Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 32
 8. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa Menn tengja brimbrettaiðkun kannski ekki í fljótu bragði við Ísland. Þeim fer hins vegar fjölgandi sem stunda þessa íþrótt hérlendis. „Upphaflega var þetta tilraunaverk- efni til að kanna viðtökurnar og þegar þær fóru svo fram úr öllum væntingum ákváðum við að fara út í þetta af fullum krafti,“ segir Leifur Dan Leifsson, eigandi fyrir- tækisins Surf.is sem stendur fyrir brimbrettakennslu á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað fyrir ári og er það fyrsta sem bauð upp á þessa þjónustu hérlendis. Leifur segist enda skilja það þar sem brimbretta- iðkun sé sjálfsagt ekki það fyrsta sem menn tengi við ískaldan sjóinn í kringum strendur Ís- lands. Staðreyndin sé hins vegar sú að íþróttin hafi verið stunduð á landinu um árabil, meðal annars af erlendum ferðalöngum sem heim- sæki landið gagngert í þeim tilgangi að svala þessari þörf. „Útlendingar hafa vanið komur sínar hingað í 20 ár þótt þeir séu ekki margir. Fólki finnst magnað að geta iðkað þessa íþrótt svona norðarlega umkringt fjölbreyttu dýralífi og fallegri nátt- úru, svörtum fjörum og tignarleg- um jöklum sem eiga sér kannski hvergi annars staðar hliðstæðu í heiminum,“ segir Leifur og bætir við að auk þess séu á Íslandi kjöraðstæður til brim- brettaiðkunar, þar á meðal í Þor- lákshöfn og við Sandvík þar sem Surf.is hefur haldið brimbretta- námskeið. „Öldurnar eru eins og þær gerast best- ar, að minnsta kosti við viss skil- yrði. Þótt sjórinn sé kaldur kemur það ekki að sök sé hlýr fatnaður hafður við hönd og hægt að stunda sportið allt árið um kring.“ Leifur segir Íslendinga hafa á heildina litið verið nokkuð seina að átta sig á þessum gersemum. Svo virðist þó sem vakning sé nú að verða meðal landsmanna. „Við merkjum það af aukinni ásókn í námskeiðin hjá okkur sem farið var að halda fyrir ári en þar er þátttakendum kennd undirstöðuatriðin í brim- brettaiðkun, svo menn séu færir í flestan sjó.“ Hann bætir við að fyrirtækinu berist í auknum mæli fyrirspurnir frá erlendum brim- brettaiðkendum síðan það mark- aðssetti sig ytra og á því von á að þeim fjölgi hér á næstunni. - rve Paradís brimbrettakappa Leifur segir að Íslandi séu kjöraðstæður til brimbrettaiðkunar, sem erlendir ferðamenn hafi nýtt sér um árabil. MYND/SURF.IS Leifur hjá Surf.is stendur fyrir brimbretta- námskeiðum. FRÉTTABLAÐÐ/GVA „Ég held að það sé starfandi útibú frá FC Tinnu á Bahamaeyjum, en að öðru leyti veit ég ekki til þess að margar stelpur hittist og leiki knattspyrnu sér til ánægju og yndisauka. Margar þeirra virðast halda að stelpur geti ekki spilað fótbolta, en það er alrangt,“ segir Hafdís Eyjólfsdóttir, meðlimur í knattspyrnufélaginu FC Tinnu. Liðið samanstendur af yfir fimmtíu konum sem hittast vikulega á spark- vellinum við Austurbæjarskóla og iðka íþróttina fallegu. Fyrstu meðlimir félagsins, sem stofnað var í ágúst á síðasta ári, voru stofnandinn Tinna Ásgeirs- dóttir, vinkonur hennar og gamlar bekkjarsystur. Ört hefur þó fjölgað í hópnum og hann orðið bland- aðri, að sögn Hafdísar. „Allar stelpur eru hjartan- lega velkomnar og hæfni er ekki skilyrði. Best er að slá okkur upp á Facebook og skrá sig þar til að fá boð um æfingar, tímasetningar og slíkt. Upphaflega ætluðum við að keppa í utandeildinni í sumar, en ég sé ekki hvers vegna takmarkið ætti ekki að vera enn hærra, til dæmis Úrvalsdeildin,“ segir hún og hlær. Meiðsli ýmiss konar eru óhjákvæmilegur hluti knattspyrnuheimsins og hefur Hafdís ekki farið varhluta af því. „Ég steig vitlaust í löppina og átti við erfið lærmeiðsli að stríða í nokkra mánuði. Verra var að atvikið átti sér stað á leiðinni frá bíla- stæðinu að vellinum,“ segir Hafdís og skellir upp úr. - kg Allar stelpur velkomnar Hafdís segir hæfni ekki skilyrði í FC Tinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Réttar aðstæður eru mikilvægari en nokkur fræðsla,“ segir Sveinbjörn um heilsuefl- ingu í skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ef nemendum líður vel, and- lega og líkamlega, þá leiðir það til betri námsárangurs,“ fullyrð- ir Sveinbjörn Kristjánsson, verk- efnisstjóri fræðslumála hjá Lýð- heilsustöð. Tilefni ummælanna er þing um heilsueflandi skóla sem Lýðheilsustöð heldur á morgun í Borgartúni 6, í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Sveinbjörn segir skólasam- félagið allt þurfa að vera með heilsugleraugun uppi, kennara, nemendur, foreldra og jafnvel allt nærsamfélagið. „Umhverf- ið hefur svo mikið að segja því réttar aðstæður eru mikilvægari en nokkur fræðsla,“ segir hann. „Til dæmis er mikilvægt að fólki sé gert auðvelt að hreyfa sig og innbyrða holla fæðu.“ Hugmyndafræðin bak við heilsueflandi skóla er byggð á nokkrum lykilþáttum. Þeirra á meðal er samheldni og lýðræði. Á þinginu á morgun mun Sveinbjörn lýsa þeim nánar og líka samstarfi Lýðheilsustöðvar við grunnskól- ann á Egilsstöðum sem hefur verið tilraunaskóli í heilsueflingu í tvö ár. „Þetta er langhlaup því við erum í raun að breyta skóla- bragnum,“ segir hann og mælir með því að hafa nemendur með í ráðum við að móta stefnuna. „Á Egilsstöðum eru nemendur með í að fara yfir matseðlana,“ tekur hann sem dæmi. Þegar heilsuefling hefst í skóla er byrjað á að meta ástandið þar eins og það er, að sögn Svein- björns. Hvernig er hvatt til hreyf- ingar, hvað er gert í næringarmál- um, eineltismálum og geðrækt. Allt skal skrá og síðan finna leiðir til úrbóta ef þörf er. Þar er nem- endalýðræði og samstarf sem er nauðsynlegt til að árangri sé náð. Mörg áhugaverð erindi eru á þinginu á morgun. Eitt þeirra flytur Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem fer yfir áherslur á heilsueflingu í sameig- inlegri framtíðarsýn fyrir grunn- skólastarf til 2020. Þingið er þátt- takendum að kostnaðarlausu og boðið er upp á léttar veitingar í kaffi- og hádegishléum. - gun Breyta skólabragnum Lifandi – Nærandi – Gefandi Fimmtudaginn 15. apríl kl. 20.00–22.00 hjá Maður lifandi Borgartúni 24. Síðasta skiptið fyrir sumarið Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær. Leiðbeinandi: Ebba Guðný Guðmundsdóttir Verð: 3.500 kr. Upplýsingar og skráning í síma 694-6386 og á netfanginu ebbagudny@internet.is • • • Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.