Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 16
BATI FYRIR BÖRNIN er úrræði sem Lárus Blöndal sál- fræðingur hefur þróað fyrir SÁÁ og er ætlað börnum alkóhólista og fíkla á aldrinum 7 til 17 ára. www.saa.is Fólk með tannlæknahræðslu getur sigrast á henni með nálastungum samkvæmt nýlegri rannsókn átta breskra tann- lækna. Niðurstöður nýrrar rannsókn- ar breskra tannlækna benda til þess að hægt sé að sigrast á tann- læknahræðslu með nálastungum. Niðurstöðurnar lofa góðu því einn af hverjum fimm er talinn haldinn tannlæknahræðslu á háu stigi. Tuttugu sjúklingar tóku þátt í rannsókninni og eftir fimm mín- útna nálastungumeðferð sigruðust allir með tölu á óttanum, en nál- unum var stungið á tvo tiltekna staði á höfði. Dr Palle Rosted, sem leiddi rannsóknina, er að vonum ánægður með niðurstöðurnar. „Þó að þetta hefi verið lítið úrtak þá gerði meðferðin öllum gott.“ Rost- ed segir sjúklingana hafa átt sögu um að hlaupa öskrandi út af tann- læknastofum og að í mörgum til- fellum hafi þurft að halda þeim niðri í tannlæknastólunum með valdi, beita sljóvgunar- og jafnvel svæfingarlyfjum. Allir þátttak- endur voru á fertugsaldri og höfðu þjáðst af tannlæknahræðslu frá tveimur og upp í þrjátíu ár. Marg- ir höfðu áður reynt að takast á við óttann með dáleiðslu og slökunar- aðferðum en án árangurs. Dr. Rosted segir engan vafa á að nálastungurnar geri gagn. Hann blæs á fullyrðingar um að þær virki einungis vegna þess að sjúklingarnir trúi á þær. „Þó þetta hafi ekki verið varanleg lækning þá hjálpaði hún þessu fólki að kom- ast í gegnum meðferðina. Profess- or Damien Walmsley hjá breska tannlæknasambandinu segir tann- lækna gera allt þeir sem geti til að lina þjáningar sjúklinga og að þeir hafi í auknum mæli tileinkað sér dáleiðslu og nálastungutækni til að hjálpa kvíðnum sjúklingum að slaka á. -ve Nálastungur við tannlæknahræðslu Eftir fimm mínútna nálastungumeðferð gátu allir þátttakendur í rannsókninni undir- gengist meðferð en þeir höfðu áður tryllst af ótta. NORDICPHOTOS/GETTY - Áhyggjur veikja ónæmiskerfið. Kannski mætti taka öðru hvoru til í áhyggju- hólfi hugans því stundum erum við að burðast þar með eitthvað sem hægt er að losa sig við. - Góður hlátur bætir heilsuna. Leyfum okkur að hlæja og hlæja mikið. Það eykur brennslu, lækkar blóðþrýsting og dregur úr vöðvaspennu. - Notum heilasellurnar. Prófessor í Berkeley hefur fundið samhengi milli bridsspilamennsku, öflugs ónæmiskerfis og frjórr- ar hugsunar. - Hugsum jákvætt. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem temur sér jákvæða hugsun strax á unga aldri lifir að jafnaði tólf árum lengur en nöldursegg- irnir. - Tónlist bætir og kætir. Einstaklingur getur styrkt ónæmiskerfið með því að hlusta á tón- list sem lætur vel í hans eyrum. Hann verð- ur þó að gæta þess að ergja ekki annan með henni. - Lækkum hávaðann. Stöðugur og ærandi hávaði dregur úr virkni ónæmiskerfisins og hækkar blóðþrýsting. Eyrnatappar gera gagn. Heimild/aftonbladet.se Ónæmiskerfið eflt HEILSUNA GEFUR SÉR ENGINN SJÁLFUR EN HVER OG EINN GETUR ÞÓ MEÐ ÝMSUM HÆTTI REYNT AÐ HAFA JÁKVÆÐ ÁHRIF Á HANA. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 5. apríl - Annar í páskum Miðvikudagur 7. apríl Fimmtudagur 8. apríl Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir fólki að afla, varð- veita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00. Íslenskuhópur - Hefur þú lært íslensku en þarft að æfa þig í að tala? Tími: 13.00 -14.00. Prjónahópur - Komdu og prjónaðu. Tími: 13.00 -15.00. Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00 Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00. Föndur, skrapp myndaalbúm og kort - Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 12:00 -14.00. Saumasmiðjan - Breytt og bætt. Tími: 13.00-15.00. Þýskuhópur - Æfðu þig í að tala þýsku. Tími: 14.00-14.45. Spænskuhópur - Við æfum okkur í að tala saman á spænsku um tónlist hins spænskumælandi heims. Tími: 15:00 -15.45. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Barnið komið heim - Námskeið fyrir verðandi og ný- orðna foreldra. Fyrsti hluti af fjórum.Skráning nauðsyn- leg. Tími: 16.30. Skip án skipstjóra - Einstaklingur án markmiða er eins og skip án skipstjóra. Tími: 12.15-13.15. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Hvernig stöndumst við álag - Hvað fær okkur til að pirrast og reiðast yfir smámunum? Tími: 13.30 -15.00 Hláturjóga - Viltu losa um spennu? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 9. apríl Allir velkomnir! Þriðjudagur 6. apríl Rauðakrosshúsið Hráfæði - Edda Magnúsdóttir fræðir gesti um hráfæði, hvað það er og hvað það gerir fyrir líkamann. Fáðu fræðslu, lærðu að gera hollann morgundrykk og fáðu að smakka. Tími: 12.30-13.30. Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Komdu með fartölvu ef þú getur. Tími: 13.30-15.30. Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf. Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00. Ráðgjöf fyrir innflytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00. Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar þig að læra bridds? Tími: 14.00-16.00. Hvernig líður þér í dag? LOKAÐ! Framundan í Rauðakrosshúsinu: Fyrir utan rammann Leiklistar og framkomuþjálfun sem nýtist í daglegu lífi og ekki síður í atvinnuleit. Skráning nauðsynleg í síma 570 4000. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.