Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 8
 7. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR Næstu kynningarfundir: Miðvikudaginn 21. apríl kl. 11.40–12.30 Mánudaginn 3. maí kl. 11.40–12.30 Fundirnir verða haldnir á Háskólatorgi, stofu 101. Allir velkomnir. Skoraðu á þig og taktu skrefið! MBA-nám við Háskóla Íslands Kynningarfundur um MBA-nám á morgun, fimmtudaginn 8. apríl, kl. 17.00–18.00. www.mba.is PI PA R\ TB W A \ SÍ A 1 00 86 3 Hver er svona lítil og sæt? Ótrúlega lítil og nett Dell Inspiron Mini Innifalið: Netfrelsi frá Vodafone Innbyggt 3G netkort 5 GB gagnamagn innifalið í 1 mán. 0 kr. útborgun og 6.990 kr. á mán. í 12 mán. eða 79.990 kr. staðgreitt. Nánari upplýsingar á vodafone.is og í síma 1414. VÍSINDI, AP Hlátur er frumstætt atferli og fyrsta tjáningarform okkar. Apar hlæja. Hundar og rottur hlæja. Og smábörn byrja að hlæja löngu áður en þau læra að tala. Enginn þarf að kenna okkur að hlæja. Við byrjum bara að hlæja, stundum ósjálfrátt og jafnvel gegn vilja okkar. Kannski kemur það á óvart að einungis í tíu til fimmtán prósent tilvika sprettur hláturinn af því að einhver hafi sagt eitthvað fyndið. Þetta fullyrðir þó taugasérfræð- ingurinn Robert Provine, sem hefur áratugum saman rannsak- að hlátur. Hann segir hlátur sjaldnast vera viðbrögð við brandara, held- ur viðbrögð manna í félagslegum aðstæðum. „Hlátur er fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri,“ segir hann. „Forsenda hláturs er önnur manneskja.“ Provine er prófessor við háskól- ann í Maryland. Hann segist hafa krufið hláturinn og komist að kjarna hans. „Allir tungumálahópar hlæja „ha ha ha“ nokkurn veginn eins,“ segir hann. „Hvort sem menn tala mandarín-kínversku, frönsku eða ensku, þá skilja allir hlátur. Það er ákveðinn mynsturgjafi í heilanum sem framleiðir þetta hljóð.“ Hvert „ha“ tekur um það bil fimmtánda part úr sekúndu. Ef menn hlæja hægar eða hraðar en það, þá hljómar það ekki eins og hlátur. Heyrnarlausir hlæja án þess að heyra og fólk í síma hlær án þess að sjá, segir Provine, og vill með þessu sýna fram á að hlátur er ekki byggður á einu skilningarviti held- ur á félagslegum samskiptum. Hláturinn er ekki heldur bund- inn við manneskjur, því simpansar kitla hver annan og hlæja meira að segja þótt annar simpansi þykist bara kitla þá. „Einmitt það kemur sterklega til greina sem elsti brandarinn,“ segir Provine. „Platkitlið, það er virkilega frumstæður húmor.“ Annar hláturfræðingur, Jaak Panksepp, sálfræðiprófessor við Bowling Green-háskólann, hefur einnig rannsakað rottur sem hlæja þegar hann kitlar þær. Og þeim finnst það greinilega skemmti- legt því þær koma aftur og aftur til prófessorsins þegar hann kitlar þær. Með því að rannsaka rottur hefur vísindamönnunum tekist að átta sig á því hvað gerist í heilan- um þegar við hlæjum. Hláturinn framkallar í heilanum efni sem dregur úr áhyggjum og þung- lyndi. „Þetta snýst um ánægjuna, jákvæða þátttöku í lífinu,“ segir Panksepp. gudsteinn@frettabladid.is Hláturvísindi eru ekkert gamanmál Þegar vísindamenn koma sér fyrir í verslunarmiðstöðvum til að fylgjast með fólki hlæja eru þeir ekki á höttunum eftir bröndurum. Þeir eru enn að reyna að átta sig á þessu frumstæða fyrirbæri sem dregur úr áhyggjum og þunglyndi. SVONA HLÆJA DJÁKNAR Hláturinn er fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri, segja þeir sem krufið hafa fyrirbærið. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.