Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 57

Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 57
FIMMTUDAGUR 1. apríl 2010 45 KÖRFUBOLTI Í kvöld kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja KR og Snæfelli inn í undanúrslit Iceland Express-deildar karla en þá fara fram oddaleikir í Ásgarði í Garðabænum og í Toyota-höllinni í Keflavík. Tindastóll og Stjarnan tryggðu sér odda- leik í síðasta leik en eru þó í ólíkri stöðu í kvöld, Stjarnan er á heimavelli sínum á móti Njarðvík á sama tíma og Stólarnir heimsækja Keflvíkinga í sláturhúsið. Báðir leikir herfjast klukkan 19.15. Þjálfarar leiksins í Ásgarði verða í sviðs- ljósinu í kvöld og það eru fáir í íslenska körfuboltanum með meiri reynslu í úrslita- leikjum í úrslitakeppni. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarð- víkur, og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörn- unnar, hafa saman tekið þátt í 36 oddaleikjum á ferlinum fyrir leik liða þeirra í Garðabænum í kvöld. Í þessum leikjum hefur Sigurður þó alltaf verið liðs- maður Keflavíkur og Teitur hefur verið Njarð- víkingur í þeim ö l lu m nem a einum. Sigurður hefur tekið þátt í 21 oddaleik sem leikmaður eða þjálfari og lið hans hafa unnið í 12 af þess- um leikjum. Teitur hefur tekið þátt í 15 oddaleikjum sem leik- maður eða þjálfari og lið hans hafa unnið tíu af þessum fimmtán oddaleikjum. Teitur hefur betur í inn- byrðis-odda- leikjum þess- ara kappa en hann hefur unnið 3 af 5 oddaleikjum sínum á móti Sig- urði. Sigurður vann þann fyrsta og þann síðasta en þetta er í fyrsta sinn sem þeir mætast sem þjálfarar í oddaleik. - óój Tveir spennandi oddaleikir fara fram í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld: Teitur og Sigurður þekkja vel þessa stöðu ODDALEIKJAREYNSLAN Sigurður Ingimundarson Leikir 21 Sigrar (hlutfall) 12 (57%) Leikir sem þjálfari 9 Sigrar sem þjálfari 5 (56%) Sigrar á móti Teiti 2 (40%) Teitur Örlygsson Leikir 15 Sigrar (hlutfall) 10 (67%) Leikir sem þjálfari 2 Sigrar sem þjálfari 1 (50%) Sigrar á móti Sigurði 3 (60%) KÖRFUBOLTI Ólafur Rafnsson, for- seti ÍSÍ og fyrrverandi formað- ur KKÍ, er í framboði til forseta FIBA Europe og nú er ljóst að hann fær mótframboð frá Tyrk- landi um stöðuna því varaforseti FIBA Europe býður sig fram gegn honum en kosið verður 15. maí. Ólafur Rafnsson var lengi vel einn í framboði en hann er núver- andi stjórnarmaður FIBA Europe ásamt því að hafa verið í fleiri nefndum innan sambandsins í gegnum tíðina. Turgay Demirel frá Tyrklandi ákvað á síðustu stundu að bjóða sig fram gegn Ólafi. Hann er for- seti Tyrkneska sambandsins og varaforseti FIBA Europe. Hann hefur áður boðið sig fram í fyrsta sætið en þá hlaut hann ekki kosn- ingu. - óój Forsetakosningar Fiba Europe: Ólafur fær mót- framboð ÓLAFUR RAFNSSON Forseti ÍSÍ og stjórn- armaður í FIBA Europe. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdótt- ir fékk mikla viðurkenningu í gær þegar Fréttastofan Associ- ated Press valdi úrvalslið ársins í bandaríska háskólaboltanum. Helena var í hópi þeirra leik- manna sem voru næstir því að komast inn í úrvalsliðin þrjú. Viðurkenningin heitir á ensku „All-America honorable-ment- ion“ en fimmtán bestu leikmenn landsins komast í úrvalsliðin þrjú en næstu þrjátíu leikmenn fá síðan þessa sérstöku viður- kenningu. Helena er því í hópi 45 bestu háskólaleikmanna Banda- ríkjanna sem er mikill heiður fyrir hana. Helena leiddi TCU-liðið í bæði stoðsendingum (5,2 í leik) og stolnum boltum (2,2) og hún var í öðru sæti í liðinu í stigaskori (13,5) og fráköstum (6,5). Helena er enn fremur þriðji leikmaður- inn í sögu TCU sem fær svona viðurkenningu frá Associated Press en hinar tvær voru báðar valdar inn í WNBA-deildina. - óój Helena Sverrisdóttir hjá TCU: Ein af þeim 45 bestu í vetur FRÁBÆRT TÍMABIL Helena Sverrisdóttir stóð sig vel með TCU í vetur. MYND/AP www.ms.is/gottimatinn GOTT Í MATINN Í KVÖLD? – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta inn á www.gottimatinn.is  – Þú fi nur fjölda girnilegra uppskrifta á www.gotti i .i gleðilega páskahátíð Er ekki uppla gt að búa til skyramísú á s kyrdag? REYNDIR Sigurður Ingimundar- son og Teitur Örlygsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.