Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 6
6 7. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif hefur sú ákvörðun grein- ingarfyrirtækja að breyta horfum á lánshæfi ríkisins í neikvæðar? Alþjóðleg greiningarfyrirtæki hafa undanfarið breytt horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkis- ins úr stöðugum í neikvæðar. Eitt greiningarfyrirtækjanna hefur þegar fellt lánshæfismat ríkisins úr svokölluðum fjárfestingarflokki í ruslflokk, og stutt gæti verið í að önnur fari sömu leið. Síðast í gær t i lkynnt i greiningarfyrirtækið Moodys að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfismat Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matið er í dag neðst í svokölluðum fjárfestingarflokki, og vantar lítið á hjá bæði Moodys og Standard & Poors að matið detti niður í ruslflokk. Ekki er ástæða til að gera of mikið úr því að greiningarfyrir- tækin breyti horfum á lánshæf- ismati ríkisins í neikvæðar, segir Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík. Íslenska ríkið, sem og aðrir íslenskir lántakendur, er í þeirri stöðu að enginn möguleiki er á að sækja lán á erlendan markað, til þess eru of mörg mál óuppgerð eftir hrunið, segir Ólafur. Þar sem lánshæfismatið þjóni þeim tilgangi að gera erlendum lánveitendum og fjárfestum kleift að meta láns- hæfið skipti það í raun litlu þegar engin lán séu tekin. Þó sé það vita- skuld lakara þegar matið breytist til hins verra. Í lækkandi lánshæfismati fel- ast raunar tækifæri fyrir Seðla- banka Íslands, sem leitast nú við að kaupa skuldabréf ríkisins í eigu erlendra aðila, segir Ólafur. Lækk- að mat þrýsti niður verði bréfanna á eftirmarkaði, og því sé möguleiki á að Seðlabankinn fái leyst bréfin til sín á betra verði en ella. „Þetta þýðir að unnt kann að reynast að gera upp erlend lán ríkissjóðs á verði undir nafnvirði bréfanna enn frekar en þegar hefur verið tilkynnt,“ segir Ólaf- ur. Ólafur segir það naumast hafa úrslitaáhrif á hversu hratt láns- hæfismat Íslands rísi úr ösku- stónni þótt matsfyrirtækin setji lánshæfismatið niður í ruslflokk. Lánshæfismatið muni styrkjast á ný þegar góðar fréttir taki að berast af íslenska efnahagslífinu. Þegar góður árangur náist á þeim vettvangi á nýjan leik fari matið upp aftur, sér í lagi ef árangurinn verði umfram væntingar. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þessar breytingar endurspegla þá þröngu stöðu sem ríkissjóður sé í. Hann segir það þó enn sína skoðun að matsfyrirtækin séu of svartsýn í spám sínum fyrir Ísland. Ríkið sé ekki mjög skuldsett í alþjóð- legu samhengi, fjárlagahallinn sé minni en spáð hafi verið og minni en víða í nágrannalöndunum. Tvennt þarf til að koma svo ástandið taki að lagast á ný, segir Gylfi. Til að byrja með þurfi að koma áætlun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á skrið á nýjan leik, og ljúka annarri endurskoðun áætl- unarinnar. Þá hafi Icesave-málið mikil áhrif á lánshæfismatið, og löngu ljóst að koma þurfi því máli í höfn. Lækkandi lánshæfismat og versnandi horfur hafa óveruleg áhrif, segir Gylfi. Hvorki ríkið né aðrir hafi verið að sækja fé á erlenda markaði frá hruni, svo skammtímaáhrifin verði ekki mikil. Ákvarðanir greiningar- fyrirtækjanna gætu þó torveldað fjármögnun þeirra orkufreku upp- byggingarverkefna sem fara á í hér á landi á árinu, að mati Gylfa. Gylfi segir töfina af því að hafa ekki lokið Icesave-málinu þegar búna að kosta íslenskt þjóðarbú tugi milljarða króna. Kostnaður- inn komi ekki allur fram strax, en fyrirtæki eigi eftir að greiða hærri vexti lengur af erlendu fjármagni þar sem dregið hafi verið að ljúka málinu. brjann@frettabladid.is Tækifæri í lækkandi lánshæfi hjá ríkinu Greiningarfyrirtæki hafa undanfarið lækkað lánshæfismat ríkisins eða breytt horfunum í neikvæðar. Breytingarnar hafa fremur lítil áhrif þar sem erlendir lánsfjármarkaðir eru frosnir. Í þeim felast raunar tækifæri segir hagfræðingur. FJÁRMÖGNUN Ákvarðanir greiningarfyrirtækjanna gætu torveldað fjármögnun þeirra orkufreku uppbyggingarverkefna sem fara á í hér á landi á árinu, segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Ástæður þess að Moodys breytti horfunum hjá íslenska ríkinu tengjast þeirri óvissu sem ríkir um erlenda lausafjárstöðu ríkisins. ■ Tafir á lausn Icesave-málsins takmarka flæði fjármagns til landsins. Þrátt fyrir að betri samningur gæti náðst skaðar óvissan horfur fyrir efnahaginn til skemmri tíma, segir í tilkynningu frá Moodys. ■ Í rökstuðningi Moodys er einnig vikið að gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands. Bankinn þarf að fjármagna evrubréf sem eru á gjalddaga í desember 2011 og maí 2012. ■ Þótt gjaldeyrisforði bankans myndi duga leikur vafi á því að stærð gjaldeyrisforðans yrði nægileg eftir það til að lánshæfismatið haldist í fjárfestingarflokki, að mati Moodys. Óvissa um erlenda lausafjárstöðu ÚTSALA Smellurammar 10x15 kr. 100.- 20x25 kr.250.- og 40x50 kr. 800.- Myndir frá kr. 2.500.- Málverk frá kr. 5.000.- Innrömmun 20% afsláttur Sérskorinn karton 20% afsláttur Karton m. glugga kr. 200-600.- Álrammar 21x30 kr. 1.200.- og 59x67 kr. 1.800.- Tré og álrammar 50-60% Afsláttur Íslensk grafík Tolli - Bragi - Jón Reykdal - Þórður Hall o.fl. Síðumúla 34 - Sími 533 3331 Opið virka daga kl. 9-18 Laugardag kl. 11-15 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... VIRKJANIR Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, segir ekki hægt að slengja því fram að Icesave tefji fjármögnun í stóriðju, án þess að tiltaka þau verkefni sem svo er ástatt um. Sjálfur telur hann það ekki eiga við um nein verkefni. „Icesave hefur ekkert að gera með þær framkvæmdir sem ríkið getur farið í núna strax í orku- geiranum.“ Tilefni orða Höskulds eru orð Katrínar Júlíusdóttur iðn- aðarráðherra í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði hún Icesave hafa verið til trafala, meðal annars í fjárfestingum í orkugeiranum. Ráðherra vísaði í orð forstjóra Landsvirkjunar þar um. Höskuldur er ósammála. „Nokkrar framkvæmdir eru í gangi í augnablikinu. Orku- veitan er með Hellisheiði 5 til 6 í vinnslu og það gengur ágætlega. Þeirri orku hefur verið ráðstafað til Norðuráls. Síðan er Búðarháls í ágætum farvegi.“ Hvað önnur verkefni varðar segir Höskuldur standa á stjórn- völdum. „Síðan er annað stopp vegna ákvarðana stjórnvalda, vegna þess að framkvæmdaleyfi vantar, eða þau eru í umhverfis- mati einhvers konar, eða þá að þeir sem vilja koma að þeim eru ekki þóknanlegir stjórnvöldum,“ segir Höskuldur og vísar til Alcoa sem vill kaupa orku af Þeistareykjum. - kóp Höskuldur Þórhallsson segir iðnaðarráðherra verða að skýra mál sitt: Icesave tefur ekki stóriðjuna HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON BRETLAND, AP Tvær konur, 41 og 66 ára gamlar, voru handteknar á flugvelli í Liverpool síðastliðinn laugardag eftir að þær reyndu að fara með lík um borð í flugvél áleiðis til Berlínar. Hinn látni var 91 árs gamall ættingi þeirra. Þær settu líkið í hjólastól og settu á það sólgleraugu í þeirri von að enginn áttaði sig á því að maðurinn væri látinn. Konurnar hafa báðar verið látnar lausar gegn tryggingu, en rannsókn málsins heldur áfram. - gb Handteknar á flugvelli: Reyndu að fara með lík í flug KJÖRKASSINN Er réttlætanlegt að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir með vegtollum? Já 32% Nei 68% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Reykjavíkurborg að veita 230 milljónum króna í stækkun golf- vallarins við Korpúlfsstaði? Segðu þína skoðun á vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.