Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 24
 6. APRÍL 2010 ÞRIÐJUDAGUR Allar stóru fréttirnar í sportinu, hellingur af skúbbi og Mín skoðun! Sport og Rokk á X-inu 977 Fótbolti Handbolti Körfubolti Golf Margt fl eira Þrír af fyrrum keppendum Söngkeppni framhaldsskól- anna deila reynslu sinni af keppninni og veita keppend- unum í ár góð ráð. SIGURÐUR ÞÓR ÓSKARSSON, SIGUR VEGARI 2008 „Það var frábært að vera sá fyrsti frá Verzló til að vinna,“ segir Sig- urður, en hann stefnir þó á aðrar brautir í framtíðinni. „Ég fékk inn- göngu í leiklistardeild Listaháskól- ans og á leiklistin hug minn allan um þessar mundir.“ Sigurður var einnig kynnir á Samfés 2010. „Ég hvet fólk til þess að hugsa sig tvisvar um áður en það úthúðar kynnum á svona keppnum,“ segir hann. „Það tekur á að reyna að vera skemmtilegur og með allt á hreinu á sama tíma.“ PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, LENTI Í 3. SÆTI 1990 „Þessi keppni, sem og allar aðrar svona keppnir fyrir ungt fólk, eru bráðnauðsynlegar fyrir krakka sem hafa þennan hita inni í sér og þurfa að láta hann brjótast út,“ segir Páll Óskar. „Það er ekki nóg að standa heima með hárbursta fyrir framan spegilinn. Maður þarf aðra spegla til að fá alvöru viðbrögð.“ Páll Óskar tók þátt fyrir hönd MH fyrir 20 árum. „Ég varð í þriðja sæti og Móeiður Júníusdótt- ir í öðru. Við ákváðum að láta ekki bugast, spýttum í lófana og stofnuð- um saman jazzsveit ásamt öðrum vel völdum músíköntum. Við gerð- um það svaka gott. Það skiptir öllu máli hvernig maður spilar úr spil- unum sem maður hefur. Að gefast ekki upp.“ NANNA BRYNDÍS HILMARSDÓTTIR, LENTI Í 3. SÆTI 2008 OG SIGRAÐI MÚSÍKTILRAUNIR 2010 „Þetta var mikið ævintýri og svakalega gaman,“ segir Nanna, sem keppti fyrir Fjölbraut Suður- nesja. „Eftir keppnina 2008 hélt ég áfram að semja og við stofnuð- um hljómsveitina Of Monsters and Men og unnum svo Músíktilraun- ir nú í ár. Nú erum við að spila á fullu og gengur rosalega vel.“ Nanna segir keppnina 2008 hafa verið mjög góða reynslu. „Maður var að koma fram fyrir þjóðinni allri. Það var frábær til- finning, gerist ekki betra en það.“ - sv Undir manni sjálfum komið Sigurði fannst frábært að vinna 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Páli Óskari hefur gengið vel eftir keppni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nanna líkir söngkeppninni við ævintýri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RÁÐ HANDA KEPPENDUM: Sigurður: „Þótt það sé klisja, þá er einfaldlega málið að hafa gaman af þessu og taka keppnina og sjálfa sig ekki of alvarlega.“ Páll Óskar: „Veldu þér lag sem þú hefur ekki mikið fyrir að syngja, eins og það hafi verið samið sérstaklega fyrir þig. Þegar maður slakar á finna áhorfendur það. Ekki færast of mikið í fang.“ Nanna: „Að vera einlæg umfram allt, þó svo að stressið segi til sín. Ein- lægnin kemur manni í gegn um það.“ Menntask. á Akureyri 900-2009 Framhaldssk. á Laugum 900-2010 Iðnskólinn í Hafnarfirði 900-2011 Framhalds. í Mosfellsbæ 900-2012 Fjölbr. Vesturlands 900-2013 Fjölbr. Norðurlands-V 900-2014 Fjölbr. í Breiðholti 900-2015 Tækniskólinn 900-2016 GÍSLI GUNNAR D. GUÐ MUNDS SON JÓHANN AUÐUNN ÞOR STEINS SON HILDUR SÓL MUNDS DÓTTIR MARTHA LIND RÓBERTS DÓTTIR DARRI RAFN HÓLMARS SON BRYND ÍS ELSA GUÐJÓNS DÓTTIR EMMA LOVÍSA DIEGO SIG URJÓN SINDRI KEPPENDUR Í SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA 2010 ● ALLIR KEPPENDUR FÁ EIGIN AÐDÁENDASÍÐUR Einkar handhægt verð- ur að kynna sér keppendur í ár. Allir keppendur munu fá sínar eigin aðdáendasíðu á Face- book þar sem hægt verður að fá allar upplýsingar um hvern keppanda fyrir sig. Einnig verð- ur með einföldum hætti hægt að hlusta á það lag sem hver keppandi mun flytja í keppninni en með þessu móti verður hægt að kynna sér betur framlags hvers skóla í keppninni. Ekki má gleyma að á aðdáendasíðunum munu vera myndir og myndbönd af keppend- um sem koma sér vel fyrir þá sem fá aldrei nóg af fróðleik um Söngvakeppnina og öllu sem keppninni fylgir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.