Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 17
FASTEIGNIR.IS 6. APRÍL 201014. TBL. Eignamiðlun og Fasteignamiðstöðin eru með reitinn á horni Lækjargötu og Austurstrætis til sölu en þar stendur Reykjavíkurborg fyrir enduruppbyggingu húsa sem skemmdust í eldsvoða 2007. V erið er að endurbyggja húsin í anda upprunalegs útlits. Uppbyggingin gengur vel og í samræmi við áætlanir verða eignirnar boðnar til sölu eða leigu. Hægt verður að afhenda húsin nýjum rekstrar- aðilum seint í haust. Saga og fortíð bygginga á reitnum á að skila sér, en þó þannig að húsin hafi fullt notagildi nútíma. Þetta er grunnurinn í verðlaunatillögunni um uppbyggingu og alls fyrirkomulags á reitnum sem atkitektastofurnar Gullinsnið, Studio Granda og Argos unnu. Byggingarnar sem um ræðir eru að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 og 2a. Austurstræti 22 var reist árið 1801 og var lengi meðal merkustu húsa bæjarins. Það var byggt sem stokkahús og kom tilsniðið til landsins. Í því var íbúð stiftamtmanns, aðsetur landsyfirréttar, prestaskóli, verslunarhús og veitingahús. Húsið var friðað samkvæmt þjóðminjalögum. Landsyfirréttarhús- ið að Austurstræti 22 sem byggt var af Ísleifi Einars- syni 1801-2, verður endurgert sem stokkahús og mun hafa allt yfirbragð frá blómaskeiði sínu eftir að Trampe greifi hafði endurbætt það verulega um 1807. Húsið við Lækjargötu 2 var byggt árið 1852 og er fyrsta sérhannaða hornhúsið í Reykjavík. Sigfús Ey- mundsson ljósmyndari, bóksali og athafnamaður bjó í húsinu og rak þar ljósmyndastofu um árabil. Þar hafa verið ýmsar verslanir, myndlistargallerí og veitinga- hús til húsa hin síðari ár. Húsið að Lækjargötu 2, sem byggt hefur verið í mörgum áföngum frá 1852 til 1980, verður hækkað um eina hæð, þ.e. byggð ný fyrsta hæð og eldri hlutar end- urgerðir ofan á hana. Lækjargata 2a, Nýja bíó, stóð á baklóðinni og var byggt sem bíóhús árið 1920. Það var þá stærsta sam- komuhús landsins með sæti fyrir 500 manns. Það brann árið 1998. Húsið var byggt í anda svokallaðs Jugend- stíls. Reist verður nýtt hús á bakhluta lóðar Austur- strætis 22 sem mun taka form sitt og yfirbragð að veru- legum hluta af Nýja bíói. Gert er ráð fyrir að nýir notendur og framtíðareig- endur innrétti húsin miðað við sínar þarfir. Öll húsin verða fullfrágengin að utan, en óinnréttuð að innan. Byggingar sem nú rísa á horni Lækjargötu og Aust- urstrætis eru alls tæplega 2.500 m² að flatarmáli og rúmlega 9.000 m³ eða um tvisvar sinnum stærri en þær byggingar sem þarna stóðu fyrir brunann. Þar af er kjallari um 800 m², Lækjargata 2 ofan kjallara um 756 m², bakhús (Lækjargata 2b, Nýja bíó) ofan kjallara og með aðalstigakjarna um 724 m² og loks er húsið Austur- stræti 22 ofan kjallara með útbyggingu um 220 m². Metnaðarfull endurbygg- ing í takt við söguna Húsin á reitnum verða endurbyggð í anda upprunalegs útlits. Vel skipulagt 70,2 m2, 3ja herbergja raðhús á einni hæð með góðum garði við Grundar- tanga í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, þvottahús/geymslu, baðherbergi, stofu og eldhús. Timburverönd og sérgarður í vestur. V. 19,9 m. 4861 Grundartangi 54 - 270 Mosfellsbæ Opið hús í dag þriðjudag frá kl. 17:30 til 18:00 KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Einar Páll Kjærnested lögg. fasteignasali. einar@fastmos.is Opið hús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.