Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2010 3 María Einisdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra geðsviðs og mannauðsráðgjafi geðsviðs Land- spítalans, segir það vel þekkt fyr- irbæri að vorin sé ekki endilega besti tíminn fyrir þá sem eiga við þunglyndi að etja. „Það er þekkt að vorin eru ekki endilega besti tíminn. Fólk fer að bera sig saman við aðra í þjóðfélaginu, sem gleðj- ast yfir sumrinu og gleðin, sem manni er ætlað að finna en finn- ur ekki, er bara til að undirstrika þessi miskunnarleysu veikindi,“ segir María. „Maður heyrir oft frá sjúklingum að þeim finnist erfitt þegar gróður- inn er að koma til, úti er hækkandi sól, en enn eru þessi dimmu ský þunglyndis yfir öllu,“ segir María og bætir við að þó sé þetta misjafnt eftir tegundum þunglyndis og til dæmis er skammdegisþunglyndi verra á veturna. „Það er mjög einstaklingsbund- ið hvernig árstíðir spila inn í þung- lyndið og hvort þær gera það. Það sem er mikilvægt er að leyfa sér að staldra við og reyna að njóta litlu hlutanna í umhverfinu sem eru gefandi. Leyfa sér að njóta fal- legu litanna, fuglasöngsins og því sem náttúran gefur. Fyrir mjög þunglynt fólk er það þó mjög erf- itt. Hreyfing er líka þekkt bjargráð og það getur verið auðveldara fyrir fólk að koma sér að því að hreyfa sig með hækkandi sól og hlýnandi veðri. Það hefur verið vel rann- sakað að hreyfing, þar sem maður tekur verulega á, virkar gegn þung- lyndi og starfsfólk geðheilbrigð- isþjónustunnar hvetur fólk mjög til þess að hreyfa sig og við bjóð- umst til að fara út að ganga með þeim sjúklingum sem eru það veik- ir að þeir treysta sér ekki einir. Í dýpsta þunglyndinu finnst fólk oft mjög erfitt að heyra minnst á það að fara að hreyfa sig en þegar fólk er komið úr úr erfiðustu veikind- unum er þetta eitt af mikilvægustu leiðunum til að ná bata.“ juliam@frettabladid.is Vorið ekki öllum auðvelt Á meðan margir gleðjast yfir hækkandi sól og hitastigi geta þeir sem þjást af til dæmis þunglyndi upplif- að vorið sem mjög erfiðan tíma, ef þeir bera sig saman við þá sem finna sumargleðina auðveldlega. Vorið getur verið mörgum erfitt sem þjást að þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum en mjög einstaklingsbundið er hvernig árstíðir spila inn í veikindin. „Það hefur verið vel rannsakað að hreyfing, þar sem maður tekur verulega á, virkar gegn þunglyndi,“ segir María Einisdóttir, staðgengill framkvæmda- stjóra geðsviðs Landspítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bandarískir læknar við Duke- háskólann framkvæmdu rann- sóknina. Þeir endurmátu rönt- genmyndir 92 sjúklinga sem höfðu orðið fyrir hnjaski á mjöðm og mjaðmagrind með því að nota MRI-skanna sem er nákvæmari rannsóknaraðferð. Þá kom í ljós að læknum höfðu yfirsést 35 brot. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu American Journal of Roentgenology. Í rannsókninni voru meðal ann- ars rannsakaðir 13 sjúklingar sem kvörtuðu undan sársauka en virtust vera óbrotnir samkvæmt röntgenmynd. Við nánari athugun með MRI-skanna komu í ljós 23 brot í þessum 13 sjúklingum. Fimmtán sjúklingar sem röntgenmyndir sýndu að væru brotnir voru einnig athugaðir og þá komu í ljós 12 brot til viðbótar við þau sem þegar var vitað um. Niðurstaðan gat einnig verið á hinn veginn. Ellefu sjúklingar sem röntgenmynd- ir bentu til að væru brotnir voru óbrotnir þegar þeir voru rannsakaðir með MRI- skanna. Rannsakendur töldu mikilvægt að læknar nýttu sér MRI-tæknina ef þeir væru í vafa. Þó var tekið fram að dýrt væri að nota MRI-aðferðina og alls ekki til þess ætlast að nota hana í öllum tilvikum enda röntgenmyndir í flestum tilvik- um nógu góðar. Röntgentæknin stundum óáreiðanleg NÝ RANNSÓKN SÝNIR AÐ RÖNTGENMYNDIR SÝNI EKKI ALLTAF ÖLL BEINBROT Í MJÖÐM OG MJAÐMAGRIND. Litið á röntgenmynd. Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. Nina - “push up” í B,C,D skálum á kr. 6.885,- “ teg. Nina - “push up” fyrir brjóstgóðar í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Flest slys verða í umferðinni en næstflest í heimahúsi eða frítíma. Á vef landlæknisembættisins er að finna áhugaverða tölfræði um margt það sem tengist heilbrigð- isþjónustu. Meðal annars eru þar tölur úr Slysaskrá Íslands. Slysa- skráin er miðlægur gagnabanki sem inniheldur upplýsingar um slys með meiðslum og upplýsing- ar um eignatjón í umferðaróhöpp- um. Hér fyrir neðan er tekið dæmi um slíkar tölur. FJÖLDI SLYSA EFTIR TEGUND ÁRIÐ 2008 Umferðarslys 11.831 eða 28,2% Vinnuslys 6.997 eða 16,7% Heima- og frítímasl. 14.322 eða 34,1% Sjóslys 81 eða 0,2% Íþróttaslys 3.464 eða 2% Skólaslys 2.344 eða 5,6% Önnur slys 2.954 eða 7% Fjöldi slysa Tæplega 12 þúsund manns slösuðust í umferðinni árið 2008.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.