Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 18
18 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvað á nýja eldfjallið að heita? Fjölmargar hugmyndir að nafni á eldstöðina neðan við Fimmvörðu- háls, á gönguleiðinni milli Skóga og Goðalands, hafa litið dagsins ljós. Sumar hugmyndirnar vísa í staðhætti, eins og Fimmvörðu- fell og Fimmvörðuhnúkur. Aðrar vísa til ástandsins og umræð- unnar í þjóðfélaginu, til dæmis Ísbjörg og Skjaldborg. Enn aðrar reyna að vísa bæði í staðhætti og tíðarandann. Hruni og Hrunatind- ur tvinna saman nafn Hrunagils, þangað sem hraunið hefur fallið, og hrun efnahagslífsins. Engar mótaðar reglur eru um hvernig ný örnefni eru valin. „Það hefur verið með ýmsu móti,“ segir Hallgrímur J. Ámundason, sérfræðingur hjá Árnastofnun. Örnefnanefnd valdi Surtsey nafn og nefndinni var líka falið að úrskurða eftir gosið í Heimaey. Við gerð Kárahnjúkavirkjunar urðu fjölmörg kennileiti til en Lands- virkjun sá um að nefna þau. Menntamálaráðherra hefur nú falið sérfræðingum þriggja ríkis- stofnana að velja eldstöðinni nafn. Þetta eru Örnefnanefnd, Stofn- un Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum og Landmælingar Íslands. Hópurinn hittist á fyrsta fundi í fyrradag. Ætlunin er að hafa samráð við jarðvísindamenn og staðkunnuga heimamenn áður en ákvörðun verður tekin. „Það þarf að vita hvers konar náttúru- fyrirbrigði þetta er og hyggja að staðháttum og kennileitum,“ segir Þóra Björk Hjartardóttir, formað- ur Örnefnanefndar, að loknum fundinum. Nefndarmenn hafa tekið saman lista yfir þær ábendingar og hug- myndir sem komið hafa fram frá almenningi undanfarna daga. Ekki er þó ætlunin að efna til samkeppni um nafnið eða velja úr innsendum hugmyndum. Margar ábendingarnar vísa til fells eða notast við orð sem ein- kenna ákveðin náttúrufyrir- bæri. Eldstöðin er hins vegar sífelldum breytingum undirorpin meðan gosið heldur áfram. Þóra Björk segir að nú sé hún nær því að vera gígur en fell. Það er því ekki vandalaust að velja örnefnið og gæta að því að það gangi ekki gegn fræðilegum skilgreiningum og almennri málvenju. Þóra Björk segir óvíst hvenær starfshópurinn lýkur störfum og kemst að sinni niðurstöðu. „Við ákváðum að gefa okkur góðan tíma og ætlum ekki að hrapa að neinu,“ segir hún. peturg@frettabladid.is Embættismenn gefa eldstöðvum nafn Starfshópur þriggja opinberra stofnana hefur fengið það verkefni að finna örnefni á eldstöðina neðan við Fimmvörðuháls. Almenningur hefur sent inn fjölda hugmynda. Jarðvísindamenn og heimamenn verða með í ráðum. ÓNEFND ELDSTÖÐ Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, segir í kvæði Tómasar Guðmundssonar. Embættismenn þriggja opinberra stofnana hafa nú fengið það hlutverk að velja örnefni fyrir eldstöðina sem er neðan við Fimmvörðuháls á gönguleið- inni frá Skógum yfir í Goðaland. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Eldfell ■ Eldvarða ■ Fimmvörðufell ■ Fimmvörðuhnúkur ■ Fimmvörðungur ■ Funafell ■ Funi ■ Goðafell ■ Hálsafell ■ Hálsbólga ■ Heljarþröm ■ Hrunafell ■ Hruni ■ Hrunsgígur ■ Ísbjörg ■ Krepputindur ■ Skjaldborg ■ Steina ■ Tálmi ■ Trafali ■ Varða ■ Vörðuhnúkur ■ Þórðarfell ■ Þórðarfjall ■ Þórufell ■ Þórugígur Hvað á hún að heita? Starfshópur um nafn á eldstöðina neðan við Fimmvörðuháls hefur haldið lista yfir nafngiftir sem hefur verið fleygt í opinberri umræðu. Hér eru nokkr- ar hugmyndanna: Baldvinsskáli Fimmvörðuskáli Heljarkambur M or in sh ei ði Hr un ag il Hrunajökull Brattafönn M ý r d a ls jö k u ll E y ja f ja ll a jö k u ll Miðsker 1093 Heiðarhorn F i m m v ö r ð u h á l s M er ku r- tu ng na ha us Krossá Básar Göltur Útigönguhöfði „Fimmvörðuháls er nú oftast haft um alla leiðina frá Skógum og yfir í Goða- land en áður fyrr átti nafnið einungis við um hálsinn efst á leiðinni. Gosstöðv- arnar eru því í sjálfu sér alls ekki við Fimmvörðuháls heldur talsvert norðar,“ segir í umfjöllun um örnefni á gosslóðunum sem Hallgrímur J. Ámundason, sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar, hefur birt á arnastofnun.is. Stiklað er á stóru úr umfjöllun Hallgríms hér á eftir. Þrívörðusker „Þrívörðusker […] er mun nær gosinu en Fimmvörðuháls – af myndum af dæma virðist gosið hafa komið upp norðan við Þrívörðusker og sunnan við Bröttufannarsker,“ segir í greininni. Hallgrímur og aðrir sérfræðingar treysta sér þó ekki til þess að staðsetja Þrívörðusker á korti, enn sem komið er, og engin kort eru til sem sýna staðsetningu þess. Morinsheiði „Þórður Tómasson telur að heiðin dragi nafn af mórauðum lit sínum. … Sögn- in morna merkir að visna eða hrörna. Samsetta orðið Morinsheiði gæti þá vísað til þess að hún er gróðurlaus, veðruð og eyðileg.“ Hrunagil „Innst (austast) á Goðalandi heita Hrunar. Talað er um tvenna Hruna sem ýmist eru kallaðir Stóri-Hruni og Litli-Hruni eða Fremri -Hruni og Ytri-Hruni. … Gilin milli Hrunanna sjálfra og milli þeirra og Morinsheiðar eru kölluð Hrunagil en greinarmunur stundum gerður á Norðurgili og Suðurgili. Hrunagil (Suðurgil) er það gil sem hraun hefur fallið um vegna gossins.“ Hvannárgil „Gilin vestan við Morinsheiði eru kölluð Hvannárgil eftir ánni sem þar rennur. Hvannárgil klofnar framarlega í Norðurgil og Suðurgil (eða Norður-Hvannárgil og Suður-Hvannárgil, einnig nefnd Fremra- og Innra-Hvannárgil.“ Heljarkambur „Þar sem Morinsheiði og hálendið undir jöklunum tengist heitir Heljarkamb- ur. … Nokkuð hefur borið á því í umræðu undanfarna daga … að Heljarkamb- ur sé heiðarbrúnin suðaustan við Morinsheiði og norðaustan við gosstöðv- arnar. Það er alrangt. Ekkert sérstakt nafn virðist vera á þessum stað en fyrir ekki mörgum áratugum lágu enn Hrunárjöklar yfir þessu svæði.“ Nær Þrívörðuskeri en Fimmvörðuhálsi HEFST Í KVÖLD KL. 21:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.