Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 1. apríl 2010 39 Tónlist ★★★★★ Go Jónsi Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég setti þessa fyrstu sólóplötu Jóns Þórs Birgissonar úr Sigur Rós í spilarann. Maður bjóst við öðruvísi tónlist en hjá Sigur Rós, annars væri sólóplata óþörf, en meira vissi maður ekki. Þó að Go sé fyrsta sólóplata Jónsa þá er hún ekki fyrsta hliðarverk- efnið. Í fyrra kom platan Riceboy Sleeps með honum og kærastanum Alex Somers. Á henni voru engin popplög, en stemningsfull og allt- umlykjandi hljóðverk. Áhugaverð plata, en einhvern veginn endaði hún ekki oft í spilaranum. Tónlistin á Go er allt annars eðlis. Hún er lagræn. Á plötunni eru níu popplög sem Jónsi syngur, flest á ensku, en nokkur á íslensku. Tónlistin er poppuð og grípandi, en líka framsækin og tilraunakennd. Og hér gengur það algjörlega upp. Jónsi, Alex Somers og Peter Katis sjá um stjórn upptöku, en sá síð- astnefndi er þekktastur fyrir samstarf sitt með hljómsveitun- um Interpol og The National. Um útsetningar sér bandaríski Íslands- vinurinn Nico Muhly sem hefur áður unnið með Björk, Antony & The John- sons og tónskáldinu Philip Glass. Það sem einkenn- ir tónlistina á Go er einkum tvennt. Í fyrsta lagi rödd Jónsa. Hún er einstök og fær að sjálfsögðu heiðurs- sess hér. Í öðru lagi eru það útsetn- ingarnar sem eru ævintýralega flottar. Þetta er popp, en áhrifa gætir frá folk-tónlist, raftónlist og rokki. Í nokkrum laganna er hávær og tilþrifamikill slagverksleikur finnska trommuleikarans Samuli Kosminen áberandi, en annars- staðar er stemningin rólegri. Og svo leynast flautur, strengir, brjál- að píanó og bjagað rafsurg þarna inn á milli líka, en allt svo listilega fram sett að það truflar ekki melódíska og tign- arlega framvindu poppsins. Tónlistin líkist ekki beint Sigur Rós, fyrir utan röddina. Samt er upphafslag- ið Go Do svolítið eins og fram- hald af Gobbledigook af síðustu Sigur Rósarplötu og lagið Grow Till Tall hefur svipaða dramat- íska uppbyggingu og þetta dæmi- gerða Sigur Rósarlag. Það er líka einhver leyndardómsfull stemning yfir plötunni sem er ekki óskyld Sigur Rós. Á heildina litið hefur Jónsa tek- ist að búa til plötu sem er full af nýjum og spennandi hlutum, en er samt nógu tengd hans fyrri verk- um til þess að aðdáendur Sigur Rósar ættu að vera sáttir. Fyrsta meistaraverk ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Jónsi í Sigur Rós er mættur með sína fyrstu sólóplötu og fyrsta meistaraverk ársins. Tignarlegt popp, bæði framsækið og grípandi. Slegið á nýjar nótur Söngvaranum Ricky Martin líður betur en nokkru sinni fyrr eftir að hann kom út úr skápn- um. Hinn 38 ára poppari notaði Twitter-síðu sína til að tilkynna að hann væri samkynhneigður og hann heldur áfram að nota Twitter til að þakka aðdá- endum sínum fyrir stuðn- inginn. „Ég hef það frá- bært og mér líður betur en nokkru sinni. Ég er bara að slappa af og njóta skilaboðanna frá ykkur. Takk fyrir stuðninginn,“ skrifaði hann á spænsku til aðdáenda sinna en Martin er frá Púertó Ríkó. Á opin- berri vefsíðu sinni segir hann að fæðing tvíburadrengja sinna, Matteos og Valentinos, með aðstoð staðgöngumóður árið 2008 hafi leitt til þess að hann hafi komið út úr skápnum. „Að halda áfram að lifa eins og ég gerði hefði óbeint haft slæm áhrif á tilveru barnanna minna. Hingað og ekki lengra. Þetta verður að breytast,“ skrifaði hann. Aldrei liðið betur Liam Gallagher, fyrrum söngvari Oasis, hefur verið kjörinn besti sviðsmaður allra tíma í nýrri skoð- anakönnun breska tímaritsins Q. Fyrir neðan hann á listanum eru kappar á borð við John Lennon, Jim Morrison, Freddie Mercury og Bono. Allir eiga þeir það sam- eiginlegt að hafa leitt hljómsveit- ir sínar á eftirminnilegan hátt. „Það er annars vegar Elvis og hins vegar ég. Ég á erfitt með að segja til um hvor okkar sé bestur,“ sagði Liam af sinni alkunnu hógværð. Á meðal annarra sem komust á list- ann voru voru Bob Marley, Robbie Williams og John Lydon. Liam bestur á sviði LIAM GALLAGHER Fyrrum söngvari Oasis hefur verið kjörinn besti sviðsmaður allra tíma. 1. Liam Gallagher 2. Bono 3. Freddie Mercury 4. Damon Albarn 5. Chris Martin 6. Matt Bellamy 7. Jim Morrison 8. Bob Marley 9. Paul McCartney 10. John Lennon TÍU BESTU: RICKY MARTIN Popparanum líður betur en nokkru sinni fyrr eftir að hann kom út úr skápnum. JÓNSI Fyrsta sólóplatan kemur í verslanir eftir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Páskar í Bláa lóninu 2 fyrir 1 Gildir gegn framvísun afrifunnar dagana 1. apríl – 25. maí 2010. Frítt fyrir börn, 13 ára og yngri, í fylgd með forráðamönnum Lykill 1561 Tilboð: Páskabrunch á LAVA á páskadag og annan í páskum, kl. 11.00-15.00. Verð: 2.900 fyrir fullorðna, 1.500 fyrir börn 12-15 ára og frítt fyrir börn 11 ára og yngri. 15% afsláttur af silica mud mask og algae & mineral body lotion í Blue Lagoon verslun. Glæsilegir vinningar í boði fyrir þá sem skrá sig í Blue Lagoon klúbbinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.