Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 09.04.2010, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI9. apríl 2010 — 82. tölublað — 10. árgangur föstudagur DRÆSUNNI ER EKKI BOÐIÐ Eva Hauksdóttir er norn og anarkisti og sendi nýlega frá sér bók með eigin nektarmyndum FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 9. apríl 2010 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BORGFIRÐINGABALL verður haldið á Hótel Borg í kvöld. Þar hittast brottfluttir, aðfluttir og ófluttir Borgfirðingar. Þetta er annað árið í röð sem slíkt ball er haldið en í fyrra mættu 400 Borgfirðingar. Húsið opnar klukkan 23. Þórarinn Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Marel, hefur gert alls kyns tilrauni ið i Alltaf pitsa á föstudögumHeima hjá Þórarni Ólafssyni hefur skapast sú hefð að baka pitsur á föstudögum. Pitsugerðin er að mestu í höndum Þórarins og er hann því í góðri þjálfun. Bernaise-pitsa hefur vakið sérstaka lukku. BERNAISE-PITSA ÞÓRARINS Þórarinn segir bernaise-pitsuna fara vel ofan í gesti. Fyrir aftan hann má sjá týpíska föstudags- pitsu sem hann gerir gjarnan með pepperóní, skinku, svepp- um, rauðlauk og fetaosti. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM framlengt til 11. apríl 4ra rétta seðill frá 4.990 kr. Tilvalið fyrirárshátíðina! KRYDDLEGIN KLAUSTURSBLEIKJAmeð rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA með Madeira og grilluðum humarhölum FISKUR DAGSINS ferskasti hverju sinni, útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar (4 990 kr ) 1 2 VELDU MILLI FJÖGURRA AÐALRÉTTA Góð tækifærisgjöf! skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur FÖSTUDAGUR FÓLK Íslenskar fyrirsætur hafa verið að gera það gott úti í hinum stóra tískuheimi og hafa meðal annars setið fyrir í auglýs- ingaherferðum fyrir Moschi- no og Diesel. „Þetta er stórt ítalskt tísku- hús og allir sem komu að þessu voru þeir bestu í sínu fagi,“ segir Sif Ágústsdóttir um vinnu sína fyrir Moschino. Andrea Brabin, einn eigenda Eskimo, segir þennan árangur glæsilegan. „Þetta er virkilega góður árangur hjá þessum stúlk- um því þetta er harður bransi og oft fleiri hundruð stúlkur sem fara í prufu fyrir sama verkefnið,“ segir hún. - sm / sjá síðu 34 Andrea Brabin hjá Eskimo: Fyrirsætur gera það gott ytra Uppistandari í ham Rökkvi Vésteins skorar Dóra DNA á hólm í jújitsú. fólk 34 Ástandið hefur batnað Magnfríður Júlíusdóttir lektor heldur fyrirlestur um stöðu kvenna í Simbabve. tímamót 18 Útivistarleikur Homeblest & Maryland Leynist vinningur í pakkanum þínum! Borgarmálafélag F-lista Heiðarleika Veljum framboð um H-lista í vor Opnum á morgun Borðapantanir í síma 568 1907 eða pantanir@austursteikhus.is MILT Í VEÐRI Í dag verður suð- austlæg og austlæg átt, 10-15 m/s sunnan og vestan til en hægari vindur annars staðar. Rigning S- lands en úrkomusvæði teygir sig norður á bóginn er líður á daginn. veður 4 8 5 4 6 4 veðrið í dag STJÓRNMÁL Fyrrum utanríkisráð- herra, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heima- síðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni. „Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig,“ segir Ingi- björg. Í viðtölum við rannsókn- arnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. „Sem utanrík- isráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageir- ann. Þetta var aðallega á borði for- sætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum,“ segir Ingibjörg: „Einnig á borði viðskiptaráðu- neytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég.“ Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hruns- ins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfs- flokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórn- sýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar. Að ganga til ríkisstjórnarsam- starfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: „Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og and- staðan við Evrópusambandið,“ segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. - kóþ / sjá síðu 6 Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk að sjá fjórar síður úr væntanlegri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Hinir vissu líklega meira en ég,“ segir Ingibjörg Sólrún. Telur sig ekki hafa getað gert betur sem ráðherra. FULLUR ÁHUGA „Þetta var mjög sérstakt, eiginlega alveg magnað. Gleraugun og búnaðurinn allur mun vekja fólk til umhugsunar og stórbæta ökukennslu,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra, sem í gær kynnti sér færanlegt forvarnahús Sjóvár sem nýta á til ökukennslu. Á meðal þess sem Kristján prófaði voru sérstök gleraugu sem líkja eftir því hvernig sjónin breytist eftir drykkju áfengis. Færanlega forvarnahúsið er sérinnréttaður vöruflutningabíll með tengivagni og getur hann flutt bíl, veltibíl og ýmsan annan búnað til ökukennslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STÓRIÐJA Fulltrúar kínversks álfyrirtækis eru væntanlegir til landsins í næstu viku. Þeir hafa hug á að reisa hér álver og munu meðal annars kynna sér aðstæður á Bakka við Húsavík. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er um að ræða 180 þúsund tonna álver. Ekki sé um álbræðslu að ræða, heldur verði unnið úr álinu. Þórður H. Hilmarsson, for- stöðumaður Fjárfestingarstofu, vill ekki staðfesta þetta. Hann segir um fyrstu heimsókn að ræða og ekkert fast í hendi. „Hér kemur fjöldi manna í heim- sókn og þeir eru út af fyrir sig að fara í gegnum Ísland sem hugsan- lega staðfestingu fyrir álver,“ segir Þórður. Alcoa hefur fyrirhugað álvers- byggingu á Bakka, en ekkert hefur verið ákveðið með það. Viljayfir- lýsing stjórnvalda og fyrirtæk- isins um byggingu álversins var ekki endurnýjuð í fyrra. Í sameig- inlegu mati á umhverfisáhrifum virkjana við Þeistareyki eru áhrif álvers á Bakka einnig metin. Jean-Pierre Gilardeau, aðstoð- arforstjóri Alcoa og stjórnarfor- maður Fjarðaáls, tilkynnti á fundi í iðnaðarráðuneytinu 16. október 2008, að engar ákvarðanir yrðu teknar um uppbyggingu álvers á Bakka næstu fjögur árin. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra segist hafa heyrt af þessu, en hún var ekki orðin ráðherra þá. „Ég hef ekki rannsakað þetta, enda lít ég svo á að við höfum gefið þeim tíma til haustsins til að svara því hvort af þessu verður.“ Hún segir Alcoa hafa ótvírætt forskot á aðra og hafi unnið lengi að verkefninu. „Ég spyr þó ekki hvað fyrirtækið heitir heldur hve miklu það skilar inn í samfélagið og hvenær.“ Hún segir mikilvægt að skapa þær aðstæður að sem fyrst sé hægt að byggja upp í kringum Þeistareyki. - kóp ANDREA BRABIN Iðnaðarráðherra segir Alcoa hafa forskot, en að uppbygging skuli hefjast sem fyrst: Kínverjar kanna möguleika á álveri Kefl avík komið í 2-0 Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Kefl avík. íþróttir 30

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.