Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2010 13 Hluti af stofnanaveldinu íslenska – sá hinn sami og vildi ljúka Icesave-samningun- um sem fyrst í sumar – leggur sig nú í líma við að sýna fram á að frestun samninganna hafi valdið okkur ómældu tjóni. Reyndar ekki alveg ómældu – í eiginlegri merkingu – því sumir hafa reiknað meint tjón af nokkurri nákvæmni. Hér eru á ferðinni auk Fréttablaðsins, fræðimenn, núverandi og fyrr- verandi við Háskóla Íslands, hagdeild ASÍ, nokkrir starfs- menn Seðlabankans og stjórn- málamenn, núverandi og fyrr- verandi. Þessir aðilar eiga það flestir sammerkt að vitna óspart hver í annan og gera þannig fullyrð- ingu eins að eigin rökstuðningi, án þess þó að fullyrðingin hafi verið annað en getgátur einar. 900 milljarðar! Þó eru á þessu undantekning- ar. Tölfræðingur nokkur gaf sér þannig að hagvöxtur á síð- asta ári hefði orðið þremur pró- sentustigum meiri en raunin varð, ef gengið hefði verið frá Icesave án nokkurra tafa. Þetta út af fyrir sig er sér- kennilegur líkindareikningur því þetta hefði þýtt að Ísland hefði búið við meiri hagvöxt en flest grannríki okkar, sem varla getur talist líklegt í kjöl- far efnahagshrunsins. Hvað um það. Fræðingurinn reikn- aði þennan hagvaxtarávinning inn í ókominn tíma og núvirti síðan með þeirri niðurstöðu að Ísland væri að tapa 75 milljörð- um á mánuði á Icesave-töfinni, alls 900 milljörðum á heilu ári. Ég verð að játa að þessar reikn- ingsaðferðir eru ofar mínum skilningi. Með því að gefa sér sambærilegar forsendur mætti finna út að einstaklingur sem yrði af 10 þúsund króna mán- aðarlegum greiðslum í eitt ár (og sá tekjustraumur yrði reiknaður inn í ókominn tíma og núvirtur með sama hætti) myndi tapa 200 þúsund krónum á mánuði! ASÍ sér bara stóriðju Síðan eru það útreikningar Alþýðusambands Íslands sem fann það út að Icesave-töfin kostaði 50 milljarða á ári. Að sögn Fréttablaðsins reiknaði hagdeild sambandsins þetta út fyrir blaðið. Í umfjöllun þess kemur fram að forsendurn- ar eru fyrst og fremst bundn- ar stóriðju, frestun á álveri í Helguvík og endurnýjun í Straumsvík. Ég tel að hér skorti tvennt. Í fyrsta lagi að skýra betur hvernig töf á Icesave valdi því að ekki er hægt að endurnýja búnað í Straumsvík. Sama gildir um Helguvík, þar er það óvissa um orkuöflun sem öðru fremur veldur töfum. Í öðru lagi þyrfti að fá útlistanir Alþýðusambandsins á áhrifum þessara stóriðjuframkvæmda eftir að uppbyggingu lýkur. Slíkum langtímaáhrifum erum við nú að kynnast eftir fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka og á Reyðarfirði, sem höfðu í för með sér innflutning á vinnu- afli og víðtæk ruðningsáhrif en ekki þá varanlegu atvinnusköp- un sem vænst var – af margra hálfu. ASÍ, samkvæmt frásögn Fréttablaðsins, tengir Icesave- töfina fyrst og fremst áhrif- um á stóriðju og í tengslum við hana atvinnustiginu, og reikn- ar kostnaðinn í því samhengi. Þarna er einnig vísað í óskil- greinda óvissu sem valdið hafi „erfiðleikum í fjármögnun, og nægir þar að vísa til orða seðla- bankastjóra um áhrif á höft og gengið“ (Fréttablaðið 29. mars). Hvergi hef ég séð seðlabanka- stjóra færa rök fyrir þessum staðhæfingum sínum! Er ekki staðreyndin sú að íslensk orku- fyrirtæki eru yfirskuldsett og þurfa að gefa sér tíma til að borga niður skuldir og þannig endurnýja traust fjárfesta? Er þetta ekki vandinn fremur en töf á Icesave? Þegar staðhæfing verður að sannleika Í framhaldinu tekur ritstjóri Fréttablaðsins upp þráðinn og vísar í málflutning ASÍ og fleiri. Yfirlýsingar þess- ara aðila verða að sannleika í leiðaraskrifum Ólafs Þ. Steph ensen ritstjóra. Margir þessara álitsgjafa sem hann og aðrir vísa í, halda því staðfast- lega fram að Icesave-töfin hafi dregið úr trúverðugleika okkar á erlendum lánamörkuðum. Þetta held ég að hljóti að vera rangt. Skal ég þó játa að það byggi ég á líkindum. Og líkind- in eru þessi: Ríki getur varla orðið trúverðugra með því að skuldsetja sig yfir þau mörk sem meira að segja Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hefur lýst vafasöm! Það sem er hins vegar handfast við töfina á frágangi Icesave er að skuldbinding- ar ríkissjóðs koma til með að verða miklu minni en á horfð- ist. Bretar og Hollendingar vilja enn að íslenskir skattgreiðend- ur borgi og það með vöxtum en nú samkvæmt því sem þeir kalla „cost of funding“, þ.e. fyrir útlagðan kostnað þeirra sjálfra. Þetta þýðir að ekki á lengur beinlínis að græða á Íslendingum! Dregur þessi breyting úr trúverðugleika Íslands? Hvað skyldi háskóla- prófessorum, hagdeild ASÍ, stjórnmálamönnum, núver- andi og fyrrverandi og ritstjóra Fréttablaðsins þykja um það? Fróðlegt væri að heyra viðhorf- in og þá ekki síður heyra rökin. Kallað eftir rökum Ríki getur varla orðið trúverðugra með því að skuldsetja sig yfir þau mörk sem meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hefur lýst vafasöm! Krefjumst rannsóknar á morðum í Írak Þó að ég hafi verið passivur félagi í Samtökum hernaðarandstæðinga (áður Samtökum herstöðvarand- stæðinga) u.þ.b. frá sjálfræðisaldri eða líklega í nær aldarfjórðung er ég líka borgari í sjálfstæðu ríki sem studdi móralskt og með aðstöðu sinni innrás í Írak – enda þótt réttilega hafi verið efast um lög- mæti þeirra ákvarðana samkvæmt íslenskum stjórnskipunarreglum; það mál er óútkljáð enn. Auk þess er ég félagi í flokki þar sem þáver- andi formaður og utanríkisráðherra samþykkti þessa aðild íslenska ríkisins. Ég er líka sekur um að hafa hvorki beitt mér gegn innrásinni í Írak – hvorki fyrr né síðar, a.m.k. ekki aktivt. Ég verð að bæta úr því. blog.eyjan.is/gislit Gísli Tryggvason Ráðherrakapall Ég held að það verði að fara mjög varlega í að skipta utanþingsráð- herrum út fyrir pólitískt kjörna ráðherra. Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon stýra ráðuneytum sem mikið mæðir á um þessar mundir. Bæði bera þau ábyrgð á að endurskoða löggjöf og reglugerðir er varðar ábyrgð og leikreglur mark- aðarins og mikilvægt að þeirra störf séu hafin yfir pólitískan hráskinna- leik sem oftar en ekki viðgengst á alþingi. Það sýnir sig auk þess að ánægja þjóðarinnar er mest með þeirra störf, þá líklega vegna þess að gagnvart þeim er erfiðara að hlaupa í skotgrafirnar fyrir pólitíska andstæðinga ríkis- stjórnarinnar. blog.eyjan.is/gudrid- ur Guðríður Arnardóttir AF NETINU Ögmundur Jónasson alþingismaður Efnahagsmál airgreenland.com Fetaðu í fótspor Eiríks rauða á Grænlandi Uppgötvaðu Grænland. Skelltu þér í rannsóknarleiðangur um rústir Hvalseyjarkirkju, Bröttuhlíðar og Garða á hinu stórbrotna og fallega Suður Grænlandi. Þú getur siglt milli bæja um fagra firði þar sem ísjakar fljóta um. Þú hefur val um að búa á hóteli í bænum eða feta fjallastíga og gista í heimagistingu fjárhirða. FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NARSARSUAQ, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS 22.844,- ISK* Skattar og gjöld innifalin. *955 DKK. Miðað við VISA kortagengi 16.03.10: 23.92 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.