Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 54
38 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Leikkonan Jessica Alba hefur lýst því yfir að hún vilji gjarnan ættleiða barn. Alba og eiginmað- ur hennar, handritshöfundurinn Cash Warren, eiga saman tveggja ára gamla dóttur, Honor Marie, en hjónin vilja nú bæta í barna- hópinn. „Ef maður er kærleiks- ríkur og þykir vænt um börn, þá á maður að skoða möguleikann á að ættleiða barn. Ég hyggst gera það,“ sagði Alba í þættinum Extreme Makeover: Home Edit- ion. Vill ættleiða VILL ÆTTLEIÐA Leikkonan Jessica Alba vill ættleiða barn. NORDICPHOTOS/GETTY Skoski leikarinn Ewan McGreg- or leikur á móti Jim Carrey í kvikmyndinni I Love You Phill- ip Morris, en þar fara þeir með hlutverk samkynhneigðs pars. Upphaflega stóð til að frum- sýna kvikmyndina síðustu jól en því var frestað þar til í mars. McGregor vill meina að Disney- samsteypan hafi þar átt hlut að máli. „Það hefur verið orðrómur þess efnis að Disney hafi frestað frumsýningunni því Jim fór með hlutverk Skröggs í kvikmynd- inni A Christmas Carol og þau vildu ekki að börnin héldu að Skröggur væri samkynhneigð- ur,“ sagði leikarinn í viðtali við Out Magazine. Þar segir hann jafnframt að honum þyki spenn- andi að kyssa annan karlmann. „Mér finnst gaman að kyssa aðra karl- menn á hvíta tjald- inu. Fyrir gagnkyn- hneigðan mann er það spenn- andi tilboð.“ Spennandi að kyssa karlmann SPENNT- UR Ewan McGregor finnst ekki erfitt að kyssa karlmann á hvíta tjaldinu. > ÓHAMINGJUSAMUR Leikarinn Robert Pattinson segir frægð- ina gera hann taugveiklaðan og að vegna hennar hafi hann misst samband við æskuvini sína. „Ég hef búið á hóteli undanfarin þrjú ár og þegar ég kom aftur til London áttaði ég mig á því að ég átti ekkert félagslíf leng- ur. Það er erfitt að halda sam- bandi við fólk þegar maður vinn- ur svona mikið.“ „Reyndari sjósundskappar sem ég hef rætt við eru ekkert sérstaklega bjartsýnir fyrir mína hönd og eru ekkert vissir um að mér muni takast þetta,“ segir Einar Skúlason, odd- viti Framsóknarflokksins í kom- andi borgarstjórnarkosningum. Hann fer óvenjulega leið til að safna fjárframlögum fyrir fram- boðið því hann hyggst synda yfir Fossvoginn, alls sex hundruð metra, og safna um leið pening- um sem nota á í auglýsingar fyrir flokkinn í kosningabaráttunni. Einar viðurkennir að þetta sé kannski fáránleg hugmynd en hann vilji ekki vera að hringja í fyrirtæki og safna aur. „Þetta er svolít- ið 2010 og í stað þess að hringja í fyrir- tæki ákvað ég að gera eitthvað afger- andi,“ útskýrir Einar sem hefur stundað sjósund frá því 2008. Einar tók smá- sprett í hádeginu í gær en þá var sjór- inn aðeins 0,6 gráðu heitur. Frambjóð- andinn vonast til að hann muni hlýna eitthvað næstu tvær vikurnar en hann hyggst stinga sér til sunds 23. apríl. „Þetta er alvöru áskorun og hlutfalls- lega er þetta erfiðara en að ganga á Hvannadalshnúk,“ segir Einar sem er sjálfur ekkert viss um hvort honum takist ætlunarverkið. Þeir sem vilja leggja Einari lið geta heitið á hann á vef- síðunni einarskula.com. - fgg Safnar peningum í sjósundi SYNDIR FYRIR PENING Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnar- kosningum, ætlar að synda yfir Fossvoginn til að safna peningum fyrir framboðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.