Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 50
34 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Borgin Austin í Texas er ein af rokkborgum heims. Þar fer hin sívax- andi tónlistarhátíð South by Southwest fram árlega og tónleikahald er sérstaklega blómlegt. Þar hafa líka komið fram flottar hljómsveitir, hvort sem við tölum um sýruhippasveitina 13th Floor Elevators, sýru- pönkbandið Butthole Surfers (sem var reyndar stofnað í nágranna- borginni San Antonio) eða nýrri nöfn eins og … And You Will Know Us By The Trail Of Dead, Spoon og Okkervil River. Þar starfar líka rokktríóið Harlem sem var að senda frá sér plötuna Hippies. Það kann að vekja furðu að Texas-sveit kalli sig Harlem, en samt ekki. St Etienne er jú ekki frönsk og ekki er FM Belfast norður- írsk. Harlem var stofnuð í Tucson af þeim Michael Coomers og Curt- is O‘Mara sem báðir syngja og skiptast á að spila á trommur og gítar. Þeir fluttu sig fljótlega til Austin og sendu frá sér sína fyrstu plötu, Free Drugs, árið 2008. Hún vakti nokkra athygli hjá miðlum eins og Pitchforkmedia og Gorilla Vs. Bear og frammistaða þeirra félaga á tónleikum þótti frábær. Árið 2009 bættist bassaleikarinn Jose Boyer í hópinn, sveitin gerði samning við Matador-útgáfuna og hóf síðasta sumar upptökur á nýju plötunni. Harlem spilar mjög einfalt og grípandi rokk með „syngja-með“ við- lögum og skemmtilega þunnum hljómi sem er í andstöðu við allar þessar háværu og ómstríðu gítarsveitir sem eru út um allt. Það er eitt- hvað sem minnir á Moldy Peaches eða jafnvel Jonathan Richman hjá sveitinni, en samkvæmt Myspace-síðunni þeirra er Nirvana samt eina hljómsveitin sem eitthvað er varið í. Hippies er skemmtileg plata þó að hún breyti kannski ekki lífi þínu … Annars hefur Matador greinilega ákveðið að tappa inn á rokk- gróskuna í Austin því í febrúar sendi útgáfan frá sér safnplötuna Casual Victim Pile sem hefur að geyma nítján lög með jafn mörgum flytjendum frá Austin og nágrenni. Margt gott þar. Einfalt er gott HARLEM Tríó frá Texas. > Plata vikunnar Jónsi - Go ★★★★★ „Jónsi í Sigur Rós er mættur með sína fyrstu sólóplötu og fyrsta meistaraverk árs- ins. Tignar legt popp, bæði framsækið og grípandi.“ -TJ > Í SPILARANUM Diddi Fel – Hesthúsið Deftones – Diamond Eyes MGMT – Congratulations Dr. Dog – Shame, Shame Amadou & Mariam – Welcome To Mali DIDDI FEL DEFTONES Slash, fyrrum gítarleikari Guns N´Roses, segir að félagi sinn fyrrverandi, Axl Rose, sé magnaður tónlistarmaður. Rose söng sig inn í hjörtu heimsbyggðar- innar með lögum á borð við Sweet Child O´Mine og Welcome To The Jungle og Slash kryddaði útkomuna með tignarleg- um gítarleik. Slash hætti í sveitinni 1996 eftir útgáfu plötunnar The Spaghetti Inc- ident og allar götur síðan hefur andað köldu á milli hans og Rose. Guns N´Roses sneri loks aftur á sjónarsviðið árið 2008 með plöt- unni Chinese Democracy, sem fékk misjafnar viðtökur. Slash er einn þeirra sem hrifust mjög af henni. „Þetta var fullkomin Axl-plata,“ sagði hann í viðtali við New York Post. „Hún var nákvæmlega það sem hefði mátt búast við miðað við síð- ustu árin sem við unnum saman og í hvaða átt hann stefndi. Platan er mjög þung, eiginlega myrk og þunglyndisleg. Hann er algjörlega magnaður.“ Slash efast um að hann eigi eftir að vinna aftur með Axl Rose. „Ég veit hversu mikið hann hatar mig. Þess vegna efast ég um það.“ Axl Rose er magnaður SLASH Hrifinn af síðustu plötu Axl Rose. Enska trióið Doves gaf á mánudaginn út safnplöt- una The Places Between: The Best of Doves. Tíu ár eru liðin síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út. Hljómsveitin Doves frá Manchest- er er ein af þeim sem eru mjög vin- sælar í heimalandi sínu en hafa átt erfiðara með að slá í gegn annars staðar. Sveitin er skipuð tvíburabræðr- unum Jez og Andy Williams og Jimi Goodwin. Upphaf Doves má rekja aftur til ársins 1985 þegar bræðurnir hittu Jimi í mennta- skóla, fimmtán ára að aldri. Jimi spilaði þá með hljómsveitinni The Risk en bræðurnir voru í öðrum hljómsveitum. Fjórum árum síðar stofnuðu þeir saman sveitina Sub Sub og gáfu út sitt fyrsta smáskífu- lag. Árið 1993 gáfu þeir út lagið Ain´t No Love (Ain´t No Use) sem náði þriðja sæti á breska smáskíf- ulistanum. Erfiðari tímar fylgdu í kjölfarið og árið 1996 varð sveitin fyrir áfalli þegar hljóðver hennar brann. Í framhaldinu var ákveðið að stofna nýja hljómsveit, Doves, og breyta algjörlega um hljóm. Dansáhrifin viku fyrir popp-rokki og um leið vonuðust þeir félagar eftir auknum vinsældum. Sú varð raunin því fyrsta plata Doves, Lost Souls, kom út árið 2000 og var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Næsta plata The Last Broadcast komst í efsta sæti breska breiðskífulistans og var einnig tilnefnd til Mercury- verðlaunanna. Fyrsta smáskífulag hennar, hið grípandi There Goes The Fear, sló í gegn og náði þriðja sæti smáskífulistans í Bretlandi, sem er besti árangur Doves til þessa. Þriðja platan, Some Cities, fékk mjög góða dóma og komst hún einnig í efsta sæti breiðskífu- listans árið 2005. Í kjölfarið hitaði sveitin upp bæði fyrir U2, Oasis og Coldplay og greinilegt að hún var farin að njóta mikillar virðingar í tónlistarbransanum. Á síðasta ári kom síðan út fjórða hljóðversplatan, Kingdom of Rust, og hljómaði öflugt titillagið eft- irminnilega í hasarmyndinni Zombieland. Platan náði öðru sæti breska breiðskífulistans og festi sveitina enn frekar í sessi sem eina þá bestu í Bretlandi. Virðulegir miðaldra menn DOVES Hljómsveitin Doves gaf á mánudaginn út safnplötu með öllum sínum bestu lögum. Hljóðsversplötur Doves Kingdom of Rust (2009) Some Cities (2005) The Last Broadcast (2002) Lost Souls (2000) SNERTISKJÁR · MYNDAVÉL MP3 SPILARI · INTERNETIÐ · VIDEÓ SPILARI ...OG SVO MARGT FLEIRA SÁ EINI SEM ÞÚ ÞARFT Sölustaðir LG Viewty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.