Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 27
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 5MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 en við sáum í fyrra. Flugfélögin sem eru innan okkar vébanda, Ice- landair og Iceland Express eru að auka framboð sitt verulega og svo sjáum við að félög á borð við Air Berlin, Germania, Lufthansa, SAS og jafnvel fleiri sem inn koma yfir sumarið eru að bæta við sig. Sum- arið í sumar lítur því mjög vel út og við höfum miklar væntingar til þess að það skili okkur mikl- um tekjum.“ Veturinn og vetrar- tímabilið segir Árni hins vegar að sé helsta áhyggjuefnið. „Við sáum í vetur í fyrsta sinn í mörg ár, eftir miklar tilraunir til þess að lengja ferðamannatímabilið, að aðeins var að draga saman á því tímabili. Það varð smá bakslag í árstíðasveifluþróuninni.“ Þættir sem svo aftur gætu ýtt undir meiri straum ferðamanna utan hefðbundins háannatíma og horft er til segir Árni að séu til dæmis tónlistar- og ráðstefnuhús- ið Harpan í Reykjavík og menn- ingarhúsið Hof á Akureyri. „Þeir sem sækja þessi hús til ráðstefnu- halds eða til annarra hluta koma ekki í júní, júlí, eða ágúst, held- ur fremur í september, október þegar ráðstefnur eru haldnar.“ Eins segir Árni horft til þess að byggja upp og bjóða fleiri þætti í afþreyingu allt árið um kring. „Hér eru til dæmis stundaðar jöklagöngur allt árið. Hvalaskoð- un hefur verið stunduð frá Reykja- vík í allan vetur og slíka þætti þarf að ýta undir og efla.“ GJALDTAKA SKIPTIR MÁLI Þá segir Árni ekki nægja að setja fjármuni í markaðssetningu, einn- ig þurfi að huga að verndun og við- haldi hér heimafyrir. „Það hefur verið okkur áhyggjuefni að sumar af náttúruperlum landsins eru að verða komnar að þolmörkum og jafnvel á sumum tímum yfir þau, svo sem ef horft er til Geysis- svæðisins og Landmannalauga, svo einhver dæmi séu nefnd. Vantað hefur aukið fjármagn til að bæta þar úr og svo inn í þjóð- garðana okkar. Við höfum búið til stóra þjóðgarða en vantar heil- mikið fjármagn til að upplýsinga- gjöf, stígagerð og annað verði með þeim hætti sem best verður á kosið.“ Árni segir að þótt mismun- andi viðhorf hafi verið til gjald- töku á ferðamannastöðum segist hann sjálfur hafa verið talsmaður þess að haga henni þannig að þeir sem njóti borgi. „Að þeir sem fara á staðinn borgi fyrir þá þjónustu með einum eða öðrum hætti.“ Nefnd sem fjallaði um málið fékk þau skilaboð frá Samtök- um ferðaþjónustunnar að skoða fremur hagkvæmar leiðir á borð við þjóðgarðapassa (í anda veiði- kortsins) þar sem aðgangur feng- ist að fleiri en einum þjóðgarði með kaupum á einum passa. „Lyk- illinn er að hafa þetta einfalt og hagkvæmt, ekki þannig að komið sé upp rukkunarskúrum út um allar trissur.“ Eins segir Árni að gæta verði að því að gjald sem innheimt sé með þessum hætti verði ekki hluti af almennum skattstofni, heldur skili peningurinn sér beint á við- komandi staði. Þetta telur Árni mun vænlegri leið en gjaldtöku í ætt við komugjöld til landsins sem leggist jafnt á alla ferða- menn. Reynslan annars staðar frá sýni að það skili meiri árangri að draga úr kostnaði við ferðalag- ið á staðinn, en bjóða svo upp á fjölbreytta þjónustu gegn gjaldi í landinu sjálfu. VILJA SAMT KASTA KRÓNUNNI Mikil aukning ferðamanna sem fyrirséð er í sumar segir Árni að skrifist að hluta til á hve Ís- land hafi verið áberandi í um- ræðu á heimsvísu. Þótt fréttir af hruni fjármálafyrirtækja séu í eðli sínu slæmar hafi gjarnan fylgt fréttunum myndskeið af ís- lenskri náttúru. Þá spili náttúru- lega inn í veikt gengi krónunn- ar. „Menn sjá hér möguleikann á að verð lækki eitthvað í erlendri mynt, en það er kannski skamm- góður vermir þegar mjög mikið af okkar þjónustu byggir á inn- fluttri vöru.“ Dæmi um gengis- bundnar sveiflur í ferðamennsku séu hins vegar þekkt, svo sem frá Tyrklandi þar sem líran hafi gefið eftir gagnvart evru. Í kjöl- farið hafi aukist straumur ferða- manna frá Evrópu til Tyrklands, um leið og samdráttur hefur verið á vinsælum ferðamannastöðum í evrulöndum, svo sem á Spáni. „En myntin býður upp á sveifl- ur og við í Samtökum ferðaþjón- ustunnar höfum verið mjög fylgj- andi því að tekin verði upp önnur mynt en krónan. Þótt vermir- inn sé skammgóður núna þá eru þessar sveiflur ákaflega erfið- ar fyrir alla þá sem í viðskiptum reyna að setja saman áætlanir til lengri tíma. Það er agalega erfitt að vinna með þetta.“ Árni segir ferðamannatíma- bilið fara í gang þegar á vor- mánuðum. „Þó það nái hámarki í júní og júlí, þá er maí strax orð- inn mjög sterkur mánuður. En á sumum stöðum á landinu er há- önnin ekki nógu löng, kannski ekki nema sex til átta vikur. Þess vegna hef ég einmitt haldið því fram að gífurleg tækifæri séu í vöruþróun og afþreyingu á lands- byggðinni á öðrum mánuðum árs- ins,“ segir hann og telur að hér sé allt það til staðar sem þurfi til að byggja upp öfluga heilsársferða- mannsku. „En til þess þarf öflug- an stuðning, bæði frá fyrirtækj- unum og hinu opinbera.“ Árni áréttar að ekki sé horft til ríkisins með neinum betlihug. „Það skap- ar bara meiri veltu og næst meiri kraftur ef við náum hinu opin- bera í bátinn með okkur í þessum efnum.“ Hann segist finna fyrir ákveðnum skilningi á þessu hjá ráðamönnum, þótt ef til vill þurfi að kynna einstökum þingmönn- um betur samhengi hlutanna. „Og í því vinnum við og fengum til dæmis til okkar finnska ferða- málastjórann fyrrverandi til að sýna fram á það.“ Í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar gengu Finnar í gegnum kreppu þegar utanríkisviðskipti við Sovétblokkina hrundu. Land- ið náði hins vegar vopnum sínum með markvissri stefnumótun til framtíðar og aðgerðum ti l að efla atvinnu- lífið, að því er fram kom í máli Marinu Krause, markaðsstjóra Comma Group og fyrrverandi ferðamálastjóra Finnlands, á ný- afstöðnum ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Auk þess að setja fjármuni í rannsóknir og þróun, sem meðal annars skilaði sér í uppgangi tæknirisans Nokia, greindi Mar- ina frá því hvernig Finnar komust út úr kreppunni með því að leggja áherslu á vetrarferðamennsku. Finnska ríkið í samvinnu við einkafyrirtæki lagði aukna fjár- muni í markaðsstarf og kynningu á Finnlandi sem áfangastað að vetr- arlagi, á sama tíma og skera þurfti niður opinbera þjónustu og auka álögur á landsmenn. Marina fór yfir það þróunarstarf sem unnið var í byrjun tíunda áratugarins þar sem áhersla var lögð á heilsu- lindir og þróun jólasveinalandsins, auk þess sem norðurljósin og fleiri hlutir voru kynntir sérstaklega. Í máli sínu lagði Marina áherslu á mikilvægi þess að gott samstarf væri meðal hagsmunaaðila þegar kæmi að átaki sem þessu, um leið og að því væri gætt að langtíma- hugsun væri höfð að leiðarljósi. Innskot ríkisins var umtals- vert, en árið 1993 fengu Finn- air og Finnska ferðamálaráðið 20 milljónir finnskra marka aukreit- is úr að spila, fyrir utan stórauk- in framlög á fjárlögum árin 1992 til 1994. Afraksturinn má svo sjá á skýringarmyndinni hér fyrir ofan þar sem farið er yfir fjölda seldra gistinátta í Finnlandi frá árinu 1993 til ársins 2009. Aukinheldur benti Marina Krause á að ferðamenn að vetrar- lagi skildu að jafnaði eftir meiri tekjur en ferðamenn að sumarlagi, enda væri meira um að ferðafólk keypti sér afþreyingu á þeim tíma árs en að sumarlagi. - óká MARINA KRAUSE Í kreppu markaðssettu Finnar vetrarferðir Markaðssettu heilsulindir, heimkynni jólasveinsins, norðurljósin og fleira. Vetrarferðalangar eyða meiri peningum en þeir sem ferðast að sumarlagi. SKÝRINGARMYND Hér má sjá hvernig vetrarferðamennska tók við sér í Finnlandi árið 1994 og hefur farið vaxandi síðan og er nú svo komið að gistinætur seldar að vetri eru nærri jafnmargar og seldar eru að sumarlagi. HEIMILD/FINNISH SNOW HOW, MARINA KRAUSE Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að útblástur gróðurhúsa- lofttegunda aukist um 67.500 tonn gangi eftir spá um að er- lendum ferðamönnum fjölgi um 500 þúsund næstu tíu ár. Gert er ráð fyrir að milljón ferðamenn sæki landið heim árið 2020. Er þá gert ráð fyrir hóflegum sparnaði útblásturs vegna fjarveru ferða- mannanna á heimaslóð. Þá er ekki tekinn með í reikn- inginn útblástur vegna milli- landaflugs, þar sem hann hefur enn sem komið er áhrif á útblást- ursbókhald landsins. Með flug- inu eykst útblástur hins vegar um 296.500 tonn, miðað við að hálf milljón ferðamanna sæki landið heim og að hver staldri að jafnaði við í um hálfan mánuð. Heildartalan hér að ofan bygg- ist á útreikningum Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmda- stjóra Orkuseturs. Hann bend- ir jafnframt á að ólíklegt sé að val ferðamanna standi milli þess að fara til Íslands eða fara ekki neitt. „Þannig að varla ættu menn að tala um aukna alheims- losun vegna fleiri ferðamanna til Íslands tengda fluginu,“ segir hann. Í útreikningum sínum gerir Sigurður ráð fyrir að ferðafólk- ið taki rútu til Reykjavíkur frá Leifsstöð og svo aftur til baka. „Útblástur sem tengist þessum legg, miðað við 85 prósenta far- þeganýtni í bílunum, met ég sem svo að útblástur á farþega aðra leið sé 0,3 kílógrömm af koltví- sýringi. Þessi notkun kemur sem aukning inn í íslenska bókhald- ið og þennan kostnað þurfum við líklega að bera.“ Sigurður segir að best væri að rukka fyrir út- blásturinn eins og kannski sé nú þegar gert, með kolefnisgjaldi á bensíni. Tekjurnar af gjaldinu ættu hins vegar að fara í þróun á vistvænni ferðamáta á leiðinni. Þá er gert ráð fyrir að ferða- maðurinn leigi sér bíl og keyri í kringum landið. „Við gerum ráð fyrir að þetta séu hjón þannig að bílnotkunin helmingast.“ Miðað við að tekinn sé að leigu með- albíll og eknir 1.500 kílómetr- ar, þar sem útblástur nemur 179 grömmum á hvern ekinn kílómetra, þá nemur útblástur á mann 134 kílóum. „Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að meðalheimili í Bretlandi notar raforku og hitun sem gefur af sér útblástur upp á um 5.300 kíló á ári eða 14,5 kíló á dag. Öll raforka og hitun á Ís- landi er hins vegar kolefnisfrí,“ segir Sigurður og bendir á að því sparist útblástur í heimalandinu meðan fólk er hér statt. „Þannig að hjón komin á land og dvelja hér í tvær vikur fá eftir- farandi reikning: 1,2 kílógrömm vegna rútuferðar til og frá Kefla- vík og svo 269 kíló vegna hring- ferðar á bílaleigubíl. Þetta eru þá 270 kg sem leggjast á kolefn- isbókhald Íslendinga. En munum að útblástur spyr ekki um landa- mæri og umhverfisvænt orku- kerfi okkar sparar heiminum að minnsta kosti 84 kíló þar sem hjónin skipta úr kolefnisdrifnu raforkukerfi yfir í kolefnisfrítt rafokukerfi í tvær vikur. E f h j ó n - i n myndu sleppa því a ð h i t a hú s ið s i t t á meðan þá myndi sparn- aðurinn vera rúm 200 kg og næstum því núlla út útblásturinn á Íslandi.“ - óká Sparnaður heima bætir útblástursstöðuna Áfangastaður* CO2 per farþega Lundúnir 210 kg Kaupmannahöfn 230 kg Stokkhólmur 230 kg París 250 kg Berlín 260 kg Barcelona 310 kg Mallorca 350 kg Róm 360 kg Kanaríeyjar 560 kg Aþena 580 kg New York 580 kg Orlando 790 kg San Francisco 950 kg Los Angeles 970 kg Peking 1.120 kg Bangkok 1.480 kg Singapúr 1.730 kg Sydney 2.720 kg Heimild: Orkusetur/Sigurður Ingi Friðleifsson Ú T B L Á S T U R V E G N A M I L L I L A N D A F L U G S FERÐAFÓLK VIÐ SVARTAFOSS Í SKAFTAFELLI Merki eru um að straumur ferða- manna hingað til lands verði með mesta móti í sumar. Íslensk flugfélög hafa bætt við ferðum og bókanir auknar hjá erlendum flugfélögum. MARKAÐURINN/GVA SIGURÐUR INGI FRIÐLEIFSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.