Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 7. APRÍL 2010 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T T E K T Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa sig undir metsumar í ferðamennsku, afrakstur upp- byggingarstarfs fyrri ára, óvænts eldgoss og veikrar stöðu krónunnar. Spáð er mikilli fjölgun ferðafólks hér næstu árin. Að ára- tug liðnum er gert ráð fyrir að 500 þúsund fleiri gestir sæki landið heim á ári hverju en núna gerist. Það er tvöföldun miðað við stöðuna eins og hún er nú. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferða- þjónustunnar (SAF), segir brýnt að dreifa álaginu og halda áfram að þróa ferða- mannaiðnaðinn frá því að byggjast bara upp í kring um sumarvertíð. Í því verk- efni þurfi hins vegar margir að leggjast á árar og átakið þurfi að vera samtaka. Hann vísar til reynslu Finna í þessum efnum, en á ársfundi SAF undir marslok, tók einmitt til máls fyrrverandi ferðamálastjóri Finna og greindi frá því hvernig var byggð upp vetr- arferðamennska þar (sjá hér til hliðar). Þá segir Árni fleira þurfa til að koma, svo sem marvissari innspýting til uppbyggin- ar og verndunar á vinsælum ferðamanna- stöðum með gjaldtöku. Langt er þó frá því að vera sátt um leiðir í þeim efnum. VETURINN ER LYKILLINN „Mér fannst mjög áhugavert að heyra hvernig Finnar fóru í gegn um sína kreppu 1990. Á sama tíma og þeir voru með gíf- urlegt tap á sínum fjárlögum, útflutning- ur hrundi og sárvantaði gjaldeyristekjur og störf, þá var lögð áhersla á að leggja aukið opinbert fé í markaðssetningu og svo fjárfest í nýsköpun,“ segir Árni og kveð- ur marga kannast við afrakstur þeirrar vinnu, svo sem hvernig Finnum hafi tek- ist að eigna sér jólasveininn á sínum tíma. „Núna er veturinn aðalferðamannatíminn hjá þeim, en vetrarferðamennska var varla til í landinu á þessum tíma þegar Finnar ganga í gegn um þessa kreppu.“ Árni bendir á að pólitískt hugrekki hljóti að hafa þurft í Finnlandi til að auka fjárveitingar inn í ferðamannaiðanað- inn, á sama tíma og skor- ið var niður í velferðar- kerfinu, heilbrigðisþjón- ustu, menntun og fleiri þáttum. „Þeir voru með gífurlegt tap á fjárlögum, en sáu þetta sem leið út úr kreppunni.“ Hér heima viðurkennir Árni að nokkur vandi liggi í því að miklu fleiri erlendir gestir sæki landið heim yfir sumartímann, þótt eitthvað hafi verið gert í því að laða hingað fólk á öðrum árstímum. „Þessari þróun þurfum við að vinna gegn og auka heilsárstúrisma. Og það sýnir sig frá Finn- landi að það er ekkert lögmál að land á norðurslóðum hafi meiri ferðamennsku yfir sumartímann. Það getur alveg snúist við,“ segir hann og bendir um leið á að gest- ir sem sæki Finnland heim yfir veturinn skili mun meiru en þeir sem koma að sum- arlagi. „Þeir kaupa miklu meiri afþreyingu en hinir, vélsleðaferðir, hundasleðaferðir og alls konar þjónustu aðra.“ OPINBERAN STUÐNING ÞARF Árni segir ljóst að fyrirtæki í ferða- þjónustu leggi nú þegar mikla fjármuni í markaðssetningu. „Og leggja í dag til miklu meira en hið opinbera. Það hefur hins vegar sýnt sig að með því að hið opinbera komi með greininni inn í þennan pakka, þá verða skilaboðin sterkari og við getum náð meiri slagkrafti og árangri.“ Stuðningur ríkisins segir Árni líka að geti verið sú viðbót sem til þarf til þess að flugfélög og aðrir sem boðið hafi þjónustu yfir sumartímann, leggi í að bjóða ferð- ir og þjónustu utan þess tíma sem hing- að til hefur verið háannatími. „Töluvert er af flugfélögum, leiguflugi til dæmis, sem bara koma hingað á sumrin og ekki eru í því að þreyja með okkur þorrann. Þau leggja kannski ekki mikið í vöruþróun og nýsköp- un heldur selja bara náttúruna eins og hún er. En það á við um ferðaþjónustuna eins og aðrar greinar að eitthvað stuðningskerfi þarf til að byggja upp nýja þjónustu. Og við horfum til þess að hið opinbera þurfi að taka meiri þátt með okkur. En greinin er að gera mjög mikið og menn eru að auka mikið framboð og leggja meiri peninga í markaðssetningu.“ Og þótt meira þurfi ef til vill til að koma segir Árni heyrast frá félagsmönnum að nokkur árangur sé þegar að nást. „Inn er að koma töluvert mikið meira af bókunum ÁRNI GUNNARSSON Á LEIÐ Í HVALASKOÐUN Á HÚSAVÍK Hvalaskoðun er hægt að stunda árið um kring og hafa meðal annars verið gerðar út ferðir frá Reykjavík í allan vetur. Samtök ferða- þjónustunnar leggja áherslu á að byggja upp afþreyingu og þjónustu fyrir ferðamenn utan þess tíma sem hingað til hefur verið háannatími. Með því og auknum stuðningi megi laða hingað erlenda ferðamenn og auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar árið um kring. MARKAÐURINN/PJETUR „Í vændum er mikið ferðamanna- sumar og hér innanlands erum við í þeirri ánægjulegu stöðu að vangaveltur eru uppi um það hvort við munum anna eftirspurn og geta veitt öllu ferðafólki boð- lega þjónustu yfir háannatím- ann,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, í ræðu sinni á ársfundi Samtaka ferðaþjónust- unnar sem fram fór 23. mars síð- astliðinn. Katrín sagði engum detta leng- ur í hug að gera lítið úr hlut- verki ferðaþjónustunnar í efna- hagslífi landsins. „Þvert á móti er hún nú talin til burðarása at- vinnulífsins og ein helsta vaxt- argrein næstu tíu ára. Hún aflar um 20 prósenta gjaldeyristekna þjóðarinnar,“ sagði hún og benti á að ferðaþjónustan hafi halað í kassann 155 milljarða króna í fyrra, en það hafi verið 46 millj- arða króna aukning frá fyrra ári. „Raunaukning gjaldeyris- teknanna milli ára telst vera um 21 prósent og það munar um minna.“ Ráðherra sagði að á heildina litið gæti fólk verið ánægt með góðan árangur á óvissutímum. „Þar ræður lágt gengi krónunnar og hagstætt verð sjálfsagt miklu en einnig skjót viðbrögð ferða- þjónustufyrirtækja og opinberra aðila við breyttum aðstæðum og góð reynsla ferðamanna af komu hingað til lands.“ Í máli Katrínar kom fram að í haust standi til að leggja fram nýja ferðamálastefnu, en í því verkefni leiði saman hesta sína Ferðamálaráð, Ferðamálastofa, Samtök ferðaþjónustunnar, ráðu- neytið og Nýsköpunarmiðstöð. Á þeim vettvangi verði til að mynda leitað svara við spurn- ingunni um hvernig taka eigi á móti mikilli aukningu ferða- manna hingað til lands, en gert er ráð fyrir því að þeim fjölgi úr fimm hundruð þúsundum á ári nú, í eina milljón árið 2020. „Áleitin spurning í þessu efni er hvernig við komum á heilsárs- ferðamennsku á Íslandi til þess að nýta mannvirki og mannskap allt árið og vera í stakk búin til þess að mæta fjölgun ferðafólks,“ sagði hún og vísaði til reynslu Finna í þeim efnum. „Þeim tókst í miðri kreppu að byggja upp vetr- arferðamennsku sem skilar þeim nú meiri tekjum heldur en sum- arvertíðin og er ákaflega fróð- legt fyrir okkur. En Ísland er úthafseyja og ekki hluti af meg- inlandi eins og Finnland, og við getum ekki yfirfært reynslu ann- arra nema laga hana að okkar að- stæðum og veðurfari og finna út hvað það er sem getur laðað ferðamenn hingað allt árið.“ Katrín sagði að hér væru tíma- bundið erfiðir tímar, en sama- semmerki væri milli öflugrar ferðaþjónustu og sterks lands. „Samstarf og samráð er nauð- synlegt. Áríðandi er að fara í markaðssetningu, en því fylgir ábyrgð, jöfn dreifing um landið og yfir árið, uppbygging fjölsótt- ustu staðanna og rannsóknir eru nauðsynlegar.“ - óká KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Ráðherra ferða- mála segir óhætt að horfa til reynslu Finna af uppbyggingu ferðamennsku utan hefð- bundins háannatíma. MARKAÐURINN/GVA Fimmtungur gjaldeyristekna kemur úr ferðaþjónustu Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, fjallaði um stöðu ferðaþjónustu á aðalfundi SAF. Í ferðaþjónustunni er horft til þess að fara að dæmi Finna sem á krepputímum gripu til þess ráðs að stórefla ferða- mennsku yfir vetrartímann. Slíkt sé raunar nauðsynlegt hér á landi til að dreifa álagi á vinsæla ferðamannastaði og byggja upp ferðamannaiðnað- inn sem heilsársatvinnugrein. Óli Kristján Ármannsson tók tali Árna Gunnarsson, for- mann Samtaka ferðaþjónust- unnar. Nauðsynlegt er að jafna straum ferðafólks yfir árið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.