Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 42
26 7. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is > Íslendingaslagur í Meistaradeildinni Rhein-Neckar Löwen, sem Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með, mætir liði Alfreðs Gíslasonar, Kiel, í átta liða úrslit- um Meistaradeildarinnar í handbolta. Flensburg, lið Alexanders Petersson, mætir liði Björgvins Páls Gústavssonar, Kadetten, í undanúrslitum EHF-keppn- innar. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Lemgo, lið Loga Geirssonar og Vignis Svavarssonar, spænska liðinu Naturhouse. Róbert Gunnarsson og félagar í Gummersbach mæta síðan San Antonio í undaúrslitum Evrópu- keppni bikarhafa. KÖRFUBOLTI Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í kvöld. Snæfell gerði sér lítið fyrir og vann afgerandi sigur í fyrsta leiknum í DHL-höllinni og Íslandsmeistarar KR verða því helst að vinna í kvöld, annars eru þeir í erfiðum málum. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit. - hbg Iceland Express-deild karla: KR-ingar mæta í Fjárhúsið 1-0 Snæfell er yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL F í t o n / S Í A AT HU GI Ð AÐ SÖ LU LÝ KU R NÚ K L. 16 ÞÚ TALDIR RÉTT: 2 MILLJARÐAR OG 300 MILLJÓNIR KRÓNA FÓTBOLTI Evrópumeistarar Bar- celona eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þeir lögðu Arsenal 4-1 í gær þar sem Argent- ínumaðurinn Lionel Messi var allt í öllu. Hann bauð upp á sýningu af bestu gerð og sýndi og sann- aði að enginn í heiminum er betri í íþróttinni. Messi skoraði öll fjögur mörk Börsunga og varnarmenn enska liðsins réðu engan veginn við hann. „Hann er hiklaust besti leik- maður heims, það er enginn sem kemst nálægt honum,“ sagði Ars- ene Wenger eftir leik. Það vantaði ýmsa lykilmenn í bæði lið en það kom ekki í veg fyrir skemmtilegan leik. Nick- las Bendtner kom Arsenal yfir eftir átján mínútna leik. Bör- sungar voru ekki lengi að svara, Messi skoraði stórglæsilegt mark og bætti svo við öðrum tveimur fyrir hálfleik. Arsenal tókst ekki að skora í seinni hálfleiknum og Messi kórónaði stjörnuleik sinn með því að skora sitt fjórða mark undir lokin. Fyrri leikur þessara liða endaði með jafntefli 2-2 og vann Barce- lona því samtals 6-3 sigur. Í undanúrslitum mætir Barc el- ona Ítalíumeisturum Inter sem unnu fyrirhafnarlítinn sigur gegn CSKA á gervigrasinu í Moskvu. Wesley Sneijder skoraði eina mark leiksins strax á sjöttu mín- útu. Þegar CSKA missti mann af velli með rautt spjald í upphafi síð- ari hálfleiks var leik lokið. Inter vann rimmuna samtals 2-0. „Þetta lið getur unnið Meistara- deildina,“ sagði Jose Mourinho, þjálfari Inter, eftir leikinn. „Liðið hefur þróast, sýnt öryggi og öflugan varnarleik. Við eigum tvo drauma, að komast í úrslitin og vinna sigur þar. Það er mögu- leiki á að þessir draumar rætist,“ sagði Mourinho en hans menn eiga ansi erfitt verkefni fyrir höndum að glíma við töframanninn Lionel Messi. - egm Barcelona vann Arsenal og er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Inter: Töframaðurinn Messi gerði muninn ÓTRÚLEGUR Lionel Messi sýndi snilldartilþrif hvað eftir annað í gær. Hann skoraði öll fjögur mörk Barcelona. NORDICPHOTOS/GETTY „Að vinna þetta í oddaleik er sennilega það ljúfasta. Þú upplifir ekkert meira adrenalín heldur en það sem ég hef upplifað hérna tvö síðustu ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir að lið hans tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR-stúlkur sigruðu Hamar með fimm stiga mun í oddaleik sem fram fór í DHL-höllinni. „Einbeitingin var gríðarlega mikil í mínu liði og þó við hefðum lent þrjátíu stigum undir þá hefðum við samt unnið þennan leik. Liðið er búið að vaxa í allan vetur og deildin varð sterkari eftir því sem leið á veturinn og eftir að erlendum leikmönnum fór að fjölga. Margir leikmenn hjá mér eru orðnir sterkari en þeir voru og við förum þetta klárlega á liðsheildinni og þær eru búnar að standa sig alveg ótrúlega vel þessar stelpur,“ bætti Benedikt við. Hann var stoltur af liði sínu og segir enga andstæðinga geta stoppað það þegar leikmenn mæti svona einbeittir til leiks. „Það var ekkert að fara stöðva þær hérna í dag. Einbeitingin var svo svakaleg og sigurviljinn og samstaðan frábær. Ég er gríðarlega stoltur af þeim og þær eiga þetta svo sannarlega skilið því það er ekkert lið búið að leggja eins mikið á sig og þær í vetur. Þær eru búnar að mæta sjálfar og æfa sig mjög mikið fyrir utan liðsæfingarnar og það hefur svo sannarlega skilað sér. Ég veit að þær reyndu allt sem þær gátu til að vinna leikinn í Hveragerði en það var ekkert að fara stöðva þær hér í dag. Það er ótrúlega ljúft að fá að hjálpa þeim í þessu og karakterinn magnaður hjá öllu liðinu,“ sagði Benedikt brosandi að lokum eftir sigurinn. Hann var að fagna Íslandsmeistaratitli annað árið í röð eftir að hafa stýrt karlaliði KR til sigurs í fyrra. BENEDIKT GUÐMUNDSSON: STOLTUR AF SÍNUM STELPUM OG SEGIR EKKERT LIÐ HAFA LAGT EINS MIKIÐ Á SIG Það var ekkert að fara að stöðva þær

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.