Fréttablaðið - 01.04.2010, Side 64

Fréttablaðið - 01.04.2010, Side 64
Mest lesið DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI Stórauknar skattbyrðar • Skattar á heimili og fyrirtæki hafa aukist umfram það sem gengið var út frá við gerð stöðug leikasáttmálans. • Skattaleg umgjörð fyrirtækja er óhagstæðari en áður sem dregur úr fjárfestingum og atvinnu sköpun. Aðgerðaleysi í atvinnumálum • Ítrekað hefur verið unnið gegn nýjum verkefnum á sviði orkuvinnslu og orkunýtingar. • Skipulagi hreppa við neðri hluta Þjórsár var hafnað með fordæmalausum hætti. • Fjármögnun stórra verkefna með þátttöku lífeyrissjóðanna hefur ekki gengið eftir. • Andstaða er við stór verkefni til atvinnusköpunar á borð við einkarekin sjúkrahús og fleira. Hægagangur í mörgum öðrum málum og vanefndir • Vextir eru enn allt of háir og vaxtamunur milli Íslands og nágrannalandanna of mikill, gjaldeyrishöftin hafa enn ekki verið afnumin og áform um afnám þeirra eru afar metnaðarlítil. • SA harma að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa sett umfjöllun um breytingar á stjórn fiskveiða í sáttafarveg eins og lofað var í yfirlýsingu hennar frá 28. október 2009. • Ríkisstjórnin skuldbatt sig til þess að lögbinda framlög og iðgjöld til Starfsendurhæfingarsjóðs fyrir árslok 2009. Það var ekki gert. Viðbrögð SA koma ekki á óvart Samtök atvinnulífsins hafa allt frá því í október 2009 lýst yfir miklum áhyggjum við ríkisstjórnina vegna fram- gangs stöðugleikasáttmálans. Upplausn hans er mjög óæskileg vegna mikilvægis þess að samstaða ríki með stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins á þessum erfiðu tímum. Samtök atvinnulífsins (SA) komu á síðasta ári að gerð stöðugleikasáttmála með aðild alls vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar innar. Markmið sáttmálans var að stuðla að sam- stilltu og öflugu átaki í atvinnu málum. Skapa átti skilyrði fyrir aukinni fjár festingu innlendra sem erlendra aðila, auknum hag- vexti og leggja grunn að bættum lífs kjörum til framtíðar. SA fylgdu sáttmálanum eftir með aðgerða- áætlun sem nýlega var kynnt undir yfir- skriftinni „Atvinna fyrir alla“. Ef fylgt væri öflugri atvinnu stefnu gæti krepp unni lokið á þessu ári. Ráðherrar telja sig hins vegar óbundna af þeim samningum sem oddvitar ríkis- stjórnar innar hafa undirritað og því hefur traust milli SA og ríkisstjórn ar innar brostið . SA var í raun vísað frá stöðugleika- sáttmálanum. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs. Aðildarfyrirtæki SA eru um tvö þúsund talsins og eru í margs konar rekstri. Innan SA er að finna allt frá einyrkjum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá félags mönnum SA starfar um helmingur launamanna á almenna vinnumarkaðnum á Íslandi. Við viljum atvinnu og uppbyggingu YFIR 15.000 ÍSLENDINGAR ERU ÁN ATVINNU – ÞVÍ VERÐUR AÐ BREYTA ENGA KYRRSTÖÐU Kynntu þér aðgerðaáætlun Samtaka atvinnulífsins á www.sa.is Syrgir Þórkötlu Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson sneri heim frá Brasilíu í gær þar sem hann er búinn að dvelja síðustu mánuði. Skugga brá þó á heimkomuna þegar hann komst að því, með hjálp Fréttablaðsins, á leiðinni heim að 250 landnámshænur hefðu drepist í bruna á Tjörn á Vatnsnesi á sunnudag. Þórkatla, land- námshæna Samúels, fórst í eldsvoðan- um, en hann hafði séð um að ala hana undanfarin misseri. - afb Leitar ráða hjá formanninum Eins og kunnugt er endaði Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi en hafði stefnt á það fyrsta. Óvissa ríkti um hvort Gunnar myndi þiggja sætið og var jafnvel talað um að hann færi í sérframboð. Gunnar hefur legið undir feldi síðustu vikur og hefur meðal annars sést á vappi í Hádeg- ismóum þar sem hann hefur setið fundi með Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins. Ekki er vitað hvað þeim hefur farið á milli en ekki er útilokað að bæjarstjórinn fyrrver- andi hafi leitað ráða hjá formann- inum fyrrverandi. Gunnar hefur í það minnsta ákveðið að þiggja þriðja sætið og hefur því ekki sagt skilið við Kópavog né Sjálfstæðis- flokkinn. - kh 1 Ný gossprunga opnaðist á Fimmvörðuhálsi - myndir 2 Sýna myndir af gosinu í HD gæðum 3 Leggja niður störf á morgun að óbreyttu 4 Búrkur og blæjur bannaðar í Belgíu 5 Mæðrastyrksnefnd úthlutar matarpökkum með...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.