Fréttablaðið - 01.04.2010, Síða 54

Fréttablaðið - 01.04.2010, Síða 54
42 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Vestmanneyingurinn Kári Kristján Kristjánsson er laus úr „prísundinni“ hjá svissneska félaginu Amicitia Zürich og mun leika með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wetzlar næstu tvö árin. „Það er erfitt að lýsa því hvað ég er feginn að þetta mál er yfirstaðið og búið sé að ganga frá öllu. Það er allt betra en þessi viðbjóður hérna og það er mikill bónus síðan að hafa komist að hjá liði í þýsku úrvalsdeildinni. Nú er það bara stóra sviðið og ekkert kjaftæði,“ segir Kári Kristján en hann var afar kátur með þessa lendingu í sínum málum. Honum hefur verið tíðrætt um hversu leiðinlegur tíminn hafi verið hjá Amicitia Zürich. Ágætis handboltalið en það hefur spillt talsvert fyrir að það er nákvæmlega enginn handboltaáhugi í borginni og álíka margir sem sækja leiki liðsins og þegar Kári spilaði í 6. flokki. „Þetta er svo dapurt að ef einhver skaut í slána þá glamraði í húsinu næsta hálftímann,“ segir Kári en var lang- ur aðdragandi að för hans til Þýskalands? „Strax upp úr áramótum fór ég að líta í kringum mig. Ég var einnig lengi í viðræðum við Magdeburg en Wetzlar sýndi mér meiri áhuga og kom með samning. Liðið var með þrjá línumenn í vetur en tveir eru á förum. Ég geri mér því vonir um að spila í sókn og þeir hugsa mig líka sem miðjumann í vörninni. Nú er það bara undir mér komið að standa mig,“ segir Kári en nýja liðið hans er í fjórtánda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur og þarf ekki að hafa áhyggjur af falli sem stendur. Mér líst mjög vel á allar aðstæður þarna og hef alla trú á því að þetta verði gaman. Það hefur ekkert verið gaman í Sviss en nú verður breyting á. Ég skoðaði aðstæður þarna í tvo daga og leist afar vel á það sem ég sá.“ KÁRI KRISTJÁN KRISTJÁNSSON: BÚINN AÐ SKRIFA UNDIR TVEGGJA ÁRA SAMING VIÐ WETZLAR Í ÞÝSKALANDI Nú er það bara stóra sviðið og ekkert kjaftæði Meistaradeild Evrópu: Arsenal-Barcelona 2-2 0-1 Zlatan Ibrahimovic (46.), 0-2 Zlatan Ibra- himovic (59.), 1-2 Theo Walcott (69.), 2-2 Cesc Fabregas, víti (85.) Inter-CSKA Moskva 1-0 1-0 Diego Milito (65.) IE-deild kvenna: KR-Hamar 83-61 KR: Unnur Tara Jónsdóttir 33/8 fráköst/5 stolnir, Jenny Pfeiffer-Finora 15/5 fráköst, Signý Her- mannsdóttir 14/9 fráköst/6 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 11/6 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/10 frák- öst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 2, Brynhildur Jónsdóttir 2. Hamar: Koren Schram 19/7 fráköst/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Fanney Lind Guðmundsdóttir 2, Julia Demirer 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2. N1-deild karla: Valur-Akureyri 24-22 Mörk Vals: Ingvar Árnason 5, Elvar Friðriksson 5, Fannar Friðgeirsson 5, Arnór Gunnarsson 3, Jón Pétursson 2, Orri Gíslason 1, Gunnar Jóhannsson 1, Sigurður Eggerts. 1, Baldvin Þorsteins. 1. Mörk Akureyri: Oddur Gretarsson 7, Hreinn Hauksson 3, Árni Þór Sigtryggsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Guðmundur Helgason 2, Geir Guðmundsson 1, Guðlaugur Arnarsson 1, Heimir Örn Árnason 1. Fram-FH 28-29 Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 6, Stefán Stefánsson 5, Einar Eiðsson 4, Róbert Hostert 3, Daníel Grétarsson 3, Haraldur Þorvarðarson 3, Guðjón Drengsson 2, Hákon Stefánsson 2. Mörk FH: Bjarni Fritzson 8, Örn Ingi Bjarkason 6, Ásbjörn Friðriksson 5, Hermann Björnsson 4, Benedikt Kristinsson 3, Ólafur Gústafsson 2, Sigurgeir Ægisson 1. HK-Haukar 24-22 Mörk HK: Bjarki Már Elísson 7, Valdimar Þórsson 6, Bjarki Már Gunnarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Sverrir Hermannsson 3, Atli Bachmann 2. Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 8, Sigurbergur Sveinsson 7, Heimir Heimisson 3, Elías Halldórs- son 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Björgvin Hólmgeirs. 1. Grótta-Stjarnan 27-26 Mörk Gróttu: Jón Karl Björnsson 13, Anton Rúnarsson 8, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Hjalti Þór Pálmason 2, Arnar Theodórsson 1. Mörk Stjörnunnar: Guðmundur Guðmundsson 8, Tandri Konráðsson 5, Sverrir Eyjólfsson 3, Daníel Einarsson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2, Þórólfur Nielsen 2, Kristján Kristjánsson 1, Eyþór Magnús- son 1, Jón Arnar Jónsson 1. STAÐAN: Haukar 19 13 2 4 483-457 28 Valur 19 10 3 6 468-444 23 Akureyri 19 10 2 7 511-485 22 HK 19 10 2 7 511-491 22 FH 19 10 1 8 532-512 21 Grótta 19 7 0 12 481-507 14 Stjarnan 19 5 1 13 452-510 11 Fram 19 5 1 13 503-535 11 Undankeppni EM: Bretland-Ísland 16-27 Mörk Íslands: Hanna G. Stefánsdóttir 13, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Hrafnhildur Skúladóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 1, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1 og Rebekka Rut Skúladóttir 1. Berglind Íris Hansdóttir varði 17 bolta í markinu. ÚRSLIT > Einar áfram með Framstelpur Einar Jónsson skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram um að hann þjálfi meistaraflokk kvenna áfram líkt og hann hefur gert und- anfarin ár. „Þetta er eitt af fáum alvöru liðum á landinu í dag. Það eru spennandi tímar fram undan hjá okkur og við stefnum meðal annars á að komast enn lengra í Evrópukeppninni á næsta ári,“ sagði Einar en margir bjuggust við því að hann myndi færa sig í karlaboltann í sumar. „Ég fékk fyrirspurnir frá karlaliðum en vísaði þeim frá mér að þessu sinni. Ég vil halda þessu starfi áfram núna.“ HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið fór góða ferð til London í gær er það lagði Breta að velli, 27-16, í undankeppni EM. Ísland var átta mörkum yfir í hálfleik, 15-7. Íslenska liðið var miklu betra frá upphafi og sigur liðsins aldrei í hættu. Vörn liðsins og mark varsla þétt og bresku stelp- urnar sáu aldrei til sólar. - hbg Kvennalandsliðið vann: Hanna skaut Breta í kaf KÖRFUBOLTI Kvennalið KR getur á laugardag tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn eftir að hafa í gær náð 2-1 forystu í einvíginu við Hamar. KR vann 83-61 heimasigur en næsti leikur verður í Hveragerði þar sem Vesturbæjarliðið hefur ekki tapað í vetur. Í sautján ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur það lið sem kemst í 2-1 í úrslitaeinvíginu ávallt staðið uppi sem sigurvegari. Hamarskon- ur þurfa því að snúa við sögunni til að hampa titlinum. „Liðið sem vinnur þrjá leiki verður meistari og það skiptir engu máli hvort er á undan upp í tvo. Við leiddum allan leikinn fyrir utan fyrstu stigin. Við vorum að gera fullt af mistökum í þess- um leik. Vörnin var töluvert betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var lykillinn að þessu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sem er langt frá því að vera byrjaður að fagna. „Við þurfum að eiga algjör- an toppleik á laugardaginn. Það er mjög auðvelt að mæta til leiks með einhverja værukærð í svona úrslitaleik eftir það sem á undan er gengið.“ Unnur Tara Jónsdóttir átti stór- leik fyrir KR, skoraði 33 stig og tók 8 fráköst. „Hún hefur verið svona alla þessa úrslitakeppni. Bara ógeðslega góð,“ sagði Bene- dikt. KR byrjaði leikinn í gær af krafti gegn vængbrotnu liði Ham- ars sem var án Guðbjargar Sverr- isdóttur sem var veik og þá á Julia Demirer við meiðsli að stríða. KR náði mest ellefu stiga forystu í fyrsta leikhluta en staðan var 27- 19 að honum loknum. Hamarskonur náðu að minnka muninn í þrjú stig í öðrum leik- hluta en síðustu stigin fyrir hlé komu frá KR og staðan 42-35 í hálfleik. Heimaliðið setti í næsta gír eftir hlé og þá var nánast aldrei spurning hvoru meginn sig- urinn myndi enda. Mörgum þótti dómgæslan halla á gestina í seinni hálfleik en 22 stiga sigur KR stað- reynd. „Ég er ekki dómbær á hvort dómgæslan hafi hallað á okkur. Ég vil alltaf fá meira. Það er hlut- lausra aðila að dæma um það,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálf- ari Hamars. „Við erum komnar í stöðu sem við þekkjum. Við lentum í nákvæm- lega sömu stöðu gegn Keflavík og þurfum bara að klóra okkur út úr þessu. Við náðum að stríða KR í þessum leik og með smá herslumun þá hefðum við getað náð forystu í leiknum og þetta hefði þá getað endað öðruvísi,“ sagði Ágúst. - egm Kvennalið KR komið í vænlega stöðu í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur í þriðja leik: Verkefni Hamars að endurskrifa söguna LOKAÐ Hamar komst lítt áfram gegn KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Baráttan í N1-deild karla harðnaði enn frekar eftir leiki gærkvöldsins. Valur vann gríðarlega mikil- vægan sigur á Akureyri og komst fyrir vikið í annað sæti deildar- innar. Akureyri að gefa svolítið eftir í síðustu leikjum. HK nældi einnig í mikilvæg stig er liðið lagði Íslands- og bik- armeistara Hauka af velli en Haukar eru að slaka frekar mikið á þessa dagana. Bjarki Már Elís- son og Valdimar Þórsson sterkir í liði HK að þessu sinni. FH marði sigur á Fram og hélt sér þar með í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina. Algjör- lega lífsnauðsynlegur sigur hjá þeim. Liðið lék án Ólafs Guð- mundssonar sem er í leikbanni en Bjarni Fritzson fór fyrir FH-lið- inu í gær með átta mörkum. Fram er sem fyrr á botnin- um en er þó jafnt að stigum við Stjörnuna sem tapaði fyrir Gróttu í dramatískum leik á Nes- inu. Þar fór hornamaðurinn Jón Karl Björnsson mikinn og skoraði 13 mörk í leiknum. Grótta með sigrinum búið að slíta sig aðeins frá Fram og Stjörnunni. Tilkoma Geirs Sveinssonar hefur hleypt miklu lífi í Nesbúa. - hbg N1-deild karla: Valur í annað sætið STERKUR Ingvar Árnason skorar hér eitt af fimm mörkum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Síðari leikur Barcelona og Arsenal í Meistaradeildinni verður afar áhugaverður. Liðin gerðu 2-2 jafntefli á Emirates í gær. Börs ung- ar verða án miðvarða sinna í seinna leiknum en þeir fóru báðir í bann í leiknum. Sömu sögu er að segja af Cesc Fabregas sem fékk gult og fær ekki að spila á heimavelli liðs- ins sem ól hann upp. Fyrri hálfleikur hjá Barcelona á Emirates í gær var algjör knatt- spyrnuveisla. Börsungar spiluðu stórbrotna knattspyrnu og léku heimamenn sundur og saman. Sem betur fer fyrir Arsenal var markvörðurinn Manuel Almunia að spila leik lífs síns í fyrri hálf- leik. Börsungar byrjuðu síðari hálf- leik af álíka krafti og eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik var Zlatan Ibrahimovic búinn að koma Börsungum yfir. Fékk send- ingu inn í teig. Almunia ákvað að eyðileggja fullkominn leik með því að fara í glórulaust úthlaup. Zlatan þakkaði pent fyrir með því að lyfta boltanum yfir hann og í markið. Þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum átti Xavi góða stungusendingu á Zlatan. Rang stöðuvörn Arsenal brást og Zlatan kláraði færið með stæl. 2-0 fyrir Barcelona. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Cesc Fabre- gas, fyrirliði Arsenal, að líta gula spjaldið í millitíðinni og hann verð- ur því í leikbanni í síðari leiknum. Theo Walcott kom af bekknum eftir seinna markið og hleypti um leið miklu lífi í leik Arsenal. Hann minnkaði síðan muninn 20 mínút- um fyrir leikslok. Fékk stungu- sendingi frá Nicklas Bendtner sem hann kláraði með smekklegu skoti í fjærhornið. Smá líflína fyrir Arsenal. Sú líflína lengdist heldur betur fimm mínútum fyrir leikslok er Fabregas krækti í víti og Carles Puyol þess utan vikið af velli sem var harður dómur. Fabregas tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Hann meiddist reyndar við að taka vítið og haltraði það sem eftir lifði leiks. Puyol er kominn í bann sem og Gerard Pique. Barcelona þarf því að finna nýja miðverði fyrir síðari leikinn. Thierry Henry kom af bekkn- um þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og fékk ákaflega hlýj- ar móttökur hjá stuðningsmönn- um Arsenal. „Byrjun leiksins var okkur geysilega erfið. Þeir hefðu getað skorað nokkur mörk á fyrstu 20 mínútunum. Við vorum að tapa boltanum of snemma en leikmenn- irnir neituðu að gefast upp,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn. „Bæði lið klúðruðu ótrúlegum færum. Mér fannst jafntefli að lokum vera sanngjörn úrslit.“ henry@frettabladid.is Arsenal gafst ekki upp Arsenal átti magnaða endurkomu gegn Barcelona í gær. Sneri gjörtöpuðum leik upp í jafntefli og allt opið fyrir seinni leikinn. Inter vann heimasigur á CSKA. DRAUMURINN ÚTI Fabregas var gráti næst er hann fékk gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni er Arsenal mætir á heimavöll félagsins sem ól hann upp. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.