Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 8
8 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Þú getur treyst því að við gerum betur við MitsubishiSverrir er sérfræðingur í bílum sem bila eiginlega aldrei Mitsubishi eigendur njóta góðs af áratugareynslu Sverris og félaga á Mitsubishi þjónustuverkstæðinu. Þar sinna þeir þjónustu, viðgerðum og fyrirbyggjandi eftirliti, bæði fyrir jeppa og fólksbíla. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. 100% þjónustulán án vaxta Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði Ókeypis forgreining 1. Hvenær ganga Bretar að kjörborðinu? 2. Hvað leggur Reykjavíkurborg Golfklúbbi Reykjavíkur til háa fjárhæð vegna stækkunar golf- vallarins á Korpúlfsstöðum? 3. Hvað skoraði Messi, leik- maður Barcelona, mörg mörk í leik liðsins gegn Arsenal á þriðjudag? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 46 STJÓRNSÝSLA Sveinn Arason ríkis- endurskoðandi hefur sent forseta Alþingis harðort bréf vegna þess að Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra hyggst áminna Steingrím Ara Arason, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), fyrir að leita til emb- ættis síns. Sveinn lýsir þar furðu á málsmeðferð heilbrigðisráðherra. Álfheiður segir Svein misskilja málið. Heilbrigðisráðherra tilkynnti Steingrími Ara í liðinni viku að hún hygðist áminna hann fyrir meint brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna, en Steingrímur hafði ráðfært sig við Ríkisendur- skoðun vegna framkvæmdar reglu- gerðar um sjúkratryggingar. Í bréfi Sveins segir að það sé ólíð- andi að stjórnendur ríkisstofnana geti átt það á hættu „að vera sak- aðir um að hafa brotið gegn góðum starfsháttum og hollustu- og trún- aðarskyldum sínum með því einu að leita ráða hjá Ríkisendurskoðun um fjárreiðutengd málefni“. Álfheiður segir að forstjóri SÍ hefði átt að leita til ráðuneytisins áður en ráðgjafar var leitað hjá Ríkisendurskoðun. Deilan snýst því um samskipti innan stjórnsýslunn- ar. Í bréfi ríkisendurskoðanda segir hins vegar að hann telji að ekkert sé óeðlilegt við það að stjórnendur rík- isstofnana leiti ráða og upplýsinga hjá Ríkisendurskoðun um málefni sem fjalla um meðferð og ráðstöfun á ríkisfé. Slíkt sé reyndar alvana- legt og ekkert nýtt. Álfheiður svaraði ríkisendur- skoðanda bréflega í gær og segir hann misskilja málið. „Það er lang- ur vegur frá að heilbrigðisráðu- neyti eða undirritaður ráðherra hafi nokkuð við það að athuga að stofnan- ir ráðuneytisins leiti eftir ráðgjöf frá Ríkisendurskoðun,“ segir Álfheiður og vísar til upphaflegra samskipta við forstjóra SÍ og ítrekar að honum hafi borið að leita fyrst til ráðuneyt- isins eða ráðherra ef hann hefði eitt- hvað út á reglugerðina að setja. Sveinn vísar því alfarið á bug að athugasemd hans sé byggð á mis- skilningi. „Við misskiljum ekkert. Það segir í hennar bréfi að viðkom- andi eigi að leita fyrst til ráðuneyt- isins og tala svo við okkur. Við lítum svo á að forstöðumönnum sé í sjálfs- vald sett hvaða röð þeir hafa á þessu og þurfi alls ekki að fá einhverja heimild til þess frá ráðuneytinu.“ svavar@frettabladid.is Ráðherra í orðaskaki við embættismenn Fyrirætlanir heilbrigðisráðherra um að áminna forstjóra Sjúkratrygginga eru harðlega gagnrýndar af ríkisendurskoðanda. Ráðherra segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Við misskiljum ekkert,“ segir ríkisendurskoðandi. SVEINN ARASON FÓLK Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Júlíus Má Baldurs- son landnámshænsnabónda. Útihús Júlíusar á Tjörn í Vatns- nesi brunnu í eldsvoða í lok síð- asta mánaðar. Hann missti um 250 landnámshænur, fjóra heim- ilisketti og um þúsund egg. Að auki brann tækjabúnaður fyrir milljónir króna. Með söfnuninni er vonast til þess að gera Júlíusi kleift að end- urreisa hænsnastofninn. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til söfnunarinnar geta gert það á reikning 1105-15-200235, kenni- tala er 011260-2259. - þeb Söfnun fyrir hænsnabú: Vilja endurreisa landnámsstofn TJÖRN Í VATNSNESI Júlíus ásamt land- námshænsnum. Hann missti um 250 slík í eldsvoða í síðasta mánuði. MYND/ÚR EINKASAFNI Fimm nefndir verði tvær Félags- og tryggingamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um sam- einingu nokkurra úrskurðarnefnda er heyra undir ráðuneytið. Annars vegar á að sameina kærunefnd fjöleignar- húsamála, kærunefnd húsaleigumála og úrskurðarnefnd frístundahúsamála í kærunefnd húsamála og hins vegar á að sameina kærunefnd húsnæðis- mála og úrskurðarnefnd félagsþjón- ustu sveitarfélaga í úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála. ALÞINGI VÍSINDI Rúmlega átján milljónum króna hefur verið úthlutað til fornleifarannsókna úr fornleifa- sjóði. Fjárveiting til sjóðsins var rúmar nítján milljónir. Alls var ákveðið að styrkja þrettán aðila til rannsókna. Hæsta styrkinn fékk fornleifa- rannsókn á Skriðuklaustri, eða þrjár og hálfa milljón króna. Þrjú verkefni fengu styrk upp á tvær og hálfa milljón. Það voru rannsóknir á Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp, rannsókn á Kolkuóshöfn í Skagafirði, og rannsókn á hvalveiðum útlend- inga við Ísland. Aðrir fengu lægri styrki. Fornleifasjóði bárust 49 umsóknir um verkefni að upp- hæð tæplega 90 milljónir króna. - þeb Átján milljónir veittar: Þrettán styrkir úr fornleifasjóði ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR Í STÓLNUM Málið snýst um reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í nauðsynlegum tannlækninga- og tannréttingakostnaði vegna afleiðinga meðfæddra galla, sjúkdóma og slysa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.