Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 48
36 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Pamela Anderson segist ekki hafa tíma fyrir ást um þessar mundir. Hún þurfi nefnilega á öllu sínu að halda í dans-raunveruleika- þættinum Dancing With The Stars. „Ég er eiginlega á lausu. Ég hef allavega ekki tíma fyrir kærasta, ég þarf á öllum mínum sjarma að halda fyrir mig og dansfélaga minn,“ sagði Pamela í samtali við Reveal-tímartið. Pamela hefur löngum verið þekkt fyrir fremur frjálslegt val í karlamálum en áhorfend- ur í Bandaríkjunum hafa fallið fyrir henni í dansþættinum. Leikkonan segist ekki geta beðið eftir því að klæðast djörf um búningum og stíga nokkur dansspor. Og svo sé dans- inn líka fínasta líkamsrækt. „Ég er búin að eignast tvö börn og þessi keppni er alveg hrikalegt púl. Þetta er allt öðru- vísi heldur en að fara í líkams- rækt.“ Tom Selleck-mottukeppnin fór fram á Boston á þriðjudaginn sem leið. Þetta er í fimmta sinn sem slík keppni er hald- in hér á landi. Í Tom Selleck-keppninni keppa karlmenn um titilinn Flottasta motta landsins og var fjöldi hárprúðra manna mættur til leiks í ár líkt og fyrri ár. Keppnin var haldin í samstarfi við Mottu- mars Krabbameinsfélagsins og rann hluti af ágóða kvöldsins til félagsins. Kynnir var hinn stórskemmtilegi Þorsteinn Guð- mundsson og í dómnefnd sátu Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, Erik Hirt, fyrrum sigurvegari keppninnar, Jón Atli Helgason, öðru nafni Hárdoktorinn, og útvarpsmaðurinn Þorgeir Ástvaldsson. Aron Bergmann bar sigur úr býtum þetta sinnið, en annað sætið hreppti kvikmynda- gerðarmaðurinn Sindri Páll Kjartansson. - sm Flottasta motta landsins Ólafur Kristjánsson þótti vera með afskaplega fagra mottu, en komst þó ekki á verðlaunapall. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Keppnin í ár þótti sérstaklega hörð og voru motturnar hver annarri fallegri. Sigurvegari kvöldsins, Aron Bergmann, mundar vélsög vígaleg- ur á svip. Sindri Páll Kjartansson, sem er fremst á myndinni, hreppti annað sætið. Á bak við hann standa Helgi Svavar í gervi Stein- ríks, Arnar Fells og Aron Bergmann. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen hlaut verðlaunin Thulemottan árið 2010. Kynnir kvöldsins var Þor- steinn Guðmundsson sem þótti afburða fyndinn og skemmtilegur að venju. Hljómsveitin Retro Stefson, sem gaf út frumraun sína Montana árið 2008, hefur undanfarnar vikur verið við æfingar á nýju efni. Upptökur á nýrri plötu hóf- ust fyrir skömmu og er stefnt á EP útgáfu á Íslandi í byrjun sum- ars og í Evrópu skömmu síðar. Sveitin er þessa dagana læst inni í Hljóðrita hjá Kidda Hjálm og ganga upptökur vel. Nýtt lag „Mama Angola“ hefur verið sett í spilun. Ný hljómplata í fullri lengd er síðan væntanleg með haustinu. Það hefur löngum verið náið samband á milli Retro Stefson og hljómsveitarinnar FM Belfast. Retro spilaði á tvennum tónleik- um með FM í Kaupmannahöfn og Ósló í byrjun mars. Sveitirn- ar ætla svo að spila saman á Nasa 16. apríl og er forsala á tónleik- ana hafin. Ekki er víst að FM Belfast spili mikið hér á næst- unni því bandið er bókað í aðra tónleikaferð um Evrópu í maí og sveitin hefur verið bókuð á annan tug tónlistarhátíða í sumar, m.a. á Hróarskelduhátíðina og Træna í Noregi. Upptökur standa yfir á nýju efni, en útgáfa Prins Póló (Svavars í Skakkamanage) á lag- inu „Underwear“ er komin í spil- un. - drg Retro Stefson telur í RETRO STEFSON Nýtt efni á leiðinni. MYND/DORKASAURUS > ÁSTFANGINN ROBBIE Robbie Williams er farinn að kalla kærustuna sína „Frú Willi- ams“. Segir söngvarinn að hann líti orðið á kærust- una, Aydu Field, sem eig- inkonu sína. Þó viður- kennir Robbie að enn sé talsvert í að þau gangi í hnapphelduna. DANSAR SIG Í FORM Pamela Anderson hefur farið á kostum í Dancing With The Stars og segir dansinn koma sér í gott form. Pamela hefur engan tíma fyrir ástina Birgitta Sveinbjörnsdóttir, danskennari. Upplýsingar og skráning í s: 899-8669 Suðræn sveifl a er skemmtileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun, latín dönsum og Cha Cha, Jive, Salsa og fl eira, kviðæfi ngum og góðri slökun. Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á lagardögum kl. 10:30 og á miðvikudögum kl. 18:00 í Stúdíó Sóleyjar Jóhannsdóttur í Mecca Spa. Kennarar eru Birgitta Sveinbjörnsdóttir og Ólöf Björk Björnsdóttir. Skráning er hafi n á námskeiðið sem hefst á miðvikudaginn 7. apríl Domo.is • Þingholtsstræti 5 opið alla páskana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.