Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 62
46 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. hæfileika, 6. sjúkdómur, 8. blundur, 9. kerald, 11. íþróttafélag, 12. hegna, 14. smáu, 16. belti, 17. ætt, 18. niður, 20. skóli, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. lítill, 3. málmur, 4. pens- illín, 5. dýrahljóð, 7. hvellur, 10. ái, 13. stykki, 15. ungur fugl, 16. rjúka, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. ms, 8. lúr, 9. áma, 11. kr, 12. refsa, 14. litlu, 16. ól, 17. kyn, 18. suð, 20. fg, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. smár, 3. ál, 4. fúkalyf, 5. urr, 7. smellur, 10. afi, 13. stk, 15. ungi, 16. ósa, 19. ðð. Það er aldrei logn í kringum athafna- konuna og fyrir- sætuna Ásdísi Rán. Búlgverskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að framherjinn Orlin Orlinov, fyrrver- andi liðsfélagi Garðars Gunnlaugssonar, eigin- manns Ásdísar í CSKA Sofia, hafi gengið á eftir henni með grasið í skónum. Þessar sögur eru úr lausu lofti gripnar og Ásdís kannast ekki við að vera hundelt af Orlinov. Það er fyrir bestu þar sem hann virðist vera fársjúkur maður og var nýlega ákærður fyrir að ræna og ganga í skrokk á þekktri sjónvarpskonu í Búlgaríu … Af Ásdísi er annars að frétta að hún sendir frá sér lag innan mánaðar. Lagið var unnið í samstarfi við Snorra Snorrason og ku vera mikill smellur. Ásdís ætlar að senda frá sér myndband á sama tíma, sem verður væntanlega tekið upp í Búlgaríu. Lítið hefur spurst út um söguþráð mynd- bandsins, en Ásdís sjálf hefur látið hafa eftir sér að það verði mjög sexí – eins og við mátti búast frá ísdrottningunni. Fyrir nokkrum mánuðum greindi Fréttablaðið frá því að Bergur Ebbi Benediktsson, fyrrverandi með- limur Sprengjuhallarinnar og núver- andi uppistandari með Mið-Íslandi, ætlaði að gefa út ljóðabók. Nú heyrist að bókin sé á lokasprett- inum og eigi að koma út í næsta mánuði. Eins og áður hefur komið fram heitir ljóðabókin Tími hnyttninnar er liðinn og hefur Mál og menning tryggt sér útgáfuréttinn. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Stórleikstjórinn Bryan Singer er nú að hefja undirbúning fyrir stór- myndina Jack the Giant Killer eða Jóa og baunagrasið. Að því er fram kemur í fjölmiðlum vestanhafs er ráðgert að myndin verði tekin upp í kvikmyndaverum í London en einhverjar útitökur verði hér á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er umfang þessar- ar myndar svipað og þegar Clint Eastwood mætti með heilan her og hertók Sandvík fyrir Flags of Our Fathers. Heimildir Fréttablaðsins herma að framleiðslufyrirtækið True North muni þjónusta myndina en engar upplýsingar fengust þaðan um hvort og þá hvenær Singer væri væntanlegur til landsins. Ekki ber þó vefsíðum saman um hvenær tökur hefjist en einhverjar þeirra halda því fram að það verði strax í júlí. Ef marka má kvik- myndavefsíðuna examiner.com, sem löngum hefur verið framar- lega í kvikmyndaslúðri, eiga leik- araprufur að hefjast strax í sumar og svo muni tökuvélarnar byrja að rúlla í kjölfarið. Singer hefur mikinn áhuga á að gera myndina í þrívídd og því ljóst að um er að ræða gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland ef af verður. Myndin hefur raunar valdið pólitískri deilu milli Fox-kvikmyndaversins og Warn- er Bros.-risans því upphaflega stóð til að Singer myndi leikstýra næstu mynd í X-Men-flokknum fyrir Fox. Hann kaus hins vegar frekar að ganga til liðs við Warner Bros. og koma, ef að líkum lætur, til Íslands. Þetta mun þó ekki vera frágengið endanlega og ekki hefur verið skrifað undir neina samninga hér á landi. Hins vegar má benda á að í tökuliðinu eru margir af þeim sem komu að ævintýramynd- inni Stardust en landslagsmyndir frá Íslandi voru einmitt notaðar í þeirri mynd. Svokallaðir „location managers“, eða tökustaðastjórar, hafa komið hingað og Singer ku vera væntanlegur. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur þetta verkefni verið á borðinu hjá True North í meira en ár. Og þrátt fyrir að bæði hafi verið skipt um leikstjóra og hluta af framleiðendateyminu að mynd- inni hefur áhuginn á Íslandi alltaf verið til staðar. Og það skal engan undra. Myndin segir frá ungum bónda sem ákveður að leggja upp í mikla hættuför til að eiga við risa sem hefur rænt gullfallegri prins- essu. Til gamans má geta að Holly- wood hefur einu sinni ráðist í gerð myndar eftir þessari frægu sögu; það var árið 1962. freyrgigja@frettabladid.is BRYAN SINGER: FÓRNAR X-MEN FYRIR ÍSLANDSFERÐ Hollywood vill taka Jóa og baunagrasið upp á Íslandi BRYAN SINGER Er feikilega virtur í Hollywood og er meðal bestu vina sjálfs Toms Cruise en saman gerðu þeir nasistamyndina Valkyrjuna. Bandarískir vefmiðlar segja að Singer hefji tökur á Jóa og baunagrasinu hér á landi í júlí. NORDICPHOTOS/GETTY The Usual Suspects (1995) X-Men (2000) X2 (2003) Superman Returns (2006) Valkyrie (2008) Singer er einnig framleiðandi sjónvarpsþáttanna um skapvonda lækninn House og hefur leikstýrt einum þætti af Football Wives. HELSTU VERK SINGERS „Ég er alveg handviss um að þetta geti gengið. Með því að sleppa barnahorninu spöruðum við okkur 20 fermetra, tólf sæti og keyptum bara dvd-spilara fyrir það,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson en fjörugar umræður sköpuðust á umræðuvef barna- lands, er.is, um nýjan veitingastað hans og Sigmars Vilhjálmssonar. Þar efuð- ust spjallverjar um að dvd-spilarar væru málið, notandi sem skrifar undir nafn- inu „medister“ telur þá félaga vera bjart- sýna. „Ég gef þessu 1-2 mánuði, þá verður búið að stela helmingnum af spilurunum og eyðileggja hinn helminginn.“ Og undir það tekur annar notandi sem kallar sig „trilla77“. „Segðu, það er öllu stolið hérna steini léttara,“ skrifar viðkomandi. Aðrir koma þó Jóa og Simma til bjargar, segja slíka dvd-spilara vera hið mesta þarfa- þing. Jói hefur hins vegar fulla trú á þessum dvd-spilurum en bætir því við að þeim verði ekki otað að fólki. „Nei, þetta verð- ur bara í boði á matseðlinum og fólk þarf að panta þetta alveg sérstaklega. Þetta hefur komið mjög vel út úr prófunum hjá okkur og fólk hefur verið ákaflega sátt við þetta,“ segir Jói og bætir því við að þeir hafi útbúið sérstakan barnadisk fyrir smá- fólkið sem komi þarna inn. „Já, þetta eru Lína Langsokkur, Kalli á þakinu, Póstur- inn Páll og Bubbi byggir,“ útskýrir Jói. Þess má geta að Hamborgarafabrikkan verður opnuð í hádeginu á föstudaginn. - fgg Barnalandskonur hjóla í Simma og Jóa SIMMI OG JÓI Notendur er.is eru ekki sáttir við barnahorns- leysi Hamborgarafabrikkunnar. Jói segir dvd-spilarana vera málið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég fæ mér Cocoa Puffs. Það er ekkert flóknara en það.“ Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri öryggisfyrirtækisins Terr. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Bretar kjósa 6. maí. 2 Borgin leggur GR til 230 milljónir. 3 Messi skoraði fjögur mörk. HEFST Í KVÖLD KL. 21:00 Magnús Valdimarsson, öðru nafni Maggi Mix, hefur slegið í gegn á Netinu með skemmtilegum matreiðslu- myndböndum sínum og á nú yfir þrjú þúsund aðdá- endur á samskiptasíðunni Facebook. Magnús segist hafa kosið nafnið Maggi Mix því honum hafi þótt nafnið bæði skemmtilegt og grípandi. Í þáttum sínum kennir Magnús fólki að matreiða einfalda og ódýra rétti og sér hann sjálfur um að taka efnið upp og setja á Netið. „Eldamennskan er bara áhugamál og mig langaði að deila nokkrum upp- skriftum með landanum. Þetta byrjaði bara með einu myndbandi fyrir þremur vikum sem varð svo vin- sælt að ég ákvað bara að halda áfram. Ég fékk póst um daginn frá konu sem er búsett á Nýja-Sjálandi sem hrósaði mér fyrir framtakið og það virkar mjög hvetjandi á mig og fær mig til að vilja halda áfram,“ útskýrir Magnús. Magnús heimsótti útvarpsmennina Frosta Logason og Þorkel Mána Pétursson í útvarpsþátt þeirra Harmageddon á X-inu í gærdag þar sem hann ræddi við þá um matreiðsluþættina. „Ég hlusta mikið á Harmageddon og finnst þeir mjög skemmtilegir og það var gaman að hitta þá í eigin persónu. Þeir höfðu þó hvorugir prófað að elda neitt eftir mér enn þá, en þeir gera það kannski bráðum,“ segir Magnús og hlær. Aðspurður segir hann sjónvarpskokkinn Jóa Fel vera í miklu uppáhaldi og segist hann helst horfa á matreiðsluþætti hans. „Mér finnst Jói Fel alltaf vera hress og skemmtilegur og það er gaman að horfa á hans þætti. Hann er samt með mjög flotta rétti sem efnaminna fólk hefur kannski ekki efni á að gera á meðan ég geri einfalda og mjög ódýra rétti,“ segir Magnús að lokum. - sm Jói Fel er fyrirmynd Magga Mix VINSÆLL MIXARI Magnús Valdimarsson í viðtali hjá piltunum í Harmageddon í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.