Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 33
heilsa ● fréttablaðið ●FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 5 Rannsóknir benda til þess að offita sé að hluta til bundin erfðum og eiga nokkur gen þar hlut að máli. Vísindamenn við Karólínska- sjúkrahúsið í Svíþjóð segja að foreldrar, sem hafa strítt við off- itu, eigi að hvetja börn sín og ungl- inga til að hreyfa sig rösklega í að minnsta kosti klukkutíma á dag. Rannsókn sem vísindamenn sjúkrahússins gerðu nýverið og tók til barna og unglinga víða um heim sem eru líklegri til að fitna vegna erfða, benti til að dagleg hreyfing eins og hlaup, hjólreið- ar eða annað sem tekur virkilega á, gæti gert gæfumuninn fyrir þennan hóp. - jma Klukkutíma hreyfing á dag Hreyfing er alltaf mikilvæg, en enn þá mikilvægari fyrir þá sem eiga á hættu að glíma við offitu. Tennisstjarnan Martina Navra- tilova hefur tilkynnt að hún hafi greinst með brjóstakrabba. Í við- tali við bandaríska tímaritið People segist hún hafa grátið eftir að hún fékk slæmu fréttirnar. „Ég hef alltaf haft svo góða stjórn á lífi mínu og líkama, en svo gerist þetta og er nú algjörlega úr mínum höndum.“ Á fræknum tennisferli sínum hefur Martina unnið átján stór- mót í einliðaleik, þar af níu á Wimbledon. Hún er nú 53 ára og segist heppin að æxlið hafi fund- ist á snemmstigum í reglulegri brjóstaskoðun, því sjálf hafi hún trassað slíka skoðun í fjögur ár. „Ég var kærulaus, og þótt ég sé í toppformi og ástundi heilbrigðan lífsstíl hefur þetta samt gerst. Hefði ég látið brjóstaskoðun hjá líða í eitt ár til viðbótar stæði ég frammi fyrir miklum vanda.“ Martina spilar enn tennis og keppir í íþróttinni. Hún lék síðast á Wimbledon í júlí 2006. - þlg Navratilova með krabbamein Martina Navratilova lét hjá líða í fjögur ár að mæta í reglulega brjóstaskoðun. Bráðamóttöku á 10D á Landspít- ala Hringbraut var lokað í morg- un. Sameinuð bráðamóttaka á G2 var opnuð um leið. Ný hjartamiðstöð verður síðan opnuð á Landspítala Hringbraut klukkan 8 þriðjudaginn 13. apríl. Hún mun sinna bráðaþjónustu, dagdeildar- og göngudeildar- þjónustu við hjartasjúklinga. Á hjartamiðstöðinni verður tekið á móti öllum ef grunur er um bráð hjartavandamál. Til þeirra teljast meðal annars brjóstverk- ir, mæði af líklegum hjartatoga, hjartsláttartruflanir, yfirlið af líklegum hjartatoga og hjarta- stopp. Hjartamiðstöð verður opin allan sólarhringinn frá klukkan 8 á mánudagsmorgni til klukkan 20 á föstudagskvöldi. - sg Bráðamóttöku lokað og hjartamiðstöð opnuð Ný hjartamiðstöð verður opnuð á Land- spítala við Hringbraut næstkomandi þriðjudag. Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Með árunum rýrnar brjóskvefurinn sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í stóru liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar-og hnjáliðum. Þess vegna er allt tilvinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. Vara ársins! NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk var valið heilsuvara ársins 2004 í Noregi. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifðu breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA „Ég hef verið nokkuð slæm í hnjánum síðastliðin ár, en einnig hefur hægri öxlin verið að fara með mig og var það orðið þannig að ég gat ekki lyft hendinni hærra en í axlarhæð og fylgdi þessu mikill sársauki Ég hætti að vinna fyrir tæpum tveimur árum og ákvað því að byrja að stunda líkamsrækt sem ég hef stundað samviskusamlega, en hægri öxlin skánaði lítið. Í ágúst 2009 ákvað ég að prófa NutriLenk töflurnar, þar sem ég hef heyrt marga hrósa því. Fann fljótlega mikinn mun Innan tveggja vikna var ég farin að finna mikinn mun,  en höndin fór að virka mun betur og nokkrum vikum síðar var ég farin að geta lyft hendinni upp yfir höfuðið. Ég bý á þriðju hæð, en þar sem að hnén voru orðin illa farin var ég hætt að geta gengið upp stigana og tók því lyftuna. Eftir að ég fór að taka inn NutriLenk finn ég ekki lengur fyrir í hnjánum og geng sársaukalaust upp í íbúðina mína Ótrúlegt en satt   Skemmtilegt er að segja frá því að fyrir síðustu jól hreingerði ég eldhússkáp- ana og það með hægri hendinni, sem ég var hreinlega búin að telja af, ef svo má segja. NutriLenk er meiriháttar efni sem ég hvet allt fólk sem þjáist af sliti í liðum til að prófa. Ég þarf svo sannar- lega ekki að sjá eftir því“ segir Sigríður kát í bragði. Gat illa hreyft hægri höndina Sigríður Friðþjófsdóttir, sem unnið hefur við hárgreiðslu síðastliðin 50 árin, hefur kynnst álaginu sem fylgir starfsgreininni m.a. í fótleggjum og axlarliðum. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, stærri Hagkaupsverslunum, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum NUTRILENK NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Nýtt og endurbætt NutriLenk Búið er að bæta út í formúluna D-, C vítamíni, kalk i og mangan til þess að styrkja b einin og vefi líkamans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.