Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 40
24 7. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 118.000 GESTIR NÆST SÍÐASTI SÝN.DAGUR SÍMI 564 0000 12 12 L L L 10 7 12 L SÍMI 462 3500 L 10 12 10 10 L L DEAR JOHN kl. 8 - 10.20 KÓNGAVEGUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 LOVELY BONES kl. 10.15 THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 AVATAR 3D kl. 5.40 - 9 MAMMA GÓGÓ kl. 6 Síðustu sýningar SÍMI 530 1919 L L 16 16 10 DEAR JOHN kl. 5.40 - 8 - 10.20 EARTH kl. 5.45 - 8 - 10.15 SHUTTER ISLAND kl. 7 DAYBREAKERS kl. 8 - 10.15 THE GOOD HEART kl. 5.50 SÍMI 551 9000 .com/smarabio 12 7 L 10 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl. 8 - 10 BOUNTY HUNTER kl. 6 DEAR JOHN kl. 8 - 10 NANNY MCPHEE 2 kl. 6 NÝTT Í BÍÓ! TÖFRANDI SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA EMMA THOMPSON I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl. 8 - 10.20 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS LX kl. 3.30 - 5.40 -8- 10.20 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D kl. 3.30 - 5.40 AÐ TEMJA DREKANN SINN 2D kl. 3.30 NANNY MCPHEE kl. 3.30 - 5.40 KÓNGAVEGUR kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 BOUNTY HUNTER kl. 5.40 - 8 - 10.25 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 8 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK & KUNG FU PANDA Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskyldunaÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 12 12 12 12 12 12 L L L L L L L L L L L L L L 10 16 AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 3:40(3D) - 5:50(3D) HOW TO TRAIN YOUR DRAGON kl. 8(3D) - 10:10(3D) HOT TUB TIME MACHINE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 HOT TUB TIME MACHINE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 WHEN IN ROME kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 MEN WHO STARE AT GOATS kl. 8 - 10:10 NANNY MCPHEE kl. 3:40 - 5:50 THE BLIND SIDE kl. 5:30 - 8 - 10:30 BJARNFREÐARSON kl. 3:20 Síðustu sýningar HOT TUB TIME MACHINE kl. 8:10D - 10:20D AÐ TEMJA DREKANN SINN M/ ísl. Tal kl. 6(3D) HOW TO TRAIN YOUR DRAGON ensku. Tali kl. 10:20(3D) WHEN IN ROME kl. 5:50 - 8 MEN WHO STARE AT GOATS kl.10:10 ALICE IN WONDERLAND 3D kl. 5:50(3D) -kl. 8:10(3D) AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 6(3D) HOW TO TRAIN YOUR DRAGON kl. 8(3D) HOT TUB TIME MACHINE kl 10 WHEN IN ROME kl. 6 - 8 THE LOVELY BONES kl 10 AÐ TEMJA DREKANN SINN M/ ísl. Tali 8 BOUNTY HUNTER kl. 10:20 GREEN ZONE kl. 8 FROM PARIS WITH LOVE kl. 10:20 Óvæntasti grínsmellur ársins „HANGOVER Á STERUM“ ÞEIR URÐU HELLAÐIR 2010 OG VÖKNUÐU UPP ÁRIÐ 1986 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - bara lúxus Sími: 553 2075 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl. 5.50, 8, 10.10 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D ÍSL kl. 4 og 6 - 3D L AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D ENS kl. 6 - 3D L AÐ TEMJA DREKANN SINN 2D ÍSL kl. 4 L NANNY MCPHEE AND THE BIG BANG kl. 3.50 og 8 L GREEN ZONE kl. 8 og 10.10 12 FROM PARIS WITH LOVE kl. 10.10 16 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í nýlegu blaðaviðtali er haft eftir breska gamanleikaran- um Ricky Gervais að hann þoli illa útlitskröfurnar sem gerðar eru í Hollywood. „Í Hollywood er ætlast til að maður falli inn í ákveðið form og útlit. Ég hef séð fjölda fólks falla í þá gryfju, meira að segja mjög hæfi - leikaríka leik- ara. Ég hugsa með mér: Af hverju ertu að svelta þig?“ Gervais, sem er eilítið yfir kjörþyngd, hefur þurft að sæta nokkurri gagnrýni fyrir þyngd sína og segist hann þó ekki hafa í huga að reyna að grenna sig fyrir kvikmyndahlutverk. „Hvað er að í Bandaríkj- unum? Mér er nokk sama hvað þeim finnst og ef ég fæ ekki hlutverk af því að ég er með skakkar tennur, þá geta þeir bara átt sig. Þetta er út í hött,“ sagði leik- arinn. Mun ekki létta sig ÓSÁTTUR VIÐ HOLLYWOOD Ricky Gervais segir að útlitskröf- ur Hollywood séu óraunhæfar. NORDICPHOTOS/GETTY Hasarmyndin Kick-Ass verð- ur forsýnd hérlendis um næstu helgi, viku á undan frumsýn- ingu hennar hér heima og í Bandaríkjunum. Sýningin verð- ur klukkan 01.00 í Kringlubíói aðfaranótt sunnudags á vegum Kvikmyndir.is og eru gestir hvattir til að mæta í ofurhetju- búningi. Mælt er með því að fólk búi til sína eigin ofurhetju, rétt eins og persónur myndarinnar gera, og fá þeir þrír sem mæta í flott- ustu búningunum gjafakörfur. Kick-Ass er byggð á samnefnd- um teiknimyndasögum og fjall- ar um ungling sem ákveður að verða ofurhetja þótt hann búi ekki yfir neinum yfirnáttúru- legum kröftum. Ofurhetjur á forsýningu Lög bandarísku söngkonunnar Mad- onnu voru þau mest spiluðu í Bret- landi síðastliðinn áratug. Tekin var saman spilun á öllum lögum í útvarpi, sjónvarpi eða á opinberum stöðum og varð þetta niðurstaðan. Í öðru sæti voru Bítlarnir, þótt þrjátíu ár séu liðin síðan þeir hættu störfum. Í næstu sætum á eftir voru Robbie Willi- ams, Queen og Take That; allt breskir listamenn eins og Bítlarnir. Athygli vekur að Robbie lenti ofar á listanum en fyrrverandi hljómsveit hans, Take That. Það var fyrirtækið PPL, sem rukkar höfundargjöld fyrir hönd listamanna, sem stóð fyrir rann- sókninni sem náði yfir árin 2000 til 2009. Aðeins ein hljómsveit sem var stofnuð á áratugnum komst á topp tíu-listann, eða Sugababes. Í desember síðastliðinum greindi PPL frá því að mest spilaða lag síð- asta áratugar í Bretlandi var Chas- ing Cars með Snow Patrol. Madonna vinsælust hjá Bretum Íslendingar eiga von á góðri heimsókn innan tíðar þegar poppstjarna frá Aser- baídsjan hitar upp fyrir Eurovision hér á landi. Safura Alizade, fulltrúi Aserba- ídsjan í Eurovision, mun heim- sækja Ísland í sérstakri kynning- arherferð sem Eurovision-nefnd landsins hyggst blása til í tengsl- um við þátttökuna. Þetta kom fram á blaðamannafundi Safuru sem haldinn var í tilefni af því að tökur á myndbandi við lagið Drip Drop voru að hefjast. Fram kom að myndbandið yrði tilbúið til sýning- ar 25. apríl og að í kjölfarið yrði farið í mikla kynningarherferð þar sem Safura myndi heimsækja fjöl- mörg lönd í Evrópu, meðal annars Ísland, og syngja lagið sitt. Hera Björk Þórhallsdóttir, full- trúi Íslands, hafði ekkert heyrt af þessari heimsókn Safuru til Íslands þegar Fréttablaðið bar þessar fréttir undir hana. „Nei, en ég á kannski eftir að heyra af því. Þetta væri bara frábært,“ segir Hera. Söngkonan frá Aserbaídsjan yrði ekki fyrsta erlenda Eurov- ision-stjarnan sem kæmi hingað til lands í þeim erindagjörðum að kynna bæði land sitt og þjóð. Og að sjálfsögðu lagið sitt. Ruslana kom hingað árið 2004 með lagið sitt Wild Dances og hélt vel sótta tón- leika á Pravda á föstudaginn langa. Heimsóknin vakti mikla athygli því Ruslana flaug til landsins í einkaþotu og fékk meðal annars að hitta Davíð Oddsson, þáverandi Stjarna frá Aserbaídsjan í kynningarferð á Íslandi TÍU VINSÆLUSTU Í BRETLANDI: 1. Madonna 2. Bítlarnir 3. Robbie Williams 4. Queen 5. Take That 6. Sugababes 7. Elton John 8. Elvis Presley 9. Abba 10. Coldplay MADONNA Lög Madonnu voru þau mest spiluðu í Bretlandi á síðasta áratug. forsætisráðherra. Íslenskir Eurov- ision-aðdáendur tóku Ruslönu vel og kunnu vel að meta lagið henn- ar sem sló eftirminnilega í gegn í Tyrklandi og sigraði að lokum. Íslandsheimsóknin virtist hafa skilað sér því Ruslana fékk tólf stig frá Íslandi og lagði þjóðin því sitt af mörkum til að tryggja henni sigur. Spurning hvort heim- sókn Safuru skili henni svipuðum árangri. freyrgigja@frettabladid.is RUSLANA OG SAFURA Aserbaídsjan ætlar sér stóra hluti í keppninni í ár og fulltrúi þeirra, Safura Alizade, hyggst heimsækja Ísland í tengslum við keppnina. Ruslana kom hingað árið 2004 og sigraði í keppn- inni í kjölfarið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.