Elektru Aftansöngur á aðfangadegi páska HNOÐ, Borgar Magna son, Katie Buckley, Ingrid Karls dóttir, Margrét Árna dóttir, Grímur Helga son, Jesper Petersen og Ólöf Arnalds Táknræn helgistund Umsjón: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Páskadagur, 4. apríl Mótettukór Hallgrímskirkju, ein söngvarar og hljóð færa leikarar. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson. Prestur: sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Kantatan „Jauchzet Gott in allen Landen” eftir J. S. Bach. Fé lagar úr Al þjóð legu barokksveitinni í Haag og Herdís Anna Jónasdóttir. Prestar: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Birgir Ásgeirsson Annar í páskum, 5. apríl Helgi Jónsson tónlistarfræðingur flytur fyrirlestur um Alfred Schnittke. Staðsetning: Listasafn Einars Jónssonar. Sinfónía nr. 4 eftir Alfred Schnittke. Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Bragi Bergþórsson. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Aðgangseyrir 3.000 / 2.000 kr. Kirkjulistahátíð í algleymingi kl. 15.00 Fagnaðargjörningur í klukkuturninum kl. 16:30 Kammertónleikar í suðurvæng kirkjunnar kl. 18.00 kl. 21:15 Spuni í myrkri kirkju tónlistar- og dansspuni kl. 23.00 Vigil – páskavaka frá myrkri til ljóss kl. 8.00 Páskaguðsþjónusta með helgileik úr Hólabókinni 1589 kl. 11.00 Kantötuguðsþjónusta á páskum kl. 18.00 Schnittke og trúarleg tónlist kl. 20.00 Kammersveitin Ísafold, Schola Cantorum, Schnittke
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.