Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 42
22 6. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR Landsvirkjun | Háaleitisbraut 68 | sími 515 9000 | www.landsvirkjun.is Staða og framtíðarsýn Grand Hótel Reykjavík Föstudaginn 16. apríl 2010 kl. 13.00–15.00 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 0 07 39 Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 16. apríl kl. 13.00–15.00. Á fundinum verður kynnt afkoma, fjárhagsstaða og framtíðarsýn fyrir Landsvirkjun. Einnig verður fjallað um stöðu, horfur og þróun á innlendum og alþjóðlegum raforkumarkaði. Fundurinn er öllum opinn og allir velkomnir Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 15. apríl nk. á www.landsvirkjun.is/skraning, eða hjá Soffíu Þórisdóttur, soffia@lv.is. Dagskrá Skráning kl. 12.30–13.00 Ávarp stjórnarformanns Landsvirkjunar Ræða fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Ársreikningur Landsvirkjunar 2009 Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Þróun íslensks raforkumarkaðar og framtíðarsýn fyrir Landsvirkjun Hörður Arnarson forstjóri KEMST MAN. UTD. ÁFRAM? Á MORGUN Í KVÖLD UPPHITUN UPPHITUN kl. 18:30 kl. 18:30 kl. 18:00 kl. 16:20 kl. 18:00 BARCELONA - ARSENAL MAN. UTD. - BAYERN M. LYON - BORDEAUX CSKA MOSKVA - INTER KÖRFUBOLTI Það verður rafmagn- að andrúmsloft í DHL-höllinni í kvöld þegar KR og Hamar mæt- ast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í úrvals- deild kvenna. Hamar vann sex stiga sigur, 81-75, í fjórða leik liðanna á laug- ardag og þvingaði með því fram oddaleik vestur í bæ í kvöld. „Þetta verður rosaleikur. Þetta eru tvö frábær lið og menn gleyma því oft hvað Hamars lið- ið er hrikalega gott. Það er bara stál í stál þegar þessi lið mætast,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, segir það afar jákvætt að fá oddaleik. „Þetta er draumur fyrir körfu- boltann að fá oddaleik um titilinn annað árið í röð. Það er allt í húfi og þetta verður flottur leikur,“ sagði Ágúst. - hbg Iceland Express-deild kvenna: Oddaleikur hjá KR og Hamri ALLT UNDIR Margrét Kara og félagar í KR eiga heimavöllinn í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Seinni umferð átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með tveimur leikjum. Inter sækir CSKA Moskva heim og Evrópumeistarar Barcelona taka á móti Arsenal. Inter vann fyrri leik- inn, 1-0, en fyrri leik Börsunga og Arsenal lyktaði með jafntefli, 2-2. Evrópumeistararnir verða án miðvarða sinna – Carles Puyol og Gerard Pique – í leiknum í kvöld. Þeir eru báðir í leikbanni og það verður einhver hausverkur hjá Barcelona að leysa það. Heima- menn verða þess utan án Zlatan Ibrahimovic og Andres Iniesta sem eru meiddur og Yaya Toure er tæpur. Það eru einnig meiðslavandræði hjá Arsenal. Cesc Fabregas spilar ekki meira í vetur og í gær varð ljóst að Alex Song mun ekki geta spilað vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Wolves um helgina. Honum var ætlað að leysa William Gallas af í miðri vörn Ars- enal en nú er ljóst að af því verð- ur ekki. Sol Campbell verður því væntanlega í vörninni hjá Arsenal í kvöld. Í lið Arsenal vantar einnig Andrey Arshavin. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er þrátt fyrir allt borubrattur fyrir leikinn enda hefur Arsenal gengið vel á útivöllum undir hans stjórn og meðal annars lagt AC Milan, Inter og Real Madrid. „Við höfum unnið alls staðar í Evrópu. Barcelona er samt staður sem við eigum eftir að vinna. Það er því ekki til betri tími að gera það en núna,“ sagði Wenger. Inter hefur naumt forskot í Moskvu og Jose Mourinho, þjálfari Inter, á von á allt öðru en auðveld- um leik. „Þessi rimma er galopinn. Við verðum að skora mark til þess að eiga möguleika,“ sagði Mourin- ho en Wesley Sneijder meiddist á æfingu í gær sem er áhyggjuefni fyrir Inter. „Við vonum það besta og ég mun gefa honum tíma alveg fram að leik til þess að jafna sig. Ég er bjartsýnn á að hann geti spilað.“ henry@frettabladid.is Bæði lið mæta særð til leiks Síðari leikur Barcelona og Arsenal í átta liða úrslit- um Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld. Bæði lið þurfa að sætta sig við að spila án lykilleikmanna. VÍTIÐ UMDEILDA Cesc Fabregas fær hér víti í fyrri leiknum. Puyol var vikið af velli fyrir vikið og er í banni í kvöld. Fabregas er meiddur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.