Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 26
 6. APRÍL 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● Söngkeppni framhaldsskólanna Kynnar Söngkeppni fram- haldsskólanna þetta árið eru tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson og Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona. Þau hlakka til verkefnisins og segja keppnina vera frábæran stökkpall fyrir hæfileikafólk landsins. Þetta er skemmtilegt og hvetjandi í alla staði,“ segir Edda. „Það er greinilegt að keppendur eru að nýta sér sköpunargleðina út í ystu æsar. Sum atriðin eru hreint út sagt sýning út af fyrir sig.“ Erpur tekur undir þetta og segir að á 20 ára afmælishátíð keppni sem þessarar sé eins gott að það sé eitthvað almennilegt í gangi allt kvöldið. „Þetta er flottur hópur af keppendum og skemmtiatriðin á milli eru heldur ekkert slor,“ segir hann. „Þetta er svona eins og há- skólaboltinn í körfunni í Banda- ríkjunum, einn af hápunktum árs- ins. Svo framleiðir þetta bara stór- stjörnur líka, þegar maður lítur á liðið sem er að gera það gott í dag. Svakalega margir sem hafa tekið þátt,“ segir Erpur. Edda tók sjálf þátt fyrir hönd MH fyrir mörgum árum. Þó vill hún ekki ljóstra upp smáatriðum um þátttökuna. „Það eina sem ég vil segja er að þetta var góð og gefandi reynsla. En ég held að ég muni standa mig betur sem kynnir heldur en keppandi,“ segir hún. Edda hlakkar til að takast á við hlutverk kynnis og segir það skipta sköpum í undirbúningnum að vera á tánum og með allt sitt á hreinu. „Þetta er allt annað en leiklistin. Það er ákveðinn stressfaktor sem fylgir því að vera í beinni útsend- ingu og þurfa að passa sig á því að koma öllum upplýsingum rétt frá sér. En ég skýt þá bara á Erp til að koma með einhverja limru.“ Kynnarnir tveir segja að besta ráðið fyrir keppendur til þess að undirbúa sig sé bara að taka þessu með ró og njóta þess að vera mið- punktur senunnar. „Maður á bara að vera með allt sitt á hreinu og leyfa adrenalíninu að vinna með sér,“ segir Erpur. Edda gefur kepp- endum einnig þau ráð að setja á sig gott ilmvatn, en umfram allt njóta þess að vera til. - sv Ilmvatn og adrenalín í veganesti Erpur og Edda munu bregða sér í hlutverk kynna á Söngkeppni framhaldsskólanna og reikna með rífandi stuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Borgarholtsskóli 900-2025 Menntask. við Sund 900-2026 Verkmenntask. á Akureyri 900-2029 Framhaldssk. í A-Skaftafellss. 900-2030 BJARNI FRIÐRIK GARÐARSSON KRISTRÚN HILDUR BJARNADÓTTIR KRIST MUNDUR OG JÚLÍ HEIÐAR KRISTÍN HRÖNN JÓNSDÓTTIR KEPPENDUR Í SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA 2010 Fjölbr. Suðurlands 900-2027 Menntask. á Egilsstöðum 900-2028 GUNNAR GUÐNI HARÐARSON ØYSTEIN MAGN ÚS GJERDE Fj.brautask. Vestmannaeyja 900-2031 Menntask. í Reykjavík 900-2032 SILJA ELSABET BRYNJARSDÓTTIR GUÐBJÖRG HILMARSDÓTTIR „Fyrir utan að vera frá- bært tækifæri fyrir fólk að spreyta sig, þá rífur þessi keppni upp félags- lífið í skólunum meira en nokkuð annað. Ég hafði aldrei stefnt á feril sem söngvari fyrr en ég tók þátt,“ segir Sverrir Berg- mann sem bar sigur úr býtum í keppninni árið 2000 með laginu Án þín, sem var íslenska útgáfa lags Bon Jovis, Always. Fé- lagarnir Auðunn Blöndal, Brynjar Elefsen og Sverrir sömdu textann fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra. Lagið sló í gegn og trónaði í efsta sæti íslenska vinsælda- listans fimm vikur í röð. „Þetta kom manni á kortið sem söngvara. Maður veit í raun aldrei hvað hefði gerst ef ég hefði ekki tekið þátt.“ Sverrir veitir kepp- endum í ár þau ráð að velja sér lag sem hljómar vel og muna að þetta sé söngkeppni en ekki laga- eða textakeppni. „Fólk verður að taka þessu alvarlega. Aldrei er að vita hvað þetta getur gert fyrir mann í framtíðinni.“ Snýst um að hljóma vel Sverrir Bergmann Full búð af nýjum NIKE vörum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.