Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 28
MARKAÐURINN 7. APRÍL 2010 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T I R Það er of mikil einföldun að benda á Grikkland til að útskýra vax- andi áhyggjur af evrunni. Grikkir eiga sannarlega við mikinn vanda að etja í ríkisfjármálum en íbúar Grikklands eru aðeins 2,25 prósent af íbúum ríkja innan Evrópusam- bandsins. Staða evrunnar endur- speglar frekar óleystan gjaldeyris- vanda í Evrópu og á heimsvísu. DJÖRF EFNAHAGSLEG TILRAUN Evran er djörf efnahagsleg til- raun enda má glögglega greina al- þjóðlega spennu á henni. Evran er gjaldmiðill sem er ekki bundinn við ríki heldur alþjóðlegar regl- ur og samninga. Hún er afsprengi fræðikenninga frekar en valda- tafls; póstmódernískur gjaldmið- ill handan hins fullvalda þjóð- ríkis. En í kjölfar kreppu leggja ríki meiri áherslu á innanlands- hagsmuni en alþjóðlegar reglur. Myntslátta var lengst af talin eiga heima innan vébanda ríkisins. En ólíkt gjaldmiðlum flestra landa er engin mynd af ríkinu eða tákn- myndum þess á peningum Seðla- banka Evrópu. Samþætting gjaldeyrismála í Evrópu hefur ávallt haldist í hendur við alþjóðleg vandamál. Evrópuríki töldu að þegar alþjóð- legar samningaviðræður sigldu í strand gerði landfræðileg ná- lægð og sameiginlegur menn- ingararfur þeim kleift að kom- ast að svæðisbundinni lausn; ef hlutirnir brugðust á heimsvísu, væri ef til vill hægt leysa málin á heimavelli. Gjaldeyrissamþætting Evrópu hófst fyrir alvöru með Werner- skýrslunni árið 1970. Þá höfðu menn gert sér grein fyrir alvar- legum göllum á fastgengisstefnu Bretton Woods-samkomulagsins frá 1944. Ekkert ríki gat neytt Bandaríkin til að koma bönd- um á útgjöld sín, sem þöndust út í stjórnartíð Nixon Bandaríkja- forseta, eða fjárlagahallann, sem stórjókst í Víetnamstríðinu. Í Frakklandi var iðulega vitnað í franska ljóðskáldið Paul Valéry, sem orti í miðri kreppunni miklu að „Evrópa þráði augljóslega að vera stýrt af bandarískri nefnd“. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði umsjón með gjaldeyrismálum heimsins í tíð Bretton Woods- samningsins, Í augum Evrópu- búa var AGS fyrst og fremst am- erísk nefnd og því kunnu Frakkar illa. GLUNDROÐI Á ÁTTUNDA ÁRATUGNUM Þær hugmyndir sem lagðar voru fram í Werner-skýrslunni voru of veigalitlar til að stemma stigu við glundroðanum sem ríkti í gjald- eyrismálum snemma á áttunda áratugnum. Það leið þó næst- um áratugur þær til nýjar tillög- ur voru lagðar fram. Peninga- málastjórn Evrópu byrjaði viðbragð á æðstu stöðum við kreppu á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði, sér í lagi falli Bandaríkjadals 1977 og 1978, sem tefldi framtíð hans sem helsta gjaldeyr- isforða heims í tvísýnu. Árið 1989 lagði Delors-nefnd- in svonefnda fram skýrslu sem leiddi til Maastricht-sáttmálans 1992, stofnunar evrunnar 1999 og eiginlegrar myntsláttu árið 2002. Þetta ferli var tilraun til að búa til stjórntæki sem myndi stuðla að auknum stöðugleika á alþjóð- legum gjaldeyrismarkaði. Helstu brautryðjendur evrunnar tóku lausn við alþjóðlegu vandamáli og heimfærðu hana í smækkaðri mynd á Evrópu. Árið 1987 lagði Edouard Balladour, fjármálaráð- herra Frakklands, fram hugmynd að alþjóðlegu fjármálakerfi sem byggðist á nokkrum gjaldmiðils- svæðum. Sú hugmynd hefði orðið erfið í framkvæmd og lagði hann því til afmarkaðri út útfærslu í Evrópu. EVRÓPA FÓRNARLAMB FJÁRMÁLA- KREPPUNNAR Niðurstaðan var að nokkru leyti gölluð lausn á vandanum. Helsta ástæðan var sú að Frakkland og Þýskaland, lykilþátttakendur í fjárhagslegri samþættingu Evr- ópu, höfðu ólíkar hugmyndir um hvaða leið ætti að fara. Þjóðverj- ar lögðu áherslu á skýrar og af- markaðar fjármálareglur en önnur ríki vildu meira svigrúm. Frakk- ar lögðu til að samhliða samþætt- ingu gjaldmiðla yrði tekin upp evr- ópsk efnahagsstjórn. Sú tillaga féll í grýttan jarðveg. Svo fór að út- vötnuð útfærsla af þýsku tillög- unni var samþykkt. Rétt eins og á sjöunda og áttunda áratugnum standa ríki heims enn og aftur frammi fyrir vanda vegna ósamræmdrar peningastefnu. Það er ekki hægt að leysa al- þjóðlegt vandamál af þessum toga með lausn sem er bundin við Evrópu. Lausnin krefst alþjóð- legs samstarfs í gjaldeyrismálum og einhvers konar yfirþjóðlegrar, efnahagslegrar umsjónar. Evr- ópa reyndi að fara þessa leið en komst að því að jafnvel á afmörk- uðu svæði var ekki hægt að hrinda henni í framkvæmd nema að hluta. Þess í stað gerði gölluð lausn Evr- ópu viðkvæmari fyrir efnahags- sveiflum. Afleiðingin er sú að Evr- ópa hefur gert sig að helsta fórnar- lambi fjármálakreppunnar. ©Project Syndicate (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Vandi evrunnar Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn í Grindavík hlaut um miðjan mán- uðinn Varðbergið, forvarnaverð- laun Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). TM veitti jafnframt fyrir- tækjunum Hlaðbær - Colas ehf. og Austfjarðaleið ehf. sérstak- ar viðurkenningar fyrir starf í þágu forvarna. Þorbjörn rekur tvær fisk- vinnslustöðvar og gerir út sjö skip. Í rökstuðningi TM fyrir vali sínu segir meðal annars að útgerðarfélagið leggi mikla áherslu á gæði og gæðastjórnun og fái nýir starfsmenn í hendur handbók þar sem öryggismál og vinnuvernd eru útskýrð. Verðlaunin hafa verið veitt frá 1999. Þau hlýtur árlega við- skiptavinur TM sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. - jab Þorbjörn hlýtur Varðbergið FRÁ AFHENDINGUNNI Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, fór til Grindavíkur um miðjan nýliðinn mánuð og afhenti Eiríki Tómassyni, framkvæmdastjóra markaðs- og sölumála hjá Þorbirni, forvarnaverðlaunin. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) íhugar að leggja nýja skatta á banka og fjármála- fyrirtæki. Annar þeirra er skattur á hagnað banka um- fram fyrirfram ákveðin mörk en hinn felst í skatti á efna- hagsreikning bankanna. Seinni skatturinn á að draga úr líkunum á að eignasafn bankans tútni út. Breska dagblaðið Daily Telegraph segir þriðju leiðina hafa verið skoðaða. Ólíklegt þykir hins vegar að hún verði að veruleika. Leiðin felst í skattlagningu á fjármagns- flutninga. Blaðið segir skattféð fara í sjóð sem nýtast muni AGS í fjármálakreppum á borð við þær sem riðið hafa al- þjóðlegum fjármálamörkuð- um síðast liðin tvö ár og á að koma í veg fyrir að almenn- ingur verði látinn borga brús- ann þegar illa fer. Líklegt er að skattlagning- in verði kynnt með formleg- um hætti á vorfundi sjóðsins síðar í mánuðinum. - jab AGS skoðar bankaskatt FORVARNIR Í BÍGERÐ Líklegt þykir að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, kynni bankaskattinn á vorfundi sjóðsins. MARKAÐURINN/ Tvær leiðir til að lágmarka sveifl ur í ávöxtun Veltusafn og Ríkissafn bjóða upp á hagkvæma leið inn á ríkisskuldabréfamarkað. Þessir sparnaðar- kostir geta hentað þeim sem vilja ávaxta sparnað með litlum tilkostnaði og stöðugri ávöxtun. Eignin er laus með eins dags fyrirvara. Hafðu samband í síma 440 4920 til að fá nánari upplýsingar eða til að mæla þér mót við ráðgjafa. Eignastýring Íslandsbanka Sími 440 4920 Kirkjusandi 2–4, 105 Reykjavík eignastyring@islandsbanki.is www.islandsbanki.is/fj arfestingar Veltusafn og Ríkissafn eru sjóðir Íslandssjóða hf. *Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í verðbréfasjóði eða fjár- festingarsjóði getur bæði hækkað og lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Veltusafn og Ríkis safn eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjár fest ingarsjóði. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Útboðs lýs ingar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslands sjóða hf., www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti, fjárfestingarstefnu og vikmörk. **Markmið Ríkissafnsins er að bjóða upp á ódýra leið inn á skuldabréfamarkað. Sjá nánar í gjaldskrá á www.islandsbanki.is Veltusafn – eignasamsetning Innlán 49% Ráðlagður fj árfestingartími 1 mán + Sjóðurinn var stofnaður í september 2009. Eignasamsetning m.v. 1.3.2010 Ríkisskuldabréf – víxlar 51% Ríkissafn** – eignasamsetning Ráðlagður fj árfestingartími 1 ár + Ríkisvíxlar 18% 40% Innlán Ríkisbréf 42% á ársgrundvelli frá stofnun sjóðsins 5.12.2008. Eignasam- setning og ávöxtun m.v. 1.3.2010 – sjá islandssjodir.is 12,5% ávöxtun* Harold James Prófessor í sagnfræði og alþjóðamálum við Princeton-háskóla. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.