Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 16
16 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 580-0000 + sala@a4.is + www.a4.is Gleráreyrum 2, Akureyri + Sími: 580-0060 + akureyri@a4.is + www.a4.is Eigum mikið úrval af tungumálaforritum frá EuroTalk. Forritin eru afar hvetjandi sem henta breiðum aldurshópi. Verð f rá 4.995 kr. Lærðu nýtt tungumál heima í stofu! „Lesturinn leggst vel í mig, þetta er mikilvægt efni. Ég vona bara að tölurnar verði skrifaðar með bók- stöfum, ég er ekki vanur því að þurfa að lesa háar tölur reiprennandi svona án undirbúnings,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikari sem mun hefja lestur skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um leið og hún berst í Borgarleikhúsið næstkomandi mánudags- morgun. 45 leikarar leikhússins munu lesa skýrsluna og er flutningstími áætlaður þrír til fimm sólarhringar en lesið verður allan sólarhringinn og geta áhuga- samir rekið inn nefið hvenær sem er og hlustað á lesturinn og „hugleitt efnið, innihaldið og orsakirn- ar,“ eins og segir í fréttatilkynningu. „Þetta er eins konar þjónusta okkar við samfélag- ið. Við ætlum bara að byrja á blaðsíðu eitt og halda svo áfram þar til yfir lýkur,“ segir Bergur. Tveir til þrír leikarar skipta með sér tveggja tíma vöktum og hver les í um korter í senn. „Þetta er heilmikið skipulag,“ segir Lára Aðalsteinsdóttir, markaðs- stjóri Borgarleikhússins, sem sat við excel-skjal í gær ásamt yfirstjórn leikhússins og raðaði leikurum niður á lesturinn svo hann rækist ekki á æfingar og önnur verkefni. Hugmyndin að lestrinum er komin frá Jóni Páli Eyjólfssyni leikstjóra og segir Lára hana hafa hitt í mark hjá leikurum og öðru starfsfólki. „Fyrir utan leikara munu ríflega fjörutíu aðrir starfsmenn vera á vaktinnni. Það þarf að hella upp á kaffi og taka á móti gestum.“ Lára segir umgjörðina um lesturinn þó verða afar einfalda. „Þetta verður eitt ljós, eitt púlt og einn lesari við það, sem sagt mjög hrátt.“ Lestrinum verður varpað beint á heimasíðu leikhússins, borgarleikhus.is. Lesa skýrslu rannsóknarnefndar „Ég er alveg á kafi í að undirbúa afmælisdagskrá til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur sem á stórafmæli í næstu viku,“ segir Svanhvít Aðalsteinsdóttir verkefna- stjóri stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís verður tvítug í fjórða sinn eins og hún grínast oft með á fimmtudag eftir viku og verður hátíðardagskrá henni til heiðurs í Háskólabíói af því tilefni en Háskóli Islands, ríkið og Reykjvíkurborg efna til afmælisins. „Vigdís hefur unnið með svo mörgu fólku, svo mörg- um samtökum og hefur lagt svo mörgum lið í gegnum tíðinaog við buðum öllum að taka þátt með okkur og alls eru 28 félög að leggja okkur lið með einum eða öðrum hætti. Dagskráin hefst klukkan hálffimm á fimmtudag og er ókeypis aðgangur. Henni verður einnig útvarpað og sjónvarpað beint. Okkur fannst mikilvægt að vinir og stuðningsmenn um land allt fengju að njóta hátíðarhaldanna.“ Svanhvít segir að afmælisdagskráin verði mjög fjölbreytt. „Hún verður létt og skemmtileg og fjölmargir listamenn munu taka þátt í henni,“ segir Svanhvít sem vill þó ekki upplýsa nánar um dagskrána í bili enda á hún að koma afmælisbarninu og gestum á óvart. „Húsið opnar klukkustund fyrr og það verður boðið upp á afmæliskaffi.“ Í tilefni afmælis Vigdísar verður einn- ig efnt til alþjóðlegrar vísindaráð- stefnu á vegum stofnunar Vigdís- ar Finnbogadóttur dagana 15. til 17. apríl. Nánar má fræðast um dagskrá afmælisins á síðunni. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SVANHVÍT AÐALSTEINSDÓTTIR Undirbýr afmæli Vigdísar Finnbogadóttur Eingyðjutrú? „Á okkar tímum birtast gæslumenn rétthugsunar og „góðrar háttsemi“ helst í gervi hvatvísra femínista, sem telja sig hafa ráð og rænu til að leiðbeina samtíð sinni á svipaðan máta og íhlutunarsöm trúaryfirvöld gerðu fyrr á öldum.“ BRYNJAR NÍELSSON HÆSTARÉTTAR- LÖGMAÐUR Pressan.is 6. apríl. Ekki velkjast í vafa „Hinar róttæku breytingar um skötusel og strandveiðar eru óræk sönnun þess að ég mun beita mér fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu í samræmi við stefnu ríkis- stjórnarinnar og míns flokks.“ JÓN BJARNASON, SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA. bb.is 7. apríl. LEIKARARNIR Elma Lísa, Halldór Gylfason, Unnur Ösp Stefáns- dóttir, Jörundur Ragnarsson og Nína Dögg Filuppusdóttir eru meðal þeirra sem lesa upp skýrsluna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.