Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 31
MARKAÐURINN F R É T T I R 11MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 EINSTAKAR HERRAVÖRUR ÁN ILM– OG LITAR– EFNA  Þrír nýir framkvæmdastjór- ar hafa verið ráðnir til banda- ríska samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen. Allt eru þetta reynslu- boltar úr lyfjageiranum. Svafa Grönfeldt, fyrrverandi framda- stjóri hjá Actavis og fyrrver- andi rektor Háskólans í Reykja- vík, verður ein af fimm í stjórn fyrirtækisins en hún mun hafa umsjón með uppbyggingu, tækni og mannaráðningum. Hinir tveir eru Elin Gabriel, sem verður rekstrarstjóri, og Kevin Bain, sem tekur stöðu fjár- málastjóra hjá Alvogen. Þau hafa sömuleiðis unnið hjá Actavis. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, er stjórnarfor- maður Alvogen og á þriðjungs- hlut í fyrirtækinu. - jab Svafa fylgir Róberti Norræna upplýsingatæknifyr- irtækið Sirius IT hagnaðist um 1.025 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Fyrirtækið er dótturfélag Skipta, sem einn- ig á Símann. Rekstrartekjur samstæðunnar námu sem svarar til 10,6 millj- arða íslenskra króna. Rekstr- arhagnaður fyrir afskriftir og vexti (EBITDA) nam 1.618 millj- ónum króna og jókst um ellefu prósent frá fyrra ári. Hagnað- ur fyrir skatta var 1.387 millj- ónir króna. Sirius IT er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hagnast um milljarð SVAFA Þrír fyrrverandi starfsmenn Actavis hafa verið ráðnir til lyfjafyrirtækis sem Róbert Wessman stýrir. MARKAÐURINN/GVA Fasteignaverð var hæst á Írlandi, í Slóvak- íu og hér á síðasta ári, samkvæmt saman- tekt breska viðskiptablaðsins Financial Times. Verðið fór niður um 12,4 prósent á Írlandi og hafði þá lækkað um 29 prósent frá því það náði hæstu hæðum árið 2007. Þá lækkaði fasteignaverð um rúm tíu pró- sent í Danmörku og um 9,7 prósent hér í fyrra. Til samanburðar lækkaði fasteigna- verð almennt um 4,6 prósent á evrusvæðinu á síðasta ári. Fasteignaverð lækkaði um rúm sjö pró- sent í Bretlandi, Frakklandi og á Spáni, en í síðasttalda landinu varð fasteignamarkað- urinn sérstaklega illa úti í heimskreppunni. Þá lækkaði fasteignaverð um aðeins 1,8 pró- sent í Þýskalandi. Fasteignamarkaðurinn í Póllandi og í Nor- egi mun hafa verið einsdæmi í fyrra. Verð- ið hækkaði um sautján prósent á milli ára í Póllandi en um rúm ellefu í Noregi, sam- kvæmt upplýsingum Financial Times, sem bætir við að botninum virðist almennt hafa verið náð ytra undir lok síðasta árs. Það helst í hendur við aukna eftirspurn á lána- mörkuðum. Financial Times segir verðlækkun á fast- eignamarkaði í fyrra þá fyrstu frá því blað- ið byrjaði að taka tölurnar saman árið 2000. - jab Botni náð á alþjóðlegum fasteignamarkaði REYKJAVÍK Í FYRRASUMAR Fasteignamarkaðurinn er almennt að taka við sér víða á meginlandi Evrópu, sam- kvæmt samantekt Financial Times um þróun á alþjóðleg- um fasteignamarkaði. MARKAÐURINN/VILHELM MP Banki var með hæstu mark- aðshlutdeild markaðsaðila í við- skiptum hjá Kauphöll Íslands á fyrsta fjórðungi ársins. MP Banki kom að tæplega 33 pró- sentum af veltu Kauphallarinn- ar, að því er fram kemur í til- kynningu frá bankanum. Hlutdeild MP Banka hefur farið vaxandi undanfarið. Hún náði 31,7 prósentum við lok árs 2009 og er nú komin í tæp 33 pró- sent. Í tilkynningu segir að árangur bankans sé staðfesting á miklu trausti viðskiptavina. Þeim hafi fjölgað umtalsvert á árinu. MP Banki hafi verið með mestu heildarveltuna í hverri einustu viku sem liðin sé af árinu 2010. Viðskipti með skuldabréf nema um 99 prósentum af heildarvið- skiptum í kauphöllinni í ár. Sér- fræðingar MP Banka telja lík- legt að skuldabréfamarkaður- inn verði líflegur áfram út árið, enda leiti fjárfestar að traustum fjárfestingum þar sem áhætta sé takmörkuð. - bj MP Banki með þriðjung veltunnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.