Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 58
42 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is > Keflavík unnið Njarðvík sex sinnum í röð Keflvíkingar geta komist í 2-0 og unnið sinn sjöunda leik í röð í úrslitakeppni á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar annar leikur liðanna í undanúrslitum fer fram í Njarðvík í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn 89-78 á heimavelli sínum en hafði áður slegið Njarðvík 2-0 út úr átta liða úrslitunum í fyrra og Njarðvík 3-0 út úr undanúrslitunum 2003. Síðasti sigur Njarðvíkur á Keflavík í úrslitakeppni var í Keflavík fyrir tæpum átta árum. Njarðvík tryggði sér þá Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð með því að sópa nágrönnum sínum út úr lokaúrslitunum. IE-DEILD KARLA Undanúrslit - 2. leikur Snæfell - KR 88-107 (34-52) Snæfell: Hlynur Bæringsson 22 (13 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1, KR: Morgan Lewis 24 (6 fráköst, 5 stoðsendingar), Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18 (15 fráköst, 10 stoðsendingar, 4 varin skot) Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 7 (4 fráköst), Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3. Liðin mætast þriðja sinni á laugardag á heimavelli KR. Fjórða viðureignin verður svo í Stykkishólmi næsta mánudag. FÓTBOLTI Manchester United vann FC Bayern 3-2 í Meistaradeildinni í gær. Það dugði þó Englandsmeist- urunum ekki til að komast í undan- úrslitin því samanlögð úrslit voru 4-4 og þýska liðið komst áfram á fleiri útivallarmörkum, Arjen Robben reyndist hetja Bæjara sem voru einum manni fleiri nær allan seinni hálfleik- inn. Hann skoraði markið sem réði úrslitum með glæsilegu viðstöðu- lausu skoti á 74. mínútu. Þetta hefur verið martraðavika fyrir Manchester United, tapaði fyrir Chelsea í toppslag ensku deildarinnar um síðustu helgi og er nú úr leik í Meistaradeildinni. Bati Wayne Rooney hefur verið undrahraður og var hann óvænt mættur í byrjunarlið United í gær en Dimitar Berbatov sest- ur á bekkinn. Annað sem vakti athygli í uppstillingu United var að Darron Gibson byrjaði og hann braut ísinn í leiknum strax á þriðju mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki. Heimamenn byrjuðu leikinn af mögnuðum krafti og portúgalski vængmaðurinn Nani skoraði tvö glæsileg mörk eftir stoðsending- ar Antonio Valencia. Staðan orðin 3-0 en fyrir hálfleik minnkaði Ivica Olic muninn eftir að Michael Carrick hafði hrasað í teignum. Vendipunktur leiksins kom á 50. mínútu þegar Rafael fékk réttilega sitt annað gula spjald. Rafael hafði verið frábær í leiknum en United þurfti að leika einum færri það sem eftir var leiksins. Það nýttu gestirnir sér og komust áfram. Úrslitin eru mikið áfall fyrir Manchester United sem hefur verið í úrslitum keppninnar síð- ustu tvö ár. Englendingar eiga ekkert lið í undanúrslitum þar sem Barcelona sló Arsenal út á þriðjudag. - egm Arjen Robben skaut FC Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar: Martraðavika í Manchester SENDUR Í BAÐ Bakvörðurinn Rafael hjá United fékk rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik og var það vendipunktur leiksins. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Mótherji FC Bayern í undanúrslitum Meistaradeildar- innar verður Lyon en liðið vann Frakklands-rimmuna gegn Bor- deaux samanlagt 3-2. Lyon vann heimaleikinn í síð- ustu viku 3-1 en það var mikil spenna á heimavelli Bordeaux í seinni viðureign liðanna í gær. Heimamenn skoruðu undir blá- lok fyrri hálfleiks en þar var að verki hinn eftirsótti Marouane Chamakh. Bordeaux misnotaði nokkur dauðafæri til að bæta við marki í lokin en það hefði fleytt þeim áfram. Þá gerði liðið tilkall til vítaspyrnu en hún fékkst ekki. Liðið er því úr leik þrátt fyrir 1-0 sigur í gær. - egm Bordeaux naumlega úr leik: Lyon tapaði en fer samt áfram FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson segir brottvísun Rafaels hafa breytt leiknum gegn FC Bayern. „Það er enginn vafi. Þeir hefðu aldrei komist áfram úr þessu ein- vígi hefðum við haft ellefu menn allan leikinn. Við áttum ekki í neinum vandræðum þegar jafnt var í liðum,“ sagði Ferguson eftir leik. „Þeir veiddu Rafael af velli. Hann sýndi reynsluleysi en allir hlupu að dómaranum og heimt- uðu að hann fengi annað gult spjald, týpískir Þjóðverjar.“ Ferguson telur United hafa verið betra liðið í einvíginu. „Við spiluðum betur í þessum leik en þeir gerðu á sínum heimavelli. Við lékum vel, frammistaðan var góð en við vorum óheppnir,“ sagði Ferguson. Rooney gekk ekki heill til skóg- ar og fór af velli snemma í seinni hálfleik en Ferguson hefur engar áhyggjur. „Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt. Ég er viss um að hann verði tilbúinn strax í næsta leik.“ - egm Sir Alex Ferguson: Vorum betri en óheppnir GLEÐI Leikmenn FC Bayern gátu leyft sér að fagna eftir leik. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI KR-ingar jöfnuðu und- anúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli í Stykkishólmi í gær. KR- liðið sýndi nú sitt rétta andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn í gær eftir vandræðalegt tap á heima- velli í fyrsta leiknum á móti Snæ- felli í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærstan hluta leiksins og unnu á endanum flott- an 107-88 sigur. „Andleysið í síðasta leik var fyrir neðan allar hellur. Það hefur varla sést annað eins í KR-heim- ilinu í langan tíma. Menn voru ákveðnir, vildu koma til baka og sýna hvað í þeim býr. Við höfum fengið alls konar gagnrýni síð- ustu daga, bæði frá okkar fólki og öðrum. Við erum að svara því með þessum sigri,“ sagði Páll Kol- beinsson, þjálfari KR, eftir leik- inn. Það var ljóst frá byrjun að KR- ingar voru í allt öðrum gír í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu upp- teknum hætti í öðrum leikhlutan- um og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum, 52-34, eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálf- leiksins. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels Ermolinskij, þegar skotklukkan var að renna út, kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skoraði í kjölfarið tvær troðslur úr hraðaupphlaupi auk annarrar þriggja stiga körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig og eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti flottan dag í gær og nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson í rétta gírnum með honum. Þeir voru saman með 60 stig og 17 stoðsend- ingar. „Pavel átti frábæran leik eftir að hafa náð sér almennilega á strik í fyrsta leiknum eins og flestir aðrir í liðinu. Það var mjög ánægjulegt. Hann setti niður mik- ilvæga þrista þegar þeir voru að komast inn í leikinn útaf klaufa- skap hjá okkur,“ sagði Páll sem var líka mjög ánægður með Tommy Johnson sem skoraði 18 stig og 4 þrista í gær. „Við áttum gott samtal í gær, ég og Tommy, og hann fékk að ráða því hvort hann kæmi með í Hólminn eða ekki. Hann vildi koma með og sýna hvað í honum býr. Hann gerði það í kvöld,“ sagði Páll. Næsti leikur fer fram í DHL- höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik. ooj@frettabladid.is KR-ingar svöruðu fyrir sig KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli í Stykkishólmi í gær. KR sýndi sitt rétta andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu illa og létu mala sig í fráköstunum. TOMMY JOHNSON Var loksins í rétta gírnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Pavel Ermolinskij átti flottan leik í Hólminum í gær þegar KR jafnaði einvígið á móti Snæfelli. Pavel var með 18 stig, 15 fráköst, 10 stoðsendingar og 4 varin skot auk þess að hitta úr 6 af 9 skotum sínum í leiknum. „Ég var hundlélegur í síðasta leik þar sem þeir spil- uðu mjög fasta og góða vörn á mig. Ég átti bara slæm- an dag þá og það getur komið fyrir bestu menn. Núna átti ég átti síðan bara ágætis dag og það þýðir ekki að þeir hafi spilað einhverja lélega vörn á mig,” segir Pavel og bætir við: „Það er engin taktísk rimma á milli þeirra og mín. Þeir unnu í fyrsta leik og ég vann í kvöld.” „Við litum svolítið út eins og þeir í fyrsta leiknum. Það vitist allt vera að fara ofan í hjá okkur og við vorum að spila fína vörn þangað til í lokin. Það voru líka allir að skila sínu hjá okkur, í bæði vörn og sókn. Við lokuðum vel á þá, þetta var flottur leikur og það er ekki hægt að kvarta yfir neinu,” segir Pavel en næsti leikur er á heimavelli KR. „Nú er bara 1-1 og við erum aftur komnir með heimavallarréttinn. Við höfum oft verið að spila betur á útivöllum en á heimavelli. Það er eitthvað sem við þurfum að laga því við þurfum að mæta alveg eins stemmdir í næsta leik,” segir Pavel að lokum. „Við spiluðum illa og þeir spiluðu rosalega vel. Þeir spiluðu bara frábærlega og fengu líka framlag frá þeirra slökustu mönnum sem skora vanalega ekki neitt. Þegar þessir menn sem koma inn af bekknum hjá þeim eru farnir að skora og Pavel er með þrjá þrista þá eru þeir mjög erfiðir,” segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells. „Við náðum að spila betri vörn í seinni hálfleik en náðum ekki að laga það sem fór með okkur í þessum leik. Við verðum bara að herða okkur í fráköstunum. Við eigum að vinna öll lið í frákastabaráttunni en við skíttöpuðum henni hér í kvöld,” segir Hlynur að lokum. PAVEL ERMOLINSKIJ: SÝNDI STYRK SINN MEÐ ÞREFALDRI TVENNU Í HÓLMINUM Í GÆR Við litum svolítið út eins og þeir í fyrsta leiknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.