Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 50
38 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Það er miklu fremur regla heldur en hitt þegar umtal, slúður og vangaveltur byrja að flæða yfir fjölmiðla um næstu James Bond-mynd- ina. Sú herferð virðist hafin og að venju er hún misgáf- uð. Ekkert formlegt hefur verið gefið út um hvað 23. Bond-myndin fjall- ar. Eftir að Daniel Craig tók við smókinginum hefur þó verið ákveðinn uppbygging og rauð- ur þráður og þótt ekki sé vitað hvort þriðja myndin verði sú síð- asta með Craig í hlutverki leyni- þjónustumannsins eður ei gera Bond-sérfræðingar sér ákveðn- ar hugmyndir um að leyniþjón- ustumaðurinn stöðvi heimsyfir- ráðarhugmyndir glæpahringsins Quantum sem kynntur var til leiks í fyrstu myndinni, Casino Royal. Höfuðóvinir James Bond hafa alltaf verið karlmenn þótt vissu- lega hafi sumar konur viljað sjá Bond undir græna torfu... til að byrja með. Einhver heit- asta umræðan á netinu um þess- ar mundir er sú að yfirmaður Quantum-hringsins verði kona og að hún verði leikin af Rachel Weisz. Weisz ku víst hafa upp- lýst að hún hefði ekkert á móti því að vera Bond-stúlka og leika á móti Daniel Craig en þau eru einmitt að leika saman í annarri mynd sem nefnist DreamHouse. Þá hafa ófáir netmiðlar bent á að Weisz og Sam Mendez, leikstjóri Bond 23, hafi átt í stuttu ástar- sambandi á árum áður. Leikarar eru auðvitað ákaflega snjallir að lýsa einhverju óræðu yfir þegar nær dregur frumsýningu þeirra nýjustu verka. Ef höfuðóvinur Bond yrði kven- kyns væri þetta enn ein kúvend- ingin á kvenvæðingu Bonds. Það er ekkert langt síðan að Judi Dench tók að sér hlutverk yfirmannsins M hjá MI5 og hún hefur í undan- förnum myndum náð að þróa með sér óþolinmæði gagnvart kven- semi James Bond og mistökum hans, eitthvað sem gömlu karl- fauskarnir virtust miklu fremur öfunda hann af heldur en hitt. En það ríkir ekki bara mikil spenna um hver verði óvinur Bond. Heldur eru menn alltaf reiðubúnir til að veðja háum fjár- hæðum á næstu Bond-stúlkurn- ar. Þær Olivia Wilde og Freida Pinto hafa báðar verið orðaður við hlutverkið en eins og venjan er eru aðstandendur Bond þöglir sem gröfin; slík kynning er yfir- leitt mjög vel skipulögð og kemur oftar en ekki á óvart. Og svo er það lagið. Vandræða- gemlingurinn Amy Winehouse var mjög fljótlega orðuð við tit- illagið enda minnir rödd hennar óneitanlega á gömlu James Bond- söngkonurnar á borð við Shirley Bassey. Amy virðist hins vegar hafa drukkið sig frá því og nýj- ustu fregnir úr herbúðum Bond- myndarinnar herma að sjálf Lady Gaga verði fengin til að semja og flytja næsta Bond-lag. Þetta ætti auðvitað ekki að koma neinum á óvart, Jack White og Alicia Keys voru með síðasta lagið sem þótti heppnast ákaflega vel og það væri vissulega athyglisvert að heyra hvað furðufuglinn Gaga myndi gera við eitt stykki Bond-slagara. Í nýrri kvikmynd leikkonunn- ar Jennifer Lopez, The Back Up Plan, fer Lopez með hlut- verk konu sem á von á tvíburum. Í einni senu sést Lopez standa nakin fyrir framan spegil að dást að þeim breytingum sem lík- ami hennar hefur gengið í gegn- um. Í nýlegu viðtali viðurkenn- ir leikkonan þó að þetta sé í raun ekki hún. „Mér fannst þessi sena mjög falleg, þetta gerði ég þegar ég átti von á mér, þá stóð ég og horfði agndofa á þær breytingar sem orðið höfðu á líkama mínum. Mér fannst að við ættum að fá barnshafandi konu til að leika í senunni, svo hún yrði raunverulegri. Og við gerðum það, þessi kona var komin átta mánuði á leið,“ útskýrir leikkonan. Fékk ólétta konu til að leika fyrir sig JENNIFER LOPEZ lék ekki sjálf í lítilli nektarsenu í kvik- myndinni The Back Up Plan. Mikil spenna fyrir næstu Bond-mynd Bláa lónið er opið alla páskana frá kl. 10.00–20.00 • Sími 420 8800 • www.bluelagoon.is Spennandi páskadagskrá: Laugardagurinn, 3. apríl kl. 14.00 og 14.45 Annar í páskum, 5. apríl kl. 13.00 Annar í páskum, 5. apríl kl. 14.30 og 16.30 Body Balance í boði Hreyfingar í fundarsal Bláa Lónsins. Fyrstir koma fyrstir fá. Menningar- og sögutengd gönguferð. 2-3 tíma gönguferð fyrir alla fjölskylduna um nágrenni Bláa lónsins. Mæting við bílastæði Bláa lónsins kl. 13.00. Ekkert þátttökugjald er í gönguna. Vatnsleikfimi í boði Hreyfingar fyrir gesti Bláa lónsins. 15% afsláttur Nói Siríus býður öllum börnum páskaegg á meðan birgðir endast Þriggja daga gestakort í Hreyfingu og Blue Lagoon Spa í boði PERSÓNUR OG LEIK- ENDUR Í BOND- SLÚÐRI Rachel Weisz hefur verið orðuð við hlutverk illmennisins í næstu James Bond- mynd. Hún hefur lýst því yfir að hún hefði ekkert á móti því að vera Bond-stúlka. Olivia Wilde og Freida Pinto hafa verið orð- aðar við myndina sem Bond-stúlkur og Lady Gaga er sögð eiga að semja titillagið. Hvað sem því líður er nokk- uð ljóst að Daniel Craig verður James Bond í mynd númer 23.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.