Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 52
36 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > ENN EIN GUÐAMYNDIN Guðamyndir virðast vera nýtt æði í Hollywood því John Hurt, Mick- ey Rourke og Stephen Dorff hafa allir tekið að sér hlutverk í nýrri guðamynd eftir Tarsem Singh. Upplýst hefur verið að Hurt muni leika Seif. Amerísku risarnir hittast Því er spáð af mörgum fjölmiðlum að stórmyndin Clash of the Titans verði einn af smellum ársins 2010 þótt hugtakið „smellur“ hafi fengið nýja merkingu eftir Avatar-ævintýrið ógurlega. Myndin er stórmynd af bestu gerð enda má ekki minna vera þegar hinir breysku grísku guðir eru annars vegar. Reyndar er ein skemmtileg Avatar-teng- ing því aðalleikari myndarinnar, Sam Worthington, lék einmitt líka í þrívíddarveislu James Cameron. Clash of the Titans er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1981 en tæknibrelluheimurinn hefur eilítið breyst síðan þá. Myndin fjallar um Perseif sem er sonur guðanna. Því er hins vegar haldið leyndu fyrir honum þótt drengurinn komist fljótt að leyndarmálinu þegar fjölskyldu hans er rænt af und- irheimaguðinum Hadesi. Perseus leggur því af stað ásamt vösku liði kappa til þess að skora Hades á hólm í mögnuðum bar- daga þar sem fjölbreyttar tegundir skrímsla koma töluvert við sögu. Til gamans má geta þess að íslenska fyrirtækið Framestore vann að tæknibrellum fyrir myndina sem er að sjálfsögðu í þrívídd. Hollywood-maskínan bind- ur miklar vonir við Sam Worthington og ef Clash of the Titans fer vel í áhorfendur gæti hann hugsanlega orðið næsta hasarmyndastjarna kvik- myndaborgarinnar. Wort- hington er vel studdur af gæðaleikurum á borð við Liam Neeson og Ralph Fiennes en leikstjóri mynd- arinnar er Louis Leterrier. Hatrömm barátta guðanna um völdin NÝ STJARNA Í FÆÐINGU Því er spáð að Sam Worthington verði næsta hasarmynda- stjarna í líkingu við Bruce Willis ef Clash of the Titans gengur vel í bíó. Harrison Ford er sagður ætla að leika í kvikmyndinni Cowboys & Aliens sem, eins og nafnið gefur til kynna, segir frá baráttu nokk- urra kúreka við verur frá fjarlægri plánetu. Myndinni er leikstýrt af Jon Favreau, þeim sama og færði okkur Iron Man-myndirnar tvær. Myndin er byggð á frægum myndasögum en Favreau hafði gert sér vonir um að Robert Downey Jr. myndi taka að sér aðalhlutverkið. Hann hætti hins vegar við og Daniel Craig var fenginn í staðinn. Og nú lítur út fyrir að hin roskna stjarna úr Indiana Jones og Star Wars bætist í hópinn. Kúrekinn Harrison Tina Fey og Steve Carell eru án nokkurs vafa í fremstu víglínu bandarísks gríns. Carell er hin amer- íska útgáfa af Ricky Gerva- is en Fey er einstök í banda- rískum húmor. Þeir eru margir sem bíða spennt- ir eftir kvikmyndinni Date Night með þeim Steve Carell og Tinu Fey í aðalhlutverkum. Carell hefur farið á kostum í bandarísku útgáf- unni af Office og Fey verið óstjórn- lega fyndin í 30 Rock. Saman ættu þau því að vera óstöðvandi í að kitla hláturtaugar kvikmyndahúsa- gesta. Date Night segir frá Foster- hjónunum sem lifa fremur rólegu og hæglátu lífi. Kvöld eitt ákveða þau þó að gera sér dagamun og panta sér borð á fínum veitinga- stað. Hjónakornin missa hins vegar af borðinu sínu en ákveða hins vegar að hrifsa borð af öðru pari sem ekki er mætt. Sú ákvörð- un á eftir að reynast þeim dýr- keypt því það par hefur sitthvað óhreint í pokahorninu. Meðal ann- arra leikara í myndinni má nefna Mark Wahlberg, Milu Kunis, Mark Ruffalo og James Franco. Kannski er óþarfi að eyða of mörgum orðum í feril Steves Carell. Hann sló eftirminnilega í gegn á heimsvísu í kvikmyndinn- ni 40 year old Virgin en eins og svo margir aðrir bandarískir grínistar er Carell fastagestur hjá Saturday Night Live-þáttunum. Kvikmynda- ferill Carells hefur verið nokkuð skrykkjóttur en það hefur ekki komið að sök; Office hefur haldið honum á floti. Tina Fey er hálfgert fyrirbæri í bandarískum grínbransa. Í raun og veru er Fey einstök því grín- bransinn hefur verið heimur karla, vinsælar grínmyndir hafa yfir- leitt fjallað um heimska hvíta eða svarta karla sem gera sig að fíflum eða eitthvað þaðan af verra. Fey TINA OG STEVE hefur í raun og veru breytt ásýnd bandarísk gríns og gefið konum aukið vægi í gríni. Auk þess að vera leikkona er Fey fær handritshöfundur, skrifar til að mynda handritið að flestum þáttum 30 Rock auk sketsanna fyrir Saturday Night Live. Þá á Fey kannski mestu sökina á því að Lindsay Lohan varð það sem hún er í dag því Fey skrifaði handritið að kvikmyndinni Mean Girls sem skaut vandræðagemsanum á for- síður slúðurblaðanna. Þótt Fey sé kannski þekktust fyrir leik sinn í 30 Rock hér á Íslandi þá hefur hún verið einn af prímusmótorum SNL undanfarin tíu ár. Bæði sem hand- ritshöfundur en ekki síður sem leikkona. Hún var til að mynda á allra vörum þar vestra fyrir túlk- un sín á Söruh Palin, varaforseta- efni Johns McCain, í síðustu for- setakosningum og stal eiginlega senunni. Sumir þættirnir þar sem Fey brá sér í líki Palin slógu áhorfsmet hjá SNL og því hefur jafnvel verið haldið fram að grín- Steve Carell er þekktastur fyrir leik sinn í bandarísku útgáfunni af Off- ice og sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni 40 Year Old Virgin. Tina Fey er fædd 1970, hún er gift Jeff Richmond og þau eiga eitt barn saman. Hún er margverðlaunuð fyrir störf sín, hefur hlotið sjö Emmy- verðlaun, þrjú Golden Globe, fjögur Screen Actors Guild- verðlaun og fjögur Writers Guild-verðlaun. Að mati New York Post er Fey ein af fimmtíu áhrifamestu konum Bandaríkjanna. Hún var á lista TIME yfir hundrað áhrifa- mestu einstaklinga heims árin 2007 og 2009 og það sama ár var Fey valin á lista Rolling Stone yfir þær hundrað manneskjur sem væru að breyta Bandaríkjunum. Brahms Þýsk sálumessa 10. og 11. apríl kl. 17:00 Eitt stærsta tónverk kirkjutónbókmenntanna, hrífandi verk um sorg og huggun, dauða og upprisu. Um helgina: Andreas Schmidt barítón Birgitte Christensen sópran Mótettukór Hallgrímskirkju Hljómsveit Kirkjulistahátíðar 2010 Stjórnandi: Hörður Áskelsson Miðasala í Hallgrímskirkju og á midi.is kirkjulistahatid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.